Þungt hljóð er í íbúum Þorlákshafnar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2017 19:50 Þungt hljóð er í íbúum Þorlákshafnar nú þegar stærsta atvinnurekandi bæjarfélagsins, Frostfiskur, hefur ákveðið að flytja alla starfsemina í burtu af staðnum. „Mjög sorgleg staða, ömurlegt, ljót áhrif og mjög leiðinlegt“, er það sem íbúarnir hafa meðal annars að segja. Eins og við sögðum frá í fréttum í gærkvöldi þá hefur Frostfiskur ákveðið að hætta allri starfsemi í Þorlákshöfn og flytja með fiskvinnsluna til Hafnarfjarðar. Hjá fyrirtækinu vinna um 50 starfsmenn, hluti þeirra mun alveg missa vinnuna á meðan aðrir ætla að flytja með fyrirtækinu á höfuðborgarsvæðið. Íbúar í Þorlákshöfn eru miður sín vegna lokunar Frostfisks. „Það er bara ekki gott mál. Það er mjög vont að missa þetta fyrirtæki úr bænum. Þeir eru búnir að vera flottir hérna í öll þessi ári,“ segir Baldur Þór Ragnarsson. „Þetta hefur náttúrulega áhrif á allt bæjarlífið. Leikskóla, skóla og við þurfum bara að fá kvóta,“ segir Jón Svava Karlsdóttir. „Ég held að það hafi ljót áhrif, held ég,“ segir Jón Karlsson, spurður út í hvaða áhrif brottflutningur fyrirtækisins muni hafa á samfélagið. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt. Það eru margir að missa vinnuna,“ segir Katrín Stefánsdóttir. Þorsteinn Lýðsson telur að einhverjir muni flytja með fyrirtækinu. „Því miður. Það er dapurlegt.“ „Mér finnst þetta frekar sorglegt. Svona fyrir ekki stærra samfélag,“ segir Ingibjörg Aðalsteinsdóttir. Ljósin verða slökkt og skellt í lás hjá Frostfiski þann fyrsta febrúar 2018, eða eftir tvo og hálfan mánuð. Sjávarútvegur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Þungt hljóð er í íbúum Þorlákshafnar nú þegar stærsta atvinnurekandi bæjarfélagsins, Frostfiskur, hefur ákveðið að flytja alla starfsemina í burtu af staðnum. „Mjög sorgleg staða, ömurlegt, ljót áhrif og mjög leiðinlegt“, er það sem íbúarnir hafa meðal annars að segja. Eins og við sögðum frá í fréttum í gærkvöldi þá hefur Frostfiskur ákveðið að hætta allri starfsemi í Þorlákshöfn og flytja með fiskvinnsluna til Hafnarfjarðar. Hjá fyrirtækinu vinna um 50 starfsmenn, hluti þeirra mun alveg missa vinnuna á meðan aðrir ætla að flytja með fyrirtækinu á höfuðborgarsvæðið. Íbúar í Þorlákshöfn eru miður sín vegna lokunar Frostfisks. „Það er bara ekki gott mál. Það er mjög vont að missa þetta fyrirtæki úr bænum. Þeir eru búnir að vera flottir hérna í öll þessi ári,“ segir Baldur Þór Ragnarsson. „Þetta hefur náttúrulega áhrif á allt bæjarlífið. Leikskóla, skóla og við þurfum bara að fá kvóta,“ segir Jón Svava Karlsdóttir. „Ég held að það hafi ljót áhrif, held ég,“ segir Jón Karlsson, spurður út í hvaða áhrif brottflutningur fyrirtækisins muni hafa á samfélagið. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt. Það eru margir að missa vinnuna,“ segir Katrín Stefánsdóttir. Þorsteinn Lýðsson telur að einhverjir muni flytja með fyrirtækinu. „Því miður. Það er dapurlegt.“ „Mér finnst þetta frekar sorglegt. Svona fyrir ekki stærra samfélag,“ segir Ingibjörg Aðalsteinsdóttir. Ljósin verða slökkt og skellt í lás hjá Frostfiski þann fyrsta febrúar 2018, eða eftir tvo og hálfan mánuð.
Sjávarútvegur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira