Formaður ÍTR segir íþróttafélög þurfa að koma til móts við foreldra Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2017 21:46 Umboðsmaður barna segir börn eiga að geta stundað íþróttir óháð efnahag og hvetur íþróttafélög til að taka samtalið við foreldra til að tryggja þau réttindi. Formaður ÍTR segir íþróttafélög þurfa að koma til móts við foreldra og skoða hvort kaupa þurfi dýrasta íþróttabúnaðinn. Í fréttum Stöðvar tvö í gær var sagt frá systrum sem æfa fimleika með Fjölni en fengu ekki að keppa á fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisgallana - sem kosta fimmtíu þúsund krónur stykkið. Formaður Fjölnis sagði dýrt að vera í afrekshópi og foreldrar í vandræðum geti leitað til borgarinnar. Formaður ÍTR segir það mikinn misskilning enda séu sérstakir tómstundastyrkir eingöngu fyrir þá sem eru á sérstakri fjárhagsaðstoð hjá borginni. Hann segir öll börn eiga að geta stundað sína íþrótt óháð efnahag og borgin muni ræða við Íþróttabandalag Reykjavíkur um hvernig hægt verði að tryggja það betur. Fyrsta skrefið sé þó að taka upp þráðinn með íþróttafélaginu. „Þetta er alltaf spurning um þurfum við að kaupa dýrustu búningana eða ekki og hvað getur íþróttafélagið gert til að koma til móts við foreldrana í þessum efnum. Ég ímynda mér að búningar sem kosta 50 þúsund kall séu ekki ódýrasta lausning, og ég er ekki að tala fyrir því að við tökum alltaf það ódýrasta og lélegasta, en ég er alveg sannfærður um það að það sé hægt að gera betri díla.“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands segir engar reglur gilda um hve dýrir búningar séu - eingöngu að liðin séu í eins búningum á mótum. Fjórða hver stúlka undir átján ára aldri æfi fimleika og vilji sambandsins sé að fimleikar séu fyrir alla. „Ég held að þetta sé svolítið tækifæri fyrir okkur sem samfélag að taka þessa umræðu í íþróttum yfir höfuð, alls staðar, og kannski bara hvernig er samfélagið sem við erum búin að búa til. Viljum við hafa það svona? Það er allt í lagi að ræða það, það er allt í lagi að velta því upp og við munum klárlega gera það innan fimleikahreyfingarinnar og eiga samtalið.“ Umboðsmaður barna segir engan vafa leika á um réttindi barna. „Ég vil leggja höfuðáherslu á það að börn geti notið íþrótta og tómstunda óháð efnahag og það eru bara ein af þeim réttindum sem börn hafa.“ Margrét segir íþróttafélögin þurfa að vera vakandi fyrir þessum réttindum. „Það er mikilvægt að það sé samtal sem á sér stað innan íþróttahreyfingarinnar og við foreldrana og börnin og hvernig við getum stuðlað að því að allir geti verið með.“ Tengdar fréttir Borgin segir ummæli formanns Fjölnis um búningakaup óheppileg Formaður Fjölnis sagði fjölskyldur geta leitað til borgarinnar til þess að festa kaup á sérstökum keppnisbúningum. 16. mars 2017 13:53 Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Umboðsmaður barna segir börn eiga að geta stundað íþróttir óháð efnahag og hvetur íþróttafélög til að taka samtalið við foreldra til að tryggja þau réttindi. Formaður ÍTR segir íþróttafélög þurfa að koma til móts við foreldra og skoða hvort kaupa þurfi dýrasta íþróttabúnaðinn. Í fréttum Stöðvar tvö í gær var sagt frá systrum sem æfa fimleika með Fjölni en fengu ekki að keppa á fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisgallana - sem kosta fimmtíu þúsund krónur stykkið. Formaður Fjölnis sagði dýrt að vera í afrekshópi og foreldrar í vandræðum geti leitað til borgarinnar. Formaður ÍTR segir það mikinn misskilning enda séu sérstakir tómstundastyrkir eingöngu fyrir þá sem eru á sérstakri fjárhagsaðstoð hjá borginni. Hann segir öll börn eiga að geta stundað sína íþrótt óháð efnahag og borgin muni ræða við Íþróttabandalag Reykjavíkur um hvernig hægt verði að tryggja það betur. Fyrsta skrefið sé þó að taka upp þráðinn með íþróttafélaginu. „Þetta er alltaf spurning um þurfum við að kaupa dýrustu búningana eða ekki og hvað getur íþróttafélagið gert til að koma til móts við foreldrana í þessum efnum. Ég ímynda mér að búningar sem kosta 50 þúsund kall séu ekki ódýrasta lausning, og ég er ekki að tala fyrir því að við tökum alltaf það ódýrasta og lélegasta, en ég er alveg sannfærður um það að það sé hægt að gera betri díla.“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands segir engar reglur gilda um hve dýrir búningar séu - eingöngu að liðin séu í eins búningum á mótum. Fjórða hver stúlka undir átján ára aldri æfi fimleika og vilji sambandsins sé að fimleikar séu fyrir alla. „Ég held að þetta sé svolítið tækifæri fyrir okkur sem samfélag að taka þessa umræðu í íþróttum yfir höfuð, alls staðar, og kannski bara hvernig er samfélagið sem við erum búin að búa til. Viljum við hafa það svona? Það er allt í lagi að ræða það, það er allt í lagi að velta því upp og við munum klárlega gera það innan fimleikahreyfingarinnar og eiga samtalið.“ Umboðsmaður barna segir engan vafa leika á um réttindi barna. „Ég vil leggja höfuðáherslu á það að börn geti notið íþrótta og tómstunda óháð efnahag og það eru bara ein af þeim réttindum sem börn hafa.“ Margrét segir íþróttafélögin þurfa að vera vakandi fyrir þessum réttindum. „Það er mikilvægt að það sé samtal sem á sér stað innan íþróttahreyfingarinnar og við foreldrana og börnin og hvernig við getum stuðlað að því að allir geti verið með.“
Tengdar fréttir Borgin segir ummæli formanns Fjölnis um búningakaup óheppileg Formaður Fjölnis sagði fjölskyldur geta leitað til borgarinnar til þess að festa kaup á sérstökum keppnisbúningum. 16. mars 2017 13:53 Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Borgin segir ummæli formanns Fjölnis um búningakaup óheppileg Formaður Fjölnis sagði fjölskyldur geta leitað til borgarinnar til þess að festa kaup á sérstökum keppnisbúningum. 16. mars 2017 13:53
Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00
Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00