Hefur komið til 52ja landa og er hvergi nærri hætt Guðný Hrönn skrifar 18. apríl 2017 09:30 Ása Steinarsdóttir heldur úti ferðablogginu From Ice to Spice. Vísir/Eyþór Ferðabloggarinn Ása Steinarsdóttir hefur hingað til ferðast til 52ja landa og fjallar um ferðalögin á blogginu From Ice to Spice. Ása segir hörkuvinnu að halda úti ferðabloggi en þegar upp er staðið er þetta þess virði. Þetta byrjaði allt í kringum ferð sem við fórum í til Asíu. Þá vorum við á leiðinni í um 14 mánaða ferðalag,“ segir Ása sem heldur úti blogginu From Ice to Spice ásamt kærasta sínum, Andra Wilberg. „Áður en við fórum í lengri reisu þá hafði ég ferðast mikið, ég var búin að fara í nokkrar Evrópureisur og búa í Tyrklandi. Og ég var snemma farin að fá svo mikið af fyrirspurnum og fólk var alltaf að biðja mig um ráð, þannig að ég ákvað að opna bara blogg til að svara spurningum og leyfa fólki að fylgjast með ferðalögum okkar,“ segir Ása sem er með tæplega 40.000 fylgjendur á Instagram sem fylgjast spenntir með ferðalögum Ásu. Blogg þeirra Ásu og Andra heftur verið að þróast undanfarið. „Það er svolítið að breytast, þetta er að verða mjög Íslandsmiðað. Þannig að fólk er mikið að koma inn á bloggið og samfélagsmiðlana bara til að leitast eftir upplýsingum um Ísland.“ Spurð út í lesendur bloggsins segir Ása þetta vera blandaðan hóp. „Stór hluti eru Bandaríkjamenn og Asíubúar,“ útskýrir Ása. Hún segir sína sérstöðu vera þá að hún fjallar gjarnan um þá staði sem eiga til að gleymast þegar kemur að landkynningu til túrista. „Þau sjá kannski strax að ég set inn myndir af stöðum sem eru ekki eins þekktir. Þannig að fólk hefur gjarnan samband til að spyrja mig hvar einhverjar perlur eru og einhverjir minna heimsóttir staðir.“En hvaða staðir á Íslandi eru í uppáhaldi? „Vestfirðir og hálendið eru í uppáhaldi. Ég elska þessa staði, kannski bara af því að þar er lítil byggð, æðislegar náttúruperlur og færra fólk.“ Aðspurð hvort það sé ekki hörkuvinna að halda svona ferðabloggi úti svarar Ása játandi.„Jú, þetta er alveg mikil vinna. En mér finnst þetta bara svo hrikalega skemmtilegt, að jafnvel þó ég væri ekki með bloggið þá myndi ég taka jafn mikið af myndum á ferðalögum mínum. Ég hef alltaf gert það. Og áður en ég byrjaði að blogga þá reyndi ég að skrifa einhverja svona ferðadagbók, bara svo að ég myndi muna þetta sjálf.“ „En jú, það er klárlega alltaf nóg að gera hjá manni,“ segir Ása sem á erfitt með að velja uppáhalds áfangastað af þeim ótal löndum, borgum og bæjum sem hún hefur ferðast til. „Mér dettur helst í hug Japan, Filippseyjar og Íran. Þau lönd sem heilla mig eru þau sem eru óspillt. Þar sem einhver alvöru heimamenning nýtur sín vel og Starbucks og Dunkin Donuts er ekki á hverju horni. Oftast er það náttúran sem heillar, og það sem maður er ekki vanur. Eitthvað sem maður er að upplifa í fyrsta skipti.“ Fríðindin eru ferðalöginFerðabloggið er hluti af atvinnu Ásu. „Já, þetta er að hluta til vinnan mín. Þetta er líka beintengt við aðalvinnuna mína en ég vinn hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðssetningu á samfélagsmiðlum, fyrirtækið heitir Sahara. Þá er ég t.d. að hjálpa ferðafyrirtækjum á Íslandi að vinna með bloggurum og áhrifavöldum og aðstoða þau við að finna stefnu til að markaðssetja sig. Samfélagsmiðlar eiga allan minn tíma núna.“ Það hafa eflaust margir velt því fyrir sér hvernig ferðabloggarar fjármagna öll þessi ferðalög og finna tíma fyrir þau. Í tilfelli Ásu starfar hún með ferðafyrirtækjum og þannig fær hún möguleika á að ferðast eins mikið og raun ber vitni. „Það eru eiginlega fríðindi ferðabloggara. Maður fær að fara frítt í ferðir á sama hátt og tískubloggarar fá föt og slíkt,“ segir hún.Ása leggur mikla áherslu á að taka fallegar myndir á ferðalögum sínum, bæði hér heima og erlendis.„Ég er til dæmis á leiðinni til Króatíu í sumar í pressuferð. Þá er manni boðið og í staðinn tek ég ljósmyndir og skrifa um ferðalagið. Síðasta sumar, þá fór ég svo til Austur-Evrópu og það var á vegum ferðamálaráðuneytisins í Ungverjalandi.“ Það sem er á döfinni hjá Ásu eru svo meðal annars áframhaldandi ferðalög um Ísland. „Ég náttúrulega hætti aldrei að ferðast um landið okkar. Annars er ég að fara í frí til Marokkó og svo er það pressuferð um Vestfirði í maí. Eftir það fer ég til Króatíu á festival sem heitir Yacht Week í boði sænsks fyrirtækis. Þá kemur hópur ungs fólks frá ýmsum löndum saman og ferðast um á litlum snekkjum.“ Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Ferðabloggarinn Ása Steinarsdóttir hefur hingað til ferðast til 52ja landa og fjallar um ferðalögin á blogginu From Ice to Spice. Ása segir hörkuvinnu að halda úti ferðabloggi en þegar upp er staðið er þetta þess virði. Þetta byrjaði allt í kringum ferð sem við fórum í til Asíu. Þá vorum við á leiðinni í um 14 mánaða ferðalag,“ segir Ása sem heldur úti blogginu From Ice to Spice ásamt kærasta sínum, Andra Wilberg. „Áður en við fórum í lengri reisu þá hafði ég ferðast mikið, ég var búin að fara í nokkrar Evrópureisur og búa í Tyrklandi. Og ég var snemma farin að fá svo mikið af fyrirspurnum og fólk var alltaf að biðja mig um ráð, þannig að ég ákvað að opna bara blogg til að svara spurningum og leyfa fólki að fylgjast með ferðalögum okkar,“ segir Ása sem er með tæplega 40.000 fylgjendur á Instagram sem fylgjast spenntir með ferðalögum Ásu. Blogg þeirra Ásu og Andra heftur verið að þróast undanfarið. „Það er svolítið að breytast, þetta er að verða mjög Íslandsmiðað. Þannig að fólk er mikið að koma inn á bloggið og samfélagsmiðlana bara til að leitast eftir upplýsingum um Ísland.“ Spurð út í lesendur bloggsins segir Ása þetta vera blandaðan hóp. „Stór hluti eru Bandaríkjamenn og Asíubúar,“ útskýrir Ása. Hún segir sína sérstöðu vera þá að hún fjallar gjarnan um þá staði sem eiga til að gleymast þegar kemur að landkynningu til túrista. „Þau sjá kannski strax að ég set inn myndir af stöðum sem eru ekki eins þekktir. Þannig að fólk hefur gjarnan samband til að spyrja mig hvar einhverjar perlur eru og einhverjir minna heimsóttir staðir.“En hvaða staðir á Íslandi eru í uppáhaldi? „Vestfirðir og hálendið eru í uppáhaldi. Ég elska þessa staði, kannski bara af því að þar er lítil byggð, æðislegar náttúruperlur og færra fólk.“ Aðspurð hvort það sé ekki hörkuvinna að halda svona ferðabloggi úti svarar Ása játandi.„Jú, þetta er alveg mikil vinna. En mér finnst þetta bara svo hrikalega skemmtilegt, að jafnvel þó ég væri ekki með bloggið þá myndi ég taka jafn mikið af myndum á ferðalögum mínum. Ég hef alltaf gert það. Og áður en ég byrjaði að blogga þá reyndi ég að skrifa einhverja svona ferðadagbók, bara svo að ég myndi muna þetta sjálf.“ „En jú, það er klárlega alltaf nóg að gera hjá manni,“ segir Ása sem á erfitt með að velja uppáhalds áfangastað af þeim ótal löndum, borgum og bæjum sem hún hefur ferðast til. „Mér dettur helst í hug Japan, Filippseyjar og Íran. Þau lönd sem heilla mig eru þau sem eru óspillt. Þar sem einhver alvöru heimamenning nýtur sín vel og Starbucks og Dunkin Donuts er ekki á hverju horni. Oftast er það náttúran sem heillar, og það sem maður er ekki vanur. Eitthvað sem maður er að upplifa í fyrsta skipti.“ Fríðindin eru ferðalöginFerðabloggið er hluti af atvinnu Ásu. „Já, þetta er að hluta til vinnan mín. Þetta er líka beintengt við aðalvinnuna mína en ég vinn hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðssetningu á samfélagsmiðlum, fyrirtækið heitir Sahara. Þá er ég t.d. að hjálpa ferðafyrirtækjum á Íslandi að vinna með bloggurum og áhrifavöldum og aðstoða þau við að finna stefnu til að markaðssetja sig. Samfélagsmiðlar eiga allan minn tíma núna.“ Það hafa eflaust margir velt því fyrir sér hvernig ferðabloggarar fjármagna öll þessi ferðalög og finna tíma fyrir þau. Í tilfelli Ásu starfar hún með ferðafyrirtækjum og þannig fær hún möguleika á að ferðast eins mikið og raun ber vitni. „Það eru eiginlega fríðindi ferðabloggara. Maður fær að fara frítt í ferðir á sama hátt og tískubloggarar fá föt og slíkt,“ segir hún.Ása leggur mikla áherslu á að taka fallegar myndir á ferðalögum sínum, bæði hér heima og erlendis.„Ég er til dæmis á leiðinni til Króatíu í sumar í pressuferð. Þá er manni boðið og í staðinn tek ég ljósmyndir og skrifa um ferðalagið. Síðasta sumar, þá fór ég svo til Austur-Evrópu og það var á vegum ferðamálaráðuneytisins í Ungverjalandi.“ Það sem er á döfinni hjá Ásu eru svo meðal annars áframhaldandi ferðalög um Ísland. „Ég náttúrulega hætti aldrei að ferðast um landið okkar. Annars er ég að fara í frí til Marokkó og svo er það pressuferð um Vestfirði í maí. Eftir það fer ég til Króatíu á festival sem heitir Yacht Week í boði sænsks fyrirtækis. Þá kemur hópur ungs fólks frá ýmsum löndum saman og ferðast um á litlum snekkjum.“
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira