Fulltrúar flokkanna þriggja í meirihlutaviðræðum skáluðu í Ráðherrabústaðnum Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2017 19:54 Aðrir fulltrúar flokkanna þriggja opnuðu freyðivínsflösku í tilefni þess að þeirra hlutverki í stjórnarmyndunarviðræðum er lokið. Vísir Aðrir fulltrúar flokkanna þriggja sem eru nú í meirihlutaviðræðum skáluðu í freyðivíni í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu fyrr í dag. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins sem náði myndum af fulltrúunum með freyðivínsglas í hönd inn um glugga bústaðsins. Viðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafa staðið yfir í dag og er myndun ríkisstjórn sögð mjög langt komin. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við RÚV að nokkur atriði standi út af sem formenn flokkanna þriggja munu útkljá sín á milli. Hlutverki annarra fulltrúa flokkanna þriggja sem hafa komið að þessum viðræðum er því lokið. Á meðal annarra fulltrúa flokkanna eru Lilja Alfreðsdóttir hjá Framsóknarflokknum og Svandís Svavarsdóttir hjá Vinstri grænum. Hallgrímur Indriðason, fréttamaður RÚV, sagði aðra fulltrúa flokkanna hafa viðurkennt að þeir hefðu opnað freyðivínsflösku í ljósi þess að þeirra þætti í þessum viðræðum væri lokið. Hallgrímur sagði flokksleiðtogana ekki hafa tekið þátt í því en hann sagði þessa skál benda til þess að viðræðurnar séu ansi langt komnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að texti stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks færi að verða tilbúinn og að það muni liggja fyrir á morgun hvort ríkisstjórnin verði mynduð eða ekki. Tæpar tvær vikur eru frá því formlegar viðræður flokkanna þriggja hófust. Spurð hvers vegna viðræðurnar hafa tekið svo langan tíma svaraði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að flokkarnir þrír séu eðli málsins samkvæmt ólíkir og samhliða þessum viðræðum hafi þurft að vinna fjárlagatillögur sem verða lagðar fyrir komandi þing. Sagt var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það sem hefur flækt gerð málefnasamnings flokkanna þriggja er ólík sýn þeirra í umhverfismálum og einnig ólík sýn þeirra á tekjuöflun ríkisins. Tengdar fréttir Málinu lokað í dag eða á morgun Línur í ríkisstjórnarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu skýrast á morgun. 26. nóvember 2017 11:12 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Aðrir fulltrúar flokkanna þriggja sem eru nú í meirihlutaviðræðum skáluðu í freyðivíni í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu fyrr í dag. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins sem náði myndum af fulltrúunum með freyðivínsglas í hönd inn um glugga bústaðsins. Viðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafa staðið yfir í dag og er myndun ríkisstjórn sögð mjög langt komin. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við RÚV að nokkur atriði standi út af sem formenn flokkanna þriggja munu útkljá sín á milli. Hlutverki annarra fulltrúa flokkanna þriggja sem hafa komið að þessum viðræðum er því lokið. Á meðal annarra fulltrúa flokkanna eru Lilja Alfreðsdóttir hjá Framsóknarflokknum og Svandís Svavarsdóttir hjá Vinstri grænum. Hallgrímur Indriðason, fréttamaður RÚV, sagði aðra fulltrúa flokkanna hafa viðurkennt að þeir hefðu opnað freyðivínsflösku í ljósi þess að þeirra þætti í þessum viðræðum væri lokið. Hallgrímur sagði flokksleiðtogana ekki hafa tekið þátt í því en hann sagði þessa skál benda til þess að viðræðurnar séu ansi langt komnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að texti stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks færi að verða tilbúinn og að það muni liggja fyrir á morgun hvort ríkisstjórnin verði mynduð eða ekki. Tæpar tvær vikur eru frá því formlegar viðræður flokkanna þriggja hófust. Spurð hvers vegna viðræðurnar hafa tekið svo langan tíma svaraði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að flokkarnir þrír séu eðli málsins samkvæmt ólíkir og samhliða þessum viðræðum hafi þurft að vinna fjárlagatillögur sem verða lagðar fyrir komandi þing. Sagt var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það sem hefur flækt gerð málefnasamnings flokkanna þriggja er ólík sýn þeirra í umhverfismálum og einnig ólík sýn þeirra á tekjuöflun ríkisins.
Tengdar fréttir Málinu lokað í dag eða á morgun Línur í ríkisstjórnarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu skýrast á morgun. 26. nóvember 2017 11:12 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Málinu lokað í dag eða á morgun Línur í ríkisstjórnarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu skýrast á morgun. 26. nóvember 2017 11:12