Borgin gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2017 15:39 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningunni áætlunina gera ráð fyrir sókn á öllum sviðum en einkum sé það þrennt sem einkenni áætlunina fyrir árið 2018. Mynd: Reykjavíkurborg Árið 2018 er áætluð rekstrarniðurstaða borgarsjóðs Reykjavíkur jákvæð um 3,4 milljarða króna. Þetta kemur fram í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 sem var lögð fyrir borgarstjórn í dag ásamt fimm ára áætlun fyrir árin 2018 – 2022. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um þessa áætlun kemur fram að jafnvægi sé í rekstri borgarinnar, bæði hjá fyrirtækjum hennar og í rekstri A-hluta.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriVísir/Anton BrinkGera ráð fyrir sókn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningunni áætlunina gera ráð fyrir sókn á öllum sviðum en einkum sé það þrennt sem einkenni áætlunina fyrir árið 2018. „Í fyrsta lagi erum við að sækja verulega fram í skólamálum og velferðarmálum. Í öðru lagi þá ráðumst við í fjárfestingar fyrir 18 milljarða á næsta ári, með sérstaka áherslu á götur, stíga og íþróttamannvirki. Í þriðja lagi höldum við áfram sókn okkar í húsnæðismálum en alls fara 69 milljarðar til húsnæðismála á næstu fimm árum í Reykjavík. Við þetta má bæta að við erum um leið að lækka fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði um 10% eða úr 0,2% í 0,18% ásamt sérstökum afsláttum fyrir aldraða og öryrkja,” er haft eftir Degi í tilkynningunni. Uppbygging innviða er sögð styðja við íbúðauppbyggingu með gerð gatna, torga, almenningssvæða og hjólastíga en einnig annarra samfélagslegra innviða. Stærstu verkefnin eru í Úlfarsárdal þar sem skóli, íþróttahús og sundlaug rísa. Í Breiðholti verður einnig byggt íþróttahús, knatthús og fimleikahús á næstu árum. Félagsbústaðir ráðgera umtalsverða fjölgun félagslegra íbúða í eignasafni sínu á tímabilinu. Þá er gert ráð fyrir fjármagni til Borgarlínu, alls 4,7 milljörðum á næstu fimm árum. Rekstrarniðurstaða fyrir samstæðu Reykjavíkurborgar árið 2018 er áætluð um 17,2 milljarðar. Góður afgangur er einkum rakin til A-hluta, Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaða hf. vegna matsbreytinga fjárfestingaeigna félagsins. Þá er gert ráð fyrir batnandi afkomu á áætlunartímabilinu 2018- 2022.Halldór Halldórsson er núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.VísirSegir áhyggjuefni að borgin nái ekki meiri árangri Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í orðsendingu til fjölmiðla vegna málsins að mikil tekjuaukning hafi orðið hjá sveitarfélögum, nema hjá þeim sem eru tengdust sjávarútvegi, og Reykjavíkurborg fari ekki varahluta af þeirri tekjuþróun. Hann bendir á að skuldi og skuldbindingar A-hluta fari úr 83,7 milljörðum króna árið 2016 í 107,6 milljarða króna. Segir hann að ef áætlanir standist muni skuldirnar hækka um 28,6 prósent frá árinu 2016 til ársins 2018. Halldór segir það vera áhyggjuefni að nú þegar hagsveiflan í samfélaginu sé að nálgast toppinn þá sé Reykjavíkurborg ekki að ná betri árangri en 9,4 prósentum í veltufé frá rekstri þegar sveitarfélögin í landinu eru að að meðaltali í 12 prósenta veltufé frá rekstri, skuldir hækki um átta milljarða á milli áranna 2017 og 2018 og á samstæðu um 16,4 milljarða á milli ára. Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Árið 2018 er áætluð rekstrarniðurstaða borgarsjóðs Reykjavíkur jákvæð um 3,4 milljarða króna. Þetta kemur fram í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 sem var lögð fyrir borgarstjórn í dag ásamt fimm ára áætlun fyrir árin 2018 – 2022. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um þessa áætlun kemur fram að jafnvægi sé í rekstri borgarinnar, bæði hjá fyrirtækjum hennar og í rekstri A-hluta.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriVísir/Anton BrinkGera ráð fyrir sókn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningunni áætlunina gera ráð fyrir sókn á öllum sviðum en einkum sé það þrennt sem einkenni áætlunina fyrir árið 2018. „Í fyrsta lagi erum við að sækja verulega fram í skólamálum og velferðarmálum. Í öðru lagi þá ráðumst við í fjárfestingar fyrir 18 milljarða á næsta ári, með sérstaka áherslu á götur, stíga og íþróttamannvirki. Í þriðja lagi höldum við áfram sókn okkar í húsnæðismálum en alls fara 69 milljarðar til húsnæðismála á næstu fimm árum í Reykjavík. Við þetta má bæta að við erum