OECD mælir með að ferðaþjónustan fari í efra þrep VSK Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2017 19:26 Efnahags- og framfarastofnunin kynnti skýrslu sína um ástand og horfur í íslenskum efnahagsmálaum í dag. Vísir/Eyþór Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, tekur undir með fjármálaráðherra um að færi beri ferðaþjónustuna í efra þrep virðisaukaskattsins. Hætta sé á þenslu í íslenska hagkerfinu og því verði að sýna meira aðhald í ríkisfjármálum en stjórnvöld áforma. Þá varar stofnunin við skattalækkunum við núverandi aðstæður. Efnahags- og framfarastofnunin kynnti skýrslu sína um ástand og horfur í íslenskum efnahagsmálaum í dag. Flest í skýrslunni er jákvætt fyrir Ísland. Til að mynda er hagvöxtur hvergi meiri innan OECD en á Íslandi og varar stofnunin við ofhitnun í efnahagskerfinu og hvetur til meira aðhalds í efnahagsmálum en stjórnvöld hafa boðað. OECD hvetur til þess að hert verði á peningastefnunni. Mari Kiviniemi aðstoðarframkvæmdastjóri OECD segir þörf á auknu aðhaldi í ríkisfjármálum og stofnaður verði Þjóðarsjóður sem fjárfesti í útlöndum og aðeins tekið út úr honum þegar stóráföll skella á. Ríkisstjórnin áætlar að hafa 1,6 prósenta afgang á fjárlögum næsta árs, er það ekki nóg? „Við segjum að þið ættuð að vera varfærin og við teljum að það sé þörf á frekari aðhaldi í ríkisfjármálum. Vegna þess að það eru góðar forsendur til ofhitnunar hagkerfisins,“ segir Kiviniemi. Mestu muni þar um vöxt ferðaþjónustunnar sem hafi vaxið mjög hratt á undanförnum árum. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra minnir á að í fjármálaáætlun sé gert ráð fyrir 1,6 prósenta afgangi á fjárlögum næsta árs og skuldir hafi verið greiddar hratt niður. „Þarna er semsagt skoðanamunur og ég held að það séu fáir ef skoðað er á Alþingi sem eru sammála því að við ættum að draga úr ríkisútgjöldum næstu ár. Miðað við það sem við höfum þegar sett fram,“ segir Benedikt. OECD varar við öllum hugmyndum um skattalækkanir við núverandi aðstæður í hagkerfinu. Laun hafi hækkað meira á Íslandi en annars staðar og nauðsynlegt að aðilar vinnumarkaðarins komi sér saman um ramma utan um launahækkanir. Þá mælir OECD með að virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verði færður í efra þrepið. Ferðaþjónustan segir hins vegar mikilvægt að skoða ferðaþjónustuna í samhengi við álagningu virðisaukaskatts í öðrum löndum sem Ísland sé í samkeppni við. „Og við leggjum þetta reyndar til við öll ríki innan OECD. Það ætti að vera mjög stöðugur grunnur virðisaukaskatts sem myndi reynast efnahagnum betur en að hækka til dæmis tekjuskatta,“ segir Kiviniemi. Hins vegar hafa hugmyndir fjármálaráðherra um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna reynst honum pólitískt erfiðar og ferðaþjónustan sett sig upp á móti þeim. „Þau nefna að þetta sé orðin svo stór atvinnugrein að það sé ekki þörf á að hún sé í sérstöku umhverfi. Heldur eigi að vera sama umhverfi og hjá öðrum atvinnugreinum og ég er sammála því,“Og munt halda því til streitu við fjárlagagerðina? „Já, ég held því til streitu. Við verðum að hafa samræmi í rekstrarumhverfi þessara stærstu greina. Það held ég að sé mjög mikilvægt,“ segir Benedikt. Aðstoðarframkvæmdastjóri OECD segir mikilvægt að marka heildstæða stefnu í ferðamálum milli ólíkra ráðuneyta með aðilum ferðaþjónustunnar. „Og skapa ferðaþjónustu sem er umhverfislega, félagslega og efnahagslega sjálfbær,“ segir Mari Kiviniemi. Tengdar fréttir Ný skýrsla OECD: Mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum á Íslandi Hagvöxtur mælist mestur á íslandi af löndum OECD en þrátt fyrir þenslu hefur dregið úr aðhaldi í ríkisfjármálum. 