Sumarið ekki í kortunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2017 11:00 Það verður frekar kalt á sumardaginn fyrsta og éljagangur víða um land. Vísir/Anton Brink „Sumarið er ekkert sérstaklega mikið í kortunum,“ segir Arnór Tumi Jóhannsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar blaðamaður spyr hvenær sumarið komi en eins og einhverjum ætti að vera kunnugt um er sumardagurinn fyrsti á morgun. Arnór segir að lægð komi upp að landinu vestanverðu í nótt og sumardagurinn fyrsti byrji því með éljakenndri úrkomu á landinu vestan til. „Svo snýst hann fljótlega í norðanátt, fyrst norðan til, og það fylgja því líka él þannig að það verða víða él og ekkert sérstaklega hlýtt. Það verður þíða með suður-og vesturströndinni að deginum en víða vægt frost, þá sérstaklega norðan til og skýjað með köflum. En það verður þessi éljagangur og sérstaklega fyrir norðan,“ segir Arnór. Hann segir að helst gæti verið bjart með köflum suðaustanlands og á Austurlandi auk þess sem það gæti eitthvað sést til sólar á sunnanverðum Vestfjörðum. Í höfuðborginni verður hins vegar skýjað og dimmast verður norðanlands. Það verður síðan ekkert sérstaklega hlýtt þegar sumarið gengur formlega í garð þar sem það er kólnandi veður á landinu og hitinn verður ekki fjarri frostmarki. Um helgina er síðan ekkert von á betra veðri að sögn Arnórs. „Það verður áfram kalt á föstudaginn, um helgina verður reyndar aðeins hægari vindur en á sunnudaginn kemur svo leiðindaveður. Það er spáð lægð sem kemur alveg upp að suðurströndinni og henni fylgir norðan-og norðaustan hvassviðri og að öllum líkindum snjókoma víða um land en slydda allra syðst,“ segir Arnór.Veðurspáin næstu daga er annars þessi:Sunnan 8-15 og slydda eða rigning, einkum S- og V-lands. Vestlægari í dag, 10-18 m/s síðdegis og skúrir eða él, en léttskýjað á A-verðu landinu. Hiti 1 til 12 stig, hlýjast austast.Dregur aðeins úr vindi á morgun, vestan 8-15 síðdegis en hægari NV-til. Úrkomulítið SA-lands, annars víða él. Hiti 1 til 7 stig að deginum, en í kringum frostmark á N-verðu landinu.Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):Vestan 8-15 m/s, fer að lægja síðdegis. Víða él, en léttskýjað á SA-landi og Austfjörðum. Hiti 1 til 7 stig að deginum, hlýjast SA-til, en í kringum frostmark á N-verðu landinu.Á föstudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt, en norðvestan 8-13 m/s úti við NA-ströndina. Stöku él V-til og á annesjum NA-lands, annars bjart með köflum. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, áfram svalt í veðri. Slydda eða snjókoma á S- og V-landi með kvöldinu.Á sunnudag:Breytileg og síðar norðlæg átt. Víða snjókoma, en rigning eða slydda sunnan heiða. Snjókoma eða él seinni partinn, en úrkomulítið SV-lands. Hiti kringum frostmark. Veður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
„Sumarið er ekkert sérstaklega mikið í kortunum,“ segir Arnór Tumi Jóhannsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar blaðamaður spyr hvenær sumarið komi en eins og einhverjum ætti að vera kunnugt um er sumardagurinn fyrsti á morgun. Arnór segir að lægð komi upp að landinu vestanverðu í nótt og sumardagurinn fyrsti byrji því með éljakenndri úrkomu á landinu vestan til. „Svo snýst hann fljótlega í norðanátt, fyrst norðan til, og það fylgja því líka él þannig að það verða víða él og ekkert sérstaklega hlýtt. Það verður þíða með suður-og vesturströndinni að deginum en víða vægt frost, þá sérstaklega norðan til og skýjað með köflum. En það verður þessi éljagangur og sérstaklega fyrir norðan,“ segir Arnór. Hann segir að helst gæti verið bjart með köflum suðaustanlands og á Austurlandi auk þess sem það gæti eitthvað sést til sólar á sunnanverðum Vestfjörðum. Í höfuðborginni verður hins vegar skýjað og dimmast verður norðanlands. Það verður síðan ekkert sérstaklega hlýtt þegar sumarið gengur formlega í garð þar sem það er kólnandi veður á landinu og hitinn verður ekki fjarri frostmarki. Um helgina er síðan ekkert von á betra veðri að sögn Arnórs. „Það verður áfram kalt á föstudaginn, um helgina verður reyndar aðeins hægari vindur en á sunnudaginn kemur svo leiðindaveður. Það er spáð lægð sem kemur alveg upp að suðurströndinni og henni fylgir norðan-og norðaustan hvassviðri og að öllum líkindum snjókoma víða um land en slydda allra syðst,“ segir Arnór.Veðurspáin næstu daga er annars þessi:Sunnan 8-15 og slydda eða rigning, einkum S- og V-lands. Vestlægari í dag, 10-18 m/s síðdegis og skúrir eða él, en léttskýjað á A-verðu landinu. Hiti 1 til 12 stig, hlýjast austast.Dregur aðeins úr vindi á morgun, vestan 8-15 síðdegis en hægari NV-til. Úrkomulítið SA-lands, annars víða él. Hiti 1 til 7 stig að deginum, en í kringum frostmark á N-verðu landinu.Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):Vestan 8-15 m/s, fer að lægja síðdegis. Víða él, en léttskýjað á SA-landi og Austfjörðum. Hiti 1 til 7 stig að deginum, hlýjast SA-til, en í kringum frostmark á N-verðu landinu.Á föstudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt, en norðvestan 8-13 m/s úti við NA-ströndina. Stöku él V-til og á annesjum NA-lands, annars bjart með köflum. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, áfram svalt í veðri. Slydda eða snjókoma á S- og V-landi með kvöldinu.Á sunnudag:Breytileg og síðar norðlæg átt. Víða snjókoma, en rigning eða slydda sunnan heiða. Snjókoma eða él seinni partinn, en úrkomulítið SV-lands. Hiti kringum frostmark.
Veður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira