Skjálftahrina á Kolbeinseyjarhrygg í rénun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. júní 2017 18:45 Skjálftahrina sem hófst á Kolbeinseyjarhrygg í gær er í rénun. Tveir skjálftar, rúmlega fjórir að stærð urðu á svæðinu og á eftir fylgdi rúmur tugur skjálfta af stærðinni þrír. Jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að ekki sé hægt að útiloka stóran skjálfta norðanlands. Skjálftahrina sem staðið hefur yfir er á þekktu brotabelti á Kolbeinseyjarhrygg, 230 km. norður af Melrakkasléttu. Erfitt er að staðsetja skjálftana nákvæmlega vegna fjarlægðar en hrinur sem þessar eiga sér reglulega stað. „Þessar flekahreyfingar teljast eðlilegar. Ísland liggur á flekaskilum og þarna á þessum flekaskilum er þetta þverbrotabelti og þar á sér stað norður hreyfing sem myndar spennu og getur leyst út skjálftahrinu eins og þessa,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Einar segir að skjálftar á þessum slóðum hafi lítil sem engin áhrif hér á landi. Hann getur þó ekki ekki útilokað stóran skjálfta í náinni framtíð á Norðurlandi. „Það hafa orðið mjög stórir skjálftar fyrir norðan og það er ekki útilokað að það verði stórir skjálftar bæði fyrir norðan, á Tjörnesbrotabeltinu og líka á Suðurlandsbrotabeltinu,“ segir Einar. Í viðtali við Pressuna árið 2012 sagði Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur að hann teldi miklar líkur á því að stór jarðskjálfti yrði undan strönd Norðurlands á næstu tuttugu árum og í viðtali við Kristján Má Unnarsson hér á Stöð 2 í maí síðast liðnum, sagði Ragnar að búast mætti við allt að sjö stiga jarðskjálfta í Rangárvallasýslu og öðrum, allt að 6,5 stig á Bláfjallasvæðinu, sitthvoru megin skjálftanna sem urðu á Suðurlandi á síðasta áratug. „Þessir skjálftar sem við sjáum nú eru mun norðar en þessir skjálftar sem að Ragnar var að spá um“ segir Einar. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Skjálftahrina sem hófst á Kolbeinseyjarhrygg í gær er í rénun. Tveir skjálftar, rúmlega fjórir að stærð urðu á svæðinu og á eftir fylgdi rúmur tugur skjálfta af stærðinni þrír. Jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að ekki sé hægt að útiloka stóran skjálfta norðanlands. Skjálftahrina sem staðið hefur yfir er á þekktu brotabelti á Kolbeinseyjarhrygg, 230 km. norður af Melrakkasléttu. Erfitt er að staðsetja skjálftana nákvæmlega vegna fjarlægðar en hrinur sem þessar eiga sér reglulega stað. „Þessar flekahreyfingar teljast eðlilegar. Ísland liggur á flekaskilum og þarna á þessum flekaskilum er þetta þverbrotabelti og þar á sér stað norður hreyfing sem myndar spennu og getur leyst út skjálftahrinu eins og þessa,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Einar segir að skjálftar á þessum slóðum hafi lítil sem engin áhrif hér á landi. Hann getur þó ekki ekki útilokað stóran skjálfta í náinni framtíð á Norðurlandi. „Það hafa orðið mjög stórir skjálftar fyrir norðan og það er ekki útilokað að það verði stórir skjálftar bæði fyrir norðan, á Tjörnesbrotabeltinu og líka á Suðurlandsbrotabeltinu,“ segir Einar. Í viðtali við Pressuna árið 2012 sagði Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur að hann teldi miklar líkur á því að stór jarðskjálfti yrði undan strönd Norðurlands á næstu tuttugu árum og í viðtali við Kristján Má Unnarsson hér á Stöð 2 í maí síðast liðnum, sagði Ragnar að búast mætti við allt að sjö stiga jarðskjálfta í Rangárvallasýslu og öðrum, allt að 6,5 stig á Bláfjallasvæðinu, sitthvoru megin skjálftanna sem urðu á Suðurlandi á síðasta áratug. „Þessir skjálftar sem við sjáum nú eru mun norðar en þessir skjálftar sem að Ragnar var að spá um“ segir Einar.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira