Skjálftahrina á Kolbeinseyjarhrygg í rénun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. júní 2017 18:45 Skjálftahrina sem hófst á Kolbeinseyjarhrygg í gær er í rénun. Tveir skjálftar, rúmlega fjórir að stærð urðu á svæðinu og á eftir fylgdi rúmur tugur skjálfta af stærðinni þrír. Jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að ekki sé hægt að útiloka stóran skjálfta norðanlands. Skjálftahrina sem staðið hefur yfir er á þekktu brotabelti á Kolbeinseyjarhrygg, 230 km. norður af Melrakkasléttu. Erfitt er að staðsetja skjálftana nákvæmlega vegna fjarlægðar en hrinur sem þessar eiga sér reglulega stað. „Þessar flekahreyfingar teljast eðlilegar. Ísland liggur á flekaskilum og þarna á þessum flekaskilum er þetta þverbrotabelti og þar á sér stað norður hreyfing sem myndar spennu og getur leyst út skjálftahrinu eins og þessa,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Einar segir að skjálftar á þessum slóðum hafi lítil sem engin áhrif hér á landi. Hann getur þó ekki ekki útilokað stóran skjálfta í náinni framtíð á Norðurlandi. „Það hafa orðið mjög stórir skjálftar fyrir norðan og það er ekki útilokað að það verði stórir skjálftar bæði fyrir norðan, á Tjörnesbrotabeltinu og líka á Suðurlandsbrotabeltinu,“ segir Einar. Í viðtali við Pressuna árið 2012 sagði Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur að hann teldi miklar líkur á því að stór jarðskjálfti yrði undan strönd Norðurlands á næstu tuttugu árum og í viðtali við Kristján Má Unnarsson hér á Stöð 2 í maí síðast liðnum, sagði Ragnar að búast mætti við allt að sjö stiga jarðskjálfta í Rangárvallasýslu og öðrum, allt að 6,5 stig á Bláfjallasvæðinu, sitthvoru megin skjálftanna sem urðu á Suðurlandi á síðasta áratug. „Þessir skjálftar sem við sjáum nú eru mun norðar en þessir skjálftar sem að Ragnar var að spá um“ segir Einar. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Skjálftahrina sem hófst á Kolbeinseyjarhrygg í gær er í rénun. Tveir skjálftar, rúmlega fjórir að stærð urðu á svæðinu og á eftir fylgdi rúmur tugur skjálfta af stærðinni þrír. Jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að ekki sé hægt að útiloka stóran skjálfta norðanlands. Skjálftahrina sem staðið hefur yfir er á þekktu brotabelti á Kolbeinseyjarhrygg, 230 km. norður af Melrakkasléttu. Erfitt er að staðsetja skjálftana nákvæmlega vegna fjarlægðar en hrinur sem þessar eiga sér reglulega stað. „Þessar flekahreyfingar teljast eðlilegar. Ísland liggur á flekaskilum og þarna á þessum flekaskilum er þetta þverbrotabelti og þar á sér stað norður hreyfing sem myndar spennu og getur leyst út skjálftahrinu eins og þessa,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Einar segir að skjálftar á þessum slóðum hafi lítil sem engin áhrif hér á landi. Hann getur þó ekki ekki útilokað stóran skjálfta í náinni framtíð á Norðurlandi. „Það hafa orðið mjög stórir skjálftar fyrir norðan og það er ekki útilokað að það verði stórir skjálftar bæði fyrir norðan, á Tjörnesbrotabeltinu og líka á Suðurlandsbrotabeltinu,“ segir Einar. Í viðtali við Pressuna árið 2012 sagði Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur að hann teldi miklar líkur á því að stór jarðskjálfti yrði undan strönd Norðurlands á næstu tuttugu árum og í viðtali við Kristján Má Unnarsson hér á Stöð 2 í maí síðast liðnum, sagði Ragnar að búast mætti við allt að sjö stiga jarðskjálfta í Rangárvallasýslu og öðrum, allt að 6,5 stig á Bláfjallasvæðinu, sitthvoru megin skjálftanna sem urðu á Suðurlandi á síðasta áratug. „Þessir skjálftar sem við sjáum nú eru mun norðar en þessir skjálftar sem að Ragnar var að spá um“ segir Einar.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira