Upplýsti ekki um saurmengun því hún var talin skaðlaus Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. júlí 2017 19:15 Frá sýnatöku Heilbrigðiseftirlitsins í sjónum við Faxaskjól í Reykjavík. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti ekki opinberlega um skólplosun við Faxaskjól í Reykjavík að eigin frumkvæði, eins og lög kveða á um, því eftirlitið mat það svo að almenningi stafaði ekki hætta af skólplosuninni. Viðgerðir á dælustöðinni í Faxaskjóli hófust um miðjan júní. Viðgerðum er ekki ennþá að fullu lokið en viðgerðin er tímafrek. Áður en greint var frá saurmengun við dælustöðina í Faxaskjóli í fréttum RÚV hinn 5. júlí síðastliðinn hafði skólp flætt út í sjó við Faxaskjól í tíu sólarhringa samfleytt vegna bilunnar í stöðinni. Hvorki Veitur ohf., Reykjavíkurborg né Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur upplýstu um saurmengunina við Faxaskjól að eigin frumkvæði enda var fyrst greint frá henni í fjölmiðlum. Ákvæði um skyldu stjórnvalda til að veita upplýsingar um skaðlega mengun að eigin frumkvæði kom inn í lög um upplýsingarétt um umhverfismál árið 2012. Skyldan kemur fram í 2. mgr. 10. gr. laganna en þar segir: „er stjórnvöldum ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra.“ Í greinargerð með frumvarpi um lagabreytinguna segir að í kjölfar frétta um mikla díoxínmengun frá sorpbrennslustöðinni Funa í Skutulsfirði í janúar 2011 hafi umhverfisnefnd Alþingis ákveðið að skoða nánar löggjöf um umhverfismál og upplýsingaskyldu stjórnvalda er snýr að mengunarmálum. Niðurstaðan hafi verið sú að kveða þyrfti skýrar á um frumkvæðis- og viðbragðsskyldu stjórnsýslustofnana í íslenskri löggjöf og um rétt almennings til þess að vernda heilsu sína og lífsgæði.S. Björn Blöndal formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.vísir/hariFram kemur í lögunum að stjórnvöld í skilningi laganna séu ríki og sveitarfélög, lögaðilar sem hefur verið falið opinbert hlutverk eða veitir almenningi opinbera þjónustu og lögaðilar sem gegna opinberu hlutverki eða veita opinbera þjónustu sem varðar umhverfið. Ljóst er að framansögðu að upplýsingaskyldan hvílir á borginni sjálfri, stofnunum borgarinnar og fyrirtækjum í hennar eigu. „Heilbrigðiseftirlitið er sá aðili sem metur hvort hætta steðji að almenningi í tilvikum sem þessum,“ segir S. Björn Blöndal í skriflegu svari við fyrirspurn um málið en hann er þar að vísa til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. S. Björn gaf ekki sjálfur kost á viðtali í dag. Kristín Lóa Ólafsdóttir heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirlitinu sagði í samtali við fréttastofu að heilbrigðiseftirlitið hafi metið það svo að ekki bæri að tilkynna um saurmengunina að eigin frumkvæði þar sem eftirlitið hafi talið að almenningi stafaði ekki hætta af þessari skólplosun við Faxaskjól. Mælingar Heilbrigðiseftirlitsins á fimmtudag leiddu í ljós að saurgerlamagn var undir viðmiðunarmörkum vestan megin við dælustöðina. Í fjörunni austan megin við stöðina var magn saurgerla yfir viðmiðunarmörkum. Fráveitudælustöðin í Faxaskjóli er í um 3,5 km fjarlægð frá Nauthólsvík sem er vinsæll baðstaður. Heilbrigðiseftirlitið áréttaði í tilkynningu í dag að engin saurmengun væri í sjónum við Nauthólsvík vegna bilunarinnar í dælustöðinni í Faxaskjóli. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti ekki opinberlega um skólplosun við Faxaskjól í Reykjavík að eigin frumkvæði, eins og lög kveða á um, því eftirlitið mat það svo að almenningi stafaði ekki hætta af skólplosuninni. Viðgerðir á dælustöðinni í Faxaskjóli hófust um miðjan júní. Viðgerðum er ekki ennþá að fullu lokið en viðgerðin er tímafrek. Áður en greint var frá saurmengun við dælustöðina í Faxaskjóli í fréttum RÚV hinn 5. júlí síðastliðinn hafði skólp flætt út í sjó við Faxaskjól í tíu sólarhringa samfleytt vegna bilunnar í stöðinni. Hvorki Veitur ohf., Reykjavíkurborg né Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur upplýstu um saurmengunina við Faxaskjól að eigin frumkvæði enda var fyrst greint frá henni í fjölmiðlum. Ákvæði um skyldu stjórnvalda til að veita upplýsingar um skaðlega mengun að eigin frumkvæði kom inn í lög um upplýsingarétt um umhverfismál árið 2012. Skyldan kemur fram í 2. mgr. 10. gr. laganna en þar segir: „er stjórnvöldum ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra.“ Í greinargerð með frumvarpi um lagabreytinguna segir að í kjölfar frétta um mikla díoxínmengun frá sorpbrennslustöðinni Funa í Skutulsfirði í janúar 2011 hafi umhverfisnefnd Alþingis ákveðið að skoða nánar löggjöf um umhverfismál og upplýsingaskyldu stjórnvalda er snýr að mengunarmálum. Niðurstaðan hafi verið sú að kveða þyrfti skýrar á um frumkvæðis- og viðbragðsskyldu stjórnsýslustofnana í íslenskri löggjöf og um rétt almennings til þess að vernda heilsu sína og lífsgæði.S. Björn Blöndal formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.vísir/hariFram kemur í lögunum að stjórnvöld í skilningi laganna séu ríki og sveitarfélög, lögaðilar sem hefur verið falið opinbert hlutverk eða veitir almenningi opinbera þjónustu og lögaðilar sem gegna opinberu hlutverki eða veita opinbera þjónustu sem varðar umhverfið. Ljóst er að framansögðu að upplýsingaskyldan hvílir á borginni sjálfri, stofnunum borgarinnar og fyrirtækjum í hennar eigu. „Heilbrigðiseftirlitið er sá aðili sem metur hvort hætta steðji að almenningi í tilvikum sem þessum,“ segir S. Björn Blöndal í skriflegu svari við fyrirspurn um málið en hann er þar að vísa til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. S. Björn gaf ekki sjálfur kost á viðtali í dag. Kristín Lóa Ólafsdóttir heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirlitinu sagði í samtali við fréttastofu að heilbrigðiseftirlitið hafi metið það svo að ekki bæri að tilkynna um saurmengunina að eigin frumkvæði þar sem eftirlitið hafi talið að almenningi stafaði ekki hætta af þessari skólplosun við Faxaskjól. Mælingar Heilbrigðiseftirlitsins á fimmtudag leiddu í ljós að saurgerlamagn var undir viðmiðunarmörkum vestan megin við dælustöðina. Í fjörunni austan megin við stöðina var magn saurgerla yfir viðmiðunarmörkum. Fráveitudælustöðin í Faxaskjóli er í um 3,5 km fjarlægð frá Nauthólsvík sem er vinsæll baðstaður. Heilbrigðiseftirlitið áréttaði í tilkynningu í dag að engin saurmengun væri í sjónum við Nauthólsvík vegna bilunarinnar í dælustöðinni í Faxaskjóli.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira