Læknir segir farsíma krabbameinsvaldandi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2017 20:00 Í síðustu viku stóð Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík fyrir opinni ráðstefnu um heilsufarsleg áhrif þráðlausrar örbylgjugeislunar á börn. Lennart Hardell krabbameinslæknir var meðal fyrirlesara. Hann var í hópi þrjátíu sérfræðinga sem valdir voru af Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnuninni sem flokkaði þráðlausa örbygljugeislun sem mögulega krabbameinsvaldandi árið 2011, eða undir flokkuninni „possible."En hver er staðan í dag sex árum síðar?„Nú er það líklega (problably),“ svarar Hardell. „Ég myndi jafnvel segja að þetta væri krabbameinsvaldandi. Niðurstöðurnar eru óyggjandi. Það er ekki víst að þetta valdi eingöngu heilaæxli. Við höfum til dæmis séð mikla fjölgun krabbameinstilvika í skjaldkirtli.“En hversu mikil er áhættan? Notar þú til dæmis sjálfur farsíma? „Eiginlega ekkert. Ég nota hann aðeins í ferðalögum. Þá sendi ég textaskilaboð. Niðurstöður rannsóknanna gefa til kynna að 30 mínútna samtal í farsíma sem haldið er við eyrað miðað við tíu ára tímabil tvöfaldi líkurnar á heilaæxli. Eingöngu tíu til tuttugu af 100 þúsund fá þessa tegund heilaæxlis á hverju ári þannig að þótt áhættan tvöfaldist eru líkurnar litlar. Hardell bendir á að textaskilaboð og handfrjáls búnaður séu góðar forvarnir og að fullorðið fólk eigi að vernda börnin fyrir geisluninni. En af hverju hlusta ekki fleiri á þessi varnaðarorð? „Hver vill hlusta? Það er svo flott að vera með farsíma. Við ráðum yfir þessari tækni og fólk vill ekki hlusta. Einnig eru geysimiklir fjárhagslegir hagsmunir að baki þessu, bæði hjá einstaklingum og stjórnvöldum,“ segir Hardell. Lög um geislavarnir taka til þessarar geislunar og Geislavarnir ríkisins notast við viðmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar í sínu eftirliti, samkvæmt svörum við fyrirspurn fréttastofu. Geislavörnum ríkisins er aftur á móti ekki kunnugt um breytingar á hættuflokkum á geisluninni. Þess má geta að vísindamenn víða um heim eru síður en svo sammála um skaðsemi eða skaðleysi geislunarinnar - og hafna á víxl rannsóknum um málið. Tengdar fréttir Foreldrar áhyggjufullir yfir snjalltækjanotkun Engir símar ættu að vera í leik- og grunnskólum, segir sérfræðingur sem tekur til máls á ráðstefnu um skjátíma barna á morgun. 23. febrúar 2017 19:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Í síðustu viku stóð Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík fyrir opinni ráðstefnu um heilsufarsleg áhrif þráðlausrar örbylgjugeislunar á börn. Lennart Hardell krabbameinslæknir var meðal fyrirlesara. Hann var í hópi þrjátíu sérfræðinga sem valdir voru af Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnuninni sem flokkaði þráðlausa örbygljugeislun sem mögulega krabbameinsvaldandi árið 2011, eða undir flokkuninni „possible."En hver er staðan í dag sex árum síðar?„Nú er það líklega (problably),“ svarar Hardell. „Ég myndi jafnvel segja að þetta væri krabbameinsvaldandi. Niðurstöðurnar eru óyggjandi. Það er ekki víst að þetta valdi eingöngu heilaæxli. Við höfum til dæmis séð mikla fjölgun krabbameinstilvika í skjaldkirtli.“En hversu mikil er áhættan? Notar þú til dæmis sjálfur farsíma? „Eiginlega ekkert. Ég nota hann aðeins í ferðalögum. Þá sendi ég textaskilaboð. Niðurstöður rannsóknanna gefa til kynna að 30 mínútna samtal í farsíma sem haldið er við eyrað miðað við tíu ára tímabil tvöfaldi líkurnar á heilaæxli. Eingöngu tíu til tuttugu af 100 þúsund fá þessa tegund heilaæxlis á hverju ári þannig að þótt áhættan tvöfaldist eru líkurnar litlar. Hardell bendir á að textaskilaboð og handfrjáls búnaður séu góðar forvarnir og að fullorðið fólk eigi að vernda börnin fyrir geisluninni. En af hverju hlusta ekki fleiri á þessi varnaðarorð? „Hver vill hlusta? Það er svo flott að vera með farsíma. Við ráðum yfir þessari tækni og fólk vill ekki hlusta. Einnig eru geysimiklir fjárhagslegir hagsmunir að baki þessu, bæði hjá einstaklingum og stjórnvöldum,“ segir Hardell. Lög um geislavarnir taka til þessarar geislunar og Geislavarnir ríkisins notast við viðmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar í sínu eftirliti, samkvæmt svörum við fyrirspurn fréttastofu. Geislavörnum ríkisins er aftur á móti ekki kunnugt um breytingar á hættuflokkum á geisluninni. Þess má geta að vísindamenn víða um heim eru síður en svo sammála um skaðsemi eða skaðleysi geislunarinnar - og hafna á víxl rannsóknum um málið.
Tengdar fréttir Foreldrar áhyggjufullir yfir snjalltækjanotkun Engir símar ættu að vera í leik- og grunnskólum, segir sérfræðingur sem tekur til máls á ráðstefnu um skjátíma barna á morgun. 23. febrúar 2017 19:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Foreldrar áhyggjufullir yfir snjalltækjanotkun Engir símar ættu að vera í leik- og grunnskólum, segir sérfræðingur sem tekur til máls á ráðstefnu um skjátíma barna á morgun. 23. febrúar 2017 19:00