Dæmd í skilorðsbundið fangelsi fyrir að stinga mann í brjóstkassann Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2017 13:55 Dómurinn mat það svo að konan hefði ekki sýnt af sér háttsemi sem gæfi til kynna að hún ætlaði að ráða manninum bana Vísir/Stefán Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu til átján mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa stungið mann í brjóstkassa í Eskihlíð í Reykjavík 29. nóvember árið 2015. Konan var ákærð fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir sérlega hættulega líkamsárás. Konan játaði verknaðinn en mótmælti heimfærslu refsiákvæðis. Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að heimfæra brotið undir sérstaklega hættulega líkamsárás þar sem hún beitti sérstaklega hættulegu vopni við árásina, hnífi með 12,5 sentímetra löngu blaði. Dómurinn mat það svo að konan hefði ekki sýnt af sér háttsemi sem gæfi til kynna að hún ætlaði að ráða manninum bana, og var því ekki dæmd fyrir tilraun til manndráps.Stakk manninn hægra megin í brjóstkassa Konan stakk manninn hægra megin í brjóstkassa með þeim afleiðingum að hann hlaut um eins sentímetra breitt stungusár í þriðja rifjabil á miðjum hægri hluta brjóstkassa, loftbrjóst hægra megin, áverka á hægra lunga sem náði tæpa fimm sentímetra inn í lungað, blæðingu í brjósthol hægra megin og loft í húð í hægri brjóstvegg. Dómurinn minntist á að samkvæmt áverkavottorði kallaði áverki mannsins ekki á aðkomu brjóstholskurðlækna, heldur var sárinu lokað með saumi. Var stungan hægra megin í brjóst mannsins og áverkarnir þar af leiðandi ekki það miklir að þeir kölluðu á bráðaaðgerð. Samkvæmt læknisvottorði sérfræðilæknis á bráðamóttöku kom maðurinn á slysadeild í fylgd lögreglu og í handjárnum. Var hann æstur og hafði hátt.Lýsti mikilli vanlíðan, kvíða og depurð Á meðal gagna málsins var vottorð frá lækni varðandi konuna. Í því kom meðal annars fram að árásin hefði verið framin nokkrum mánuðum áður en læknirinn hafði hitt hana. Konan hafði lýst fyrir honum margra ára vanda með vanlíðan, kvíða og depurð, sem og skapsveiflum og miklum erfiðleikum við reiðistjórnun með átökum við annað fólk og sjálfsskaðlega hegðun. Miðað við sögu konunnar hafi hún verið í ójafnvægi þegar árásin átti sér stað en ekkert sé í sögu hennar sem bendi til geðrofs.Ekki litið til sakaferils konunnar Ekki var litið til sakaferils konunnar, sem er fædd árið 1995, við ákvörðun refsingar. Við ákvörðunina var litið til þess að hún játaði greiðlega háttsemi sína. Þá var einnig nokkuð liðið síðan brotið var framið þegar dómurinn var kveðinn og konunni ekki kennt um þann drátt. Með hliðsjón af því var refsing ákveðin átján mánaða fangelsisrefsing en fresta skal fullnustu hennar og fellur hún niður að liðnum tveimur árum haldi konan skilorði. Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu til átján mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa stungið mann í brjóstkassa í Eskihlíð í Reykjavík 29. nóvember árið 2015. Konan var ákærð fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir sérlega hættulega líkamsárás. Konan játaði verknaðinn en mótmælti heimfærslu refsiákvæðis. Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að heimfæra brotið undir sérstaklega hættulega líkamsárás þar sem hún beitti sérstaklega hættulegu vopni við árásina, hnífi með 12,5 sentímetra löngu blaði. Dómurinn mat það svo að konan hefði ekki sýnt af sér háttsemi sem gæfi til kynna að hún ætlaði að ráða manninum bana, og var því ekki dæmd fyrir tilraun til manndráps.Stakk manninn hægra megin í brjóstkassa Konan stakk manninn hægra megin í brjóstkassa með þeim afleiðingum að hann hlaut um eins sentímetra breitt stungusár í þriðja rifjabil á miðjum hægri hluta brjóstkassa, loftbrjóst hægra megin, áverka á hægra lunga sem náði tæpa fimm sentímetra inn í lungað, blæðingu í brjósthol hægra megin og loft í húð í hægri brjóstvegg. Dómurinn minntist á að samkvæmt áverkavottorði kallaði áverki mannsins ekki á aðkomu brjóstholskurðlækna, heldur var sárinu lokað með saumi. Var stungan hægra megin í brjóst mannsins og áverkarnir þar af leiðandi ekki það miklir að þeir kölluðu á bráðaaðgerð. Samkvæmt læknisvottorði sérfræðilæknis á bráðamóttöku kom maðurinn á slysadeild í fylgd lögreglu og í handjárnum. Var hann æstur og hafði hátt.Lýsti mikilli vanlíðan, kvíða og depurð Á meðal gagna málsins var vottorð frá lækni varðandi konuna. Í því kom meðal annars fram að árásin hefði verið framin nokkrum mánuðum áður en læknirinn hafði hitt hana. Konan hafði lýst fyrir honum margra ára vanda með vanlíðan, kvíða og depurð, sem og skapsveiflum og miklum erfiðleikum við reiðistjórnun með átökum við annað fólk og sjálfsskaðlega hegðun. Miðað við sögu konunnar hafi hún verið í ójafnvægi þegar árásin átti sér stað en ekkert sé í sögu hennar sem bendi til geðrofs.Ekki litið til sakaferils konunnar Ekki var litið til sakaferils konunnar, sem er fædd árið 1995, við ákvörðun refsingar. Við ákvörðunina var litið til þess að hún játaði greiðlega háttsemi sína. Þá var einnig nokkuð liðið síðan brotið var framið þegar dómurinn var kveðinn og konunni ekki kennt um þann drátt. Með hliðsjón af því var refsing ákveðin átján mánaða fangelsisrefsing en fresta skal fullnustu hennar og fellur hún niður að liðnum tveimur árum haldi konan skilorði.
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira