Erla segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg Anton Egilsson skrifar 27. febrúar 2017 21:22 Erla Bolladóttir segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg. Vísir Erla Bolladóttir segist hafa verið undir miklum þrýstingi frá lögreglumönnum þegar hún bar fjóra menn röngum sökum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í ársbyrjun 1976. Niðurstaða endurupptökunefndar um að synja máli hennar um endurupptöku hafi verið ansi mikið högg. Endurupptökunefnd úrskurðaði fyrir helgi að mál Erlu Bolladóttur yrði ekki tekið fyrir á ný en hún var sakfelld fyrir að bera fjóra menn röngum sökum. Þá Einar Bollason hálfbróðir Erlu, Sigurbjörn Eiríksson, Valdimar Olsen og Magnús Leópoldsson. Taldi endurupptökunefndin að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar þar sem ekki lægju fyrir gögn sem bentu til þess að hún hafi verið beitt þrýstingi er hún bar mennina fjóra röngum sökum. Erla lýsti yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðu nefndarinnar í þætti Kastljóss í kvöld. „Ég var ekki undir það búin að máli mínu yrði hafnað. Það var ansi mikið högg.”Yfirheyrð í tíu klukkustundirErla greindi frá því í þættinum að þegar hún var á leið heim eftir vikulangt gæsluvarðhald vegna annars máls rétt fyrir jól árið 1975 hafi lögreglumaður spurt hana hvort að hún þekkti til Guðmundar Einarssonar. Í kjölfarið hófst yfirheyrsla yfir henni sem hún telur að hafi staðið yfir í tíu klukkustundir. „Ég vissi ekkert hvað þeir voru að tala um og vissi ekki einu sinni að hann væri horfinn. Eftir að þeir höfðu spurt mig í þaula um ótrúlegustu hluti í mínu einkalífi komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir væru fullvissir um að ég hefði orðið vitni að einhverju voðaverki á Hamarsbraut 11.”Voru í daglegum samskiptumEftir að hafa verið sleppt úr vikulöngu gæsluvarðhaldi hafi lögreglumenn svo verið í stöðugum samskiptum við hana. „Þeir voru ofsalega uppteknir af því að vera vinir mínir og hjálpa mér með allt sem ég þurfti og voru í sambandi við mig meira og minna daglega í gegnum þetta tímabil.”Lögreglumenn sem voru með ákveðna stefnu í hugaÞá segir Erla að lögreglumenn sem yfirheyrðu hana í tengslum við hvarf þeirra Guðmundar og Geirfinns hafi vitað frá upphafi að hún vissi ekkert um hvarf þeirra. „Að mér komu menn og þeir voru með ákveðna stefnu í huga. Ég vil að það komi skýrt fram að þessir menn vissu frá upphafi að ég vissi ekkert um Guðmundar mál og ekkert um Geirfinns mál. Þeir kýldu á þetta að yfirlögðu ráði og þeir verða að svara fyrir það hvað þeim gekk til.”Segist skilja reiði fjórmenningannaMennirnir sem Erla bar röngum sökum sátu í gæsluvarðhaldi í yfir 100 daga árið 1976. Hún segist hafa skilning á reiði þeirra gagnvart sér. „Okkar óvinur var sameiginlegur og ef Einar bróðir minn vissi hvað var verið að gera við mig til þess að fá mig til að gera það sem ég gerði þá hefði hann samúð með mér, svo mikið veit ég.“ Tengdar fréttir Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Erla Bolladóttir segist hafa verið undir miklum þrýstingi frá lögreglumönnum þegar hún bar fjóra menn röngum sökum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í ársbyrjun 1976. Niðurstaða endurupptökunefndar um að synja máli hennar um endurupptöku hafi verið ansi mikið högg. Endurupptökunefnd úrskurðaði fyrir helgi að mál Erlu Bolladóttur yrði ekki tekið fyrir á ný en hún var sakfelld fyrir að bera fjóra menn röngum sökum. Þá Einar Bollason hálfbróðir Erlu, Sigurbjörn Eiríksson, Valdimar Olsen og Magnús Leópoldsson. Taldi endurupptökunefndin að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar þar sem ekki lægju fyrir gögn sem bentu til þess að hún hafi verið beitt þrýstingi er hún bar mennina fjóra röngum sökum. Erla lýsti yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðu nefndarinnar í þætti Kastljóss í kvöld. „Ég var ekki undir það búin að máli mínu yrði hafnað. Það var ansi mikið högg.”Yfirheyrð í tíu klukkustundirErla greindi frá því í þættinum að þegar hún var á leið heim eftir vikulangt gæsluvarðhald vegna annars máls rétt fyrir jól árið 1975 hafi lögreglumaður spurt hana hvort að hún þekkti til Guðmundar Einarssonar. Í kjölfarið hófst yfirheyrsla yfir henni sem hún telur að hafi staðið yfir í tíu klukkustundir. „Ég vissi ekkert hvað þeir voru að tala um og vissi ekki einu sinni að hann væri horfinn. Eftir að þeir höfðu spurt mig í þaula um ótrúlegustu hluti í mínu einkalífi komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir væru fullvissir um að ég hefði orðið vitni að einhverju voðaverki á Hamarsbraut 11.”Voru í daglegum samskiptumEftir að hafa verið sleppt úr vikulöngu gæsluvarðhaldi hafi lögreglumenn svo verið í stöðugum samskiptum við hana. „Þeir voru ofsalega uppteknir af því að vera vinir mínir og hjálpa mér með allt sem ég þurfti og voru í sambandi við mig meira og minna daglega í gegnum þetta tímabil.”Lögreglumenn sem voru með ákveðna stefnu í hugaÞá segir Erla að lögreglumenn sem yfirheyrðu hana í tengslum við hvarf þeirra Guðmundar og Geirfinns hafi vitað frá upphafi að hún vissi ekkert um hvarf þeirra. „Að mér komu menn og þeir voru með ákveðna stefnu í huga. Ég vil að það komi skýrt fram að þessir menn vissu frá upphafi að ég vissi ekkert um Guðmundar mál og ekkert um Geirfinns mál. Þeir kýldu á þetta að yfirlögðu ráði og þeir verða að svara fyrir það hvað þeim gekk til.”Segist skilja reiði fjórmenningannaMennirnir sem Erla bar röngum sökum sátu í gæsluvarðhaldi í yfir 100 daga árið 1976. Hún segist hafa skilning á reiði þeirra gagnvart sér. „Okkar óvinur var sameiginlegur og ef Einar bróðir minn vissi hvað var verið að gera við mig til þess að fá mig til að gera það sem ég gerði þá hefði hann samúð með mér, svo mikið veit ég.“
Tengdar fréttir Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03