27. júní 2017 10:41 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Fleiri fréttir „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, tekur undir með fjármálaráðherra um að færi beri ferðaþjónustuna í efra þrep virðisaukaskattsins. Hætta sé á þenslu í íslenska hagkerfinu og því verði að sýna meira aðhald í ríkisfjármálum en stjórnvöld áforma. Þá varar stofnunin við skattalækkunum við núverandi aðstæður. Efnahags- og framfarastofnunin kynnti skýrslu sína um ástand og horfur í íslenskum efnahagsmálaum í dag. Flest í skýrslunni er jákvætt fyrir Ísland. Til að mynda er hagvöxtur hvergi meiri innan OECD en á Íslandi og varar stofnunin við ofhitnun í efnahagskerfinu og hvetur til meira aðhalds í efnahagsmálum en stjórnvöld hafa boðað. OECD hvetur til þess að hert verði á peningastefnunni. Mari Kiviniemi aðstoðarframkvæmdastjóri OECD segir þörf á auknu aðhaldi í ríkisfjármálum og stofnaður verði Þjóðarsjóður sem fjárfesti í útlöndum og aðeins tekið út úr honum þegar stóráföll skella á. Ríkisstjórnin áætlar að hafa 1,6 prósenta afgang á fjárlögum næsta árs, er það ekki nóg? „Við segjum að þið ættuð að vera varfærin og við teljum að það sé þörf á frekari aðhaldi í ríkisfjármálum. Vegna þess að það eru góðar forsendur til ofhitnunar hagkerfisins,“ segir Kiviniemi. Mestu muni þar um vöxt ferðaþjónustunnar sem hafi vaxið mjög hratt á undanförnum árum. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra minnir á að í fjármálaáætlun sé gert ráð fyrir 1,6 prósenta afgangi á fjárlögum næsta árs og skuldir hafi verið greiddar hratt niður. „Þarna er semsagt skoðanamunur og ég held að það séu fáir ef skoðað er á Alþingi sem eru sammála því að við ættum að draga úr ríkisútgjöldum næstu ár. Miðað við það sem við höfum þegar sett fram,“ segir Benedikt. OECD varar við öllum hugmyndum um skattalækkanir við núverandi aðstæður í hagkerfinu. Laun hafi hækkað meira á Íslandi en annars staðar og nauðsynlegt að aðilar vinnumarkaðarins komi sér saman um ramma utan um launahækkanir. Þá mælir OECD með að virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verði færður í efra þrepið. Ferðaþjónustan segir hins vegar mikilvægt að skoða ferðaþjónustuna í samhengi við álagningu virðisaukaskatts í öðrum löndum sem Ísland sé í samkeppni við. „Og við leggjum þetta reyndar til við öll ríki innan OECD. Það ætti að vera mjög stöðugur grunnur virðisaukaskatts sem myndi reynast efnahagnum betur en að hækka til dæmis tekjuskatta,“ segir Kiviniemi. Hins vegar hafa hugmyndir fjármálaráðherra um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna reynst honum pólitískt erfiðar og ferðaþjónustan sett sig upp á móti þeim. „Þau nefna að þetta sé orðin svo stór atvinnugrein að það sé ekki þörf á að hún sé í sérstöku umhverfi. Heldur eigi að vera sama umhverfi og hjá öðrum atvinnugreinum og ég er sammála því,“Og munt halda því til streitu við fjárlagagerðina? „Já, ég held því til streitu. Við verðum að hafa samræmi í rekstrarumhverfi þessara stærstu greina. Það held ég að sé mjög mikilvægt,“ segir Benedikt. Aðstoðarframkvæmdastjóri OECD segir mikilvægt að marka heildstæða stefnu í ferðamálum milli ólíkra ráðuneyta með aðilum ferðaþjónustunnar. „Og skapa ferðaþjónustu sem er umhverfislega, félagslega og efnahagslega sjálfbær,“ segir Mari Kiviniemi.
Tengdar fréttir Ný skýrsla OECD: Mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum á Íslandi Hagvöxtur mælist mestur á íslandi af löndum OECD en þrátt fyrir þenslu hefur dregið úr aðhaldi í ríkisfjármálum. 27. júní 2017 10:41 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Fleiri fréttir „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Sjá meira
Ný skýrsla OECD: Mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum á Íslandi Hagvöxtur mælist mestur á íslandi af löndum OECD en þrátt fyrir þenslu hefur dregið úr aðhaldi í ríkisfjármálum. 27. júní 2017 10:41