Umhverfisáhrif einnota kaffihylkja eins og Bónus selur gagnrýnd Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2017 11:30 Erfitt er að endurvinna einnota kaffihylki. Þau eru gjarnan úr blöndu áls og plasts og í þeim er oft lífrænn úrgangur. Vísir/AFP Einnota kaffihylki eins og þau sem Bónus selur nú eru sums staðar bönnuð. Milljarðar þeirra hafa verið framleiddir og er stór hluti þeirra urðaður eftir að þeim er hent í ruslið. Vísir sagði frá því í gær að Bónus hefði hafið sölu á hylkjum fyrir Nespresso-kaffivélar. Hylki Nespresso eru einnota og eru búin til úr áli. Flest önnur slík hylki á markaðinum eru úr plasti eða álfilmum. Mikil umræða hefur farið fram um umhverfisáhrif hylkjanna undanfarin ár enda hefur reynst erfitt að endurvinna þau.Útlæg hjá borgaryfirvöldum í HamborgYfirvöld í þýsku borginni Hamborg bönnuðu stofnunum sínum að kaupa hylki af þessu tagi, að því er kom fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um þau í fyrra. „Þessi einnota hylki valda óþarfa eyðslu á auðlindum og mynda úrgang sem inniheldur oft mengandi ál,“ sagði í skýrslu borgaryfirvalda. Nespresso, sem er hluti af svissneska Nestlé-veldinu, hefur ekki viljað gefa út hversu hátt hlutfall af notuðum hylkjum af þessu tagi er endurunnið en fyrirtækið rekur eigin endurvinnslu. Þess í stað hefur það lagt áherslu á endurvinnslugetu sína í opinberum svörum. Segist það geta endurunnið 80% notaðra hylkja. Fyrirtækið hefur jafnframt sagt að einnota hylkjunum sé ætlað að draga úr vatns- og kaffisóun og draga úr kolefnisfótspori hvers kaffibolla. Í umfjöllun The Guardian frá árinu 2015 kom fram að Nespresso hefði selt meira en 27 milljarða einnota hylkja til og með 2012.Framleiðendur hylkjanna verja þau og segja þau draga úr sóun þegar kaffi er lagað.Vísir/AFPGagnrýnt af fyrrverandi forstjóra NespressoÍ maí var greint frá því að Nespresso ætlaði að reyna að auðvelda breskum neytendum að endurvinna álhylkin vegna þrýstings umhverfisverndarsinna. Tilraunaverkefni hófst þá þar sem íbúar í hlutum London gátu fengið sérstakan poka undir notuð hylki fyrir endurvinnsluna sem yrðu svo sendir í endurvinnslustöð fyrirtækisins. Á meðal þeirra sem hafa verið gagnrýnir á Nespresso-hylkin er Jean-Paul Gaillard, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins sem hefur síðan stofnað eigið kaffifyrirtæki. „Þetta verður hörmung og það er kominn tími til að grípa til aðgerða vegna þess. Fólk ætti ekki að fórna umhverfinu fyrir þægindin,“ hafði ástralska fréttastöðin ABC eftir Gaillard í fyrra. Þar kom einnig fram að það tekur plast- og álhylkin á bilinu 150 til 500 ár að brotna niður eftir að þau hafa verið urðuð. Neytendur Tengdar fréttir Festi vill selja Nespresso hylkin 24. maí 2017 10:00 Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Einnota kaffihylki eins og þau sem Bónus selur nú eru sums staðar bönnuð. Milljarðar þeirra hafa verið framleiddir og er stór hluti þeirra urðaður eftir að þeim er hent í ruslið. Vísir sagði frá því í gær að Bónus hefði hafið sölu á hylkjum fyrir Nespresso-kaffivélar. Hylki Nespresso eru einnota og eru búin til úr áli. Flest önnur slík hylki á markaðinum eru úr plasti eða álfilmum. Mikil umræða hefur farið fram um umhverfisáhrif hylkjanna undanfarin ár enda hefur reynst erfitt að endurvinna þau.Útlæg hjá borgaryfirvöldum í HamborgYfirvöld í þýsku borginni Hamborg bönnuðu stofnunum sínum að kaupa hylki af þessu tagi, að því er kom fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um þau í fyrra. „Þessi einnota hylki valda óþarfa eyðslu á auðlindum og mynda úrgang sem inniheldur oft mengandi ál,“ sagði í skýrslu borgaryfirvalda. Nespresso, sem er hluti af svissneska Nestlé-veldinu, hefur ekki viljað gefa út hversu hátt hlutfall af notuðum hylkjum af þessu tagi er endurunnið en fyrirtækið rekur eigin endurvinnslu. Þess í stað hefur það lagt áherslu á endurvinnslugetu sína í opinberum svörum. Segist það geta endurunnið 80% notaðra hylkja. Fyrirtækið hefur jafnframt sagt að einnota hylkjunum sé ætlað að draga úr vatns- og kaffisóun og draga úr kolefnisfótspori hvers kaffibolla. Í umfjöllun The Guardian frá árinu 2015 kom fram að Nespresso hefði selt meira en 27 milljarða einnota hylkja til og með 2012.Framleiðendur hylkjanna verja þau og segja þau draga úr sóun þegar kaffi er lagað.Vísir/AFPGagnrýnt af fyrrverandi forstjóra NespressoÍ maí var greint frá því að Nespresso ætlaði að reyna að auðvelda breskum neytendum að endurvinna álhylkin vegna þrýstings umhverfisverndarsinna. Tilraunaverkefni hófst þá þar sem íbúar í hlutum London gátu fengið sérstakan poka undir notuð hylki fyrir endurvinnsluna sem yrðu svo sendir í endurvinnslustöð fyrirtækisins. Á meðal þeirra sem hafa verið gagnrýnir á Nespresso-hylkin er Jean-Paul Gaillard, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins sem hefur síðan stofnað eigið kaffifyrirtæki. „Þetta verður hörmung og það er kominn tími til að grípa til aðgerða vegna þess. Fólk ætti ekki að fórna umhverfinu fyrir þægindin,“ hafði ástralska fréttastöðin ABC eftir Gaillard í fyrra. Þar kom einnig fram að það tekur plast- og álhylkin á bilinu 150 til 500 ár að brotna niður eftir að þau hafa verið urðuð.
Neytendur Tengdar fréttir Festi vill selja Nespresso hylkin 24. maí 2017 10:00 Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56