Umhverfisáhrif einnota kaffihylkja eins og Bónus selur gagnrýnd Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2017 11:30 Erfitt er að endurvinna einnota kaffihylki. Þau eru gjarnan úr blöndu áls og plasts og í þeim er oft lífrænn úrgangur. Vísir/AFP Einnota kaffihylki eins og þau sem Bónus selur nú eru sums staðar bönnuð. Milljarðar þeirra hafa verið framleiddir og er stór hluti þeirra urðaður eftir að þeim er hent í ruslið. Vísir sagði frá því í gær að Bónus hefði hafið sölu á hylkjum fyrir Nespresso-kaffivélar. Hylki Nespresso eru einnota og eru búin til úr áli. Flest önnur slík hylki á markaðinum eru úr plasti eða álfilmum. Mikil umræða hefur farið fram um umhverfisáhrif hylkjanna undanfarin ár enda hefur reynst erfitt að endurvinna þau.Útlæg hjá borgaryfirvöldum í HamborgYfirvöld í þýsku borginni Hamborg bönnuðu stofnunum sínum að kaupa hylki af þessu tagi, að því er kom fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um þau í fyrra. „Þessi einnota hylki valda óþarfa eyðslu á auðlindum og mynda úrgang sem inniheldur oft mengandi ál,“ sagði í skýrslu borgaryfirvalda. Nespresso, sem er hluti af svissneska Nestlé-veldinu, hefur ekki viljað gefa út hversu hátt hlutfall af notuðum hylkjum af þessu tagi er endurunnið en fyrirtækið rekur eigin endurvinnslu. Þess í stað hefur það lagt áherslu á endurvinnslugetu sína í opinberum svörum. Segist það geta endurunnið 80% notaðra hylkja. Fyrirtækið hefur jafnframt sagt að einnota hylkjunum sé ætlað að draga úr vatns- og kaffisóun og draga úr kolefnisfótspori hvers kaffibolla. Í umfjöllun The Guardian frá árinu 2015 kom fram að Nespresso hefði selt meira en 27 milljarða einnota hylkja til og með 2012.Framleiðendur hylkjanna verja þau og segja þau draga úr sóun þegar kaffi er lagað.Vísir/AFPGagnrýnt af fyrrverandi forstjóra NespressoÍ maí var greint frá því að Nespresso ætlaði að reyna að auðvelda breskum neytendum að endurvinna álhylkin vegna þrýstings umhverfisverndarsinna. Tilraunaverkefni hófst þá þar sem íbúar í hlutum London gátu fengið sérstakan poka undir notuð hylki fyrir endurvinnsluna sem yrðu svo sendir í endurvinnslustöð fyrirtækisins. Á meðal þeirra sem hafa verið gagnrýnir á Nespresso-hylkin er Jean-Paul Gaillard, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins sem hefur síðan stofnað eigið kaffifyrirtæki. „Þetta verður hörmung og það er kominn tími til að grípa til aðgerða vegna þess. Fólk ætti ekki að fórna umhverfinu fyrir þægindin,“ hafði ástralska fréttastöðin ABC eftir Gaillard í fyrra. Þar kom einnig fram að það tekur plast- og álhylkin á bilinu 150 til 500 ár að brotna niður eftir að þau hafa verið urðuð. Neytendur Tengdar fréttir Festi vill selja Nespresso hylkin 24. maí 2017 10:00 Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Einnota kaffihylki eins og þau sem Bónus selur nú eru sums staðar bönnuð. Milljarðar þeirra hafa verið framleiddir og er stór hluti þeirra urðaður eftir að þeim er hent í ruslið. Vísir sagði frá því í gær að Bónus hefði hafið sölu á hylkjum fyrir Nespresso-kaffivélar. Hylki Nespresso eru einnota og eru búin til úr áli. Flest önnur slík hylki á markaðinum eru úr plasti eða álfilmum. Mikil umræða hefur farið fram um umhverfisáhrif hylkjanna undanfarin ár enda hefur reynst erfitt að endurvinna þau.Útlæg hjá borgaryfirvöldum í HamborgYfirvöld í þýsku borginni Hamborg bönnuðu stofnunum sínum að kaupa hylki af þessu tagi, að því er kom fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um þau í fyrra. „Þessi einnota hylki valda óþarfa eyðslu á auðlindum og mynda úrgang sem inniheldur oft mengandi ál,“ sagði í skýrslu borgaryfirvalda. Nespresso, sem er hluti af svissneska Nestlé-veldinu, hefur ekki viljað gefa út hversu hátt hlutfall af notuðum hylkjum af þessu tagi er endurunnið en fyrirtækið rekur eigin endurvinnslu. Þess í stað hefur það lagt áherslu á endurvinnslugetu sína í opinberum svörum. Segist það geta endurunnið 80% notaðra hylkja. Fyrirtækið hefur jafnframt sagt að einnota hylkjunum sé ætlað að draga úr vatns- og kaffisóun og draga úr kolefnisfótspori hvers kaffibolla. Í umfjöllun The Guardian frá árinu 2015 kom fram að Nespresso hefði selt meira en 27 milljarða einnota hylkja til og með 2012.Framleiðendur hylkjanna verja þau og segja þau draga úr sóun þegar kaffi er lagað.Vísir/AFPGagnrýnt af fyrrverandi forstjóra NespressoÍ maí var greint frá því að Nespresso ætlaði að reyna að auðvelda breskum neytendum að endurvinna álhylkin vegna þrýstings umhverfisverndarsinna. Tilraunaverkefni hófst þá þar sem íbúar í hlutum London gátu fengið sérstakan poka undir notuð hylki fyrir endurvinnsluna sem yrðu svo sendir í endurvinnslustöð fyrirtækisins. Á meðal þeirra sem hafa verið gagnrýnir á Nespresso-hylkin er Jean-Paul Gaillard, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins sem hefur síðan stofnað eigið kaffifyrirtæki. „Þetta verður hörmung og það er kominn tími til að grípa til aðgerða vegna þess. Fólk ætti ekki að fórna umhverfinu fyrir þægindin,“ hafði ástralska fréttastöðin ABC eftir Gaillard í fyrra. Þar kom einnig fram að það tekur plast- og álhylkin á bilinu 150 til 500 ár að brotna niður eftir að þau hafa verið urðuð.
Neytendur Tengdar fréttir Festi vill selja Nespresso hylkin 24. maí 2017 10:00 Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56