Foreldrar áhyggjufullir yfir snjalltækjanotkun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 19:00 Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík stendur fyrir opinni ráðstefnu um áhrif skjátíma á börn og unglinga á morgun, og möguleg heilsufarsleg áhrif þráðlausrar örbylgjugeislunar. Sveinn S. Kjartansson, formaður Félags leikskólabarna í Reykjavík, segir marga foreldra áhyggjufulla yfir snjalltækjanotkun og vilji fá viðmið til að nota bæði heima og í skóla. „Við höfum tekið eftir áhyggjum hjá foreldrum um hvaða viðmið skuli nota. Við erum með áheyrnarfulltrúa á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og þar er mikill áhugi. Út frá því ákváðum við að fá sérfræðinga hingað til land, til að ræða þessi mál, fara yfir nýjustu rannsóknir og hjálpa okkur að móta okkur skoðun um hvað best sé að gera,” segir Sveinn. Doktor Robert Morris mun fjalla sérstaklega um reglugerðir varðandi snjalltæki og þráðlaust net. Hann segir að við, fullorðna fólkið, höfum gefið börnunum snjalltækin og gefið þeim aðgang að tækninni án þess að hafa stjórn á málunum. „Að vissu leyti erum við að gera eina stærstu tilraun sem gerð hefur verið á börnunum okkar. Það eru sífellt fleiri vísbendingar um að þessi tæki skapi hættu og það eru tiltölulega sterkar vísbendingar um að farsímar, til dæmis, skapi hættu á krabbameini,” segir Morris. Stjórnvöld í ýmsum löndum hafa gripið í taumana að einhverju leyti. Í Frakklandi hefur til að mynda þráðlaust net verið bannað í grunnskólum og mörg önnur lönd hafa gefið út leiðbeiningar varðandi skjánotkun barna út frá heilsuviðmiðum. Morris segir að ganga eigi mun lengra. „Ég tel að til dæmis farsímar eigi ekki heima í skóla. Síminn gerir í raun ekkert annað en að trufla námsferlið. Það eru margar ástæður fyrir því að farsímar ættu ekki að vera í skólum og ég á erfitt með að sjá ástæðu til að farsímar ættu að vera í skólum. Þetta væri einfaldur upphafspunktur. Ég tel líka að mjög ung börn ættu ekki að vera þar sem þráðlaust net er. Það er engin ástæða til að lítið barn grúfi sig yfir spjaldtölvu eða farsíma,” segir Morris. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Reykjavík Natura á morgun frá klukkan 8-16. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík stendur fyrir opinni ráðstefnu um áhrif skjátíma á börn og unglinga á morgun, og möguleg heilsufarsleg áhrif þráðlausrar örbylgjugeislunar. Sveinn S. Kjartansson, formaður Félags leikskólabarna í Reykjavík, segir marga foreldra áhyggjufulla yfir snjalltækjanotkun og vilji fá viðmið til að nota bæði heima og í skóla. „Við höfum tekið eftir áhyggjum hjá foreldrum um hvaða viðmið skuli nota. Við erum með áheyrnarfulltrúa á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og þar er mikill áhugi. Út frá því ákváðum við að fá sérfræðinga hingað til land, til að ræða þessi mál, fara yfir nýjustu rannsóknir og hjálpa okkur að móta okkur skoðun um hvað best sé að gera,” segir Sveinn. Doktor Robert Morris mun fjalla sérstaklega um reglugerðir varðandi snjalltæki og þráðlaust net. Hann segir að við, fullorðna fólkið, höfum gefið börnunum snjalltækin og gefið þeim aðgang að tækninni án þess að hafa stjórn á málunum. „Að vissu leyti erum við að gera eina stærstu tilraun sem gerð hefur verið á börnunum okkar. Það eru sífellt fleiri vísbendingar um að þessi tæki skapi hættu og það eru tiltölulega sterkar vísbendingar um að farsímar, til dæmis, skapi hættu á krabbameini,” segir Morris. Stjórnvöld í ýmsum löndum hafa gripið í taumana að einhverju leyti. Í Frakklandi hefur til að mynda þráðlaust net verið bannað í grunnskólum og mörg önnur lönd hafa gefið út leiðbeiningar varðandi skjánotkun barna út frá heilsuviðmiðum. Morris segir að ganga eigi mun lengra. „Ég tel að til dæmis farsímar eigi ekki heima í skóla. Síminn gerir í raun ekkert annað en að trufla námsferlið. Það eru margar ástæður fyrir því að farsímar ættu ekki að vera í skólum og ég á erfitt með að sjá ástæðu til að farsímar ættu að vera í skólum. Þetta væri einfaldur upphafspunktur. Ég tel líka að mjög ung börn ættu ekki að vera þar sem þráðlaust net er. Það er engin ástæða til að lítið barn grúfi sig yfir spjaldtölvu eða farsíma,” segir Morris. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Reykjavík Natura á morgun frá klukkan 8-16.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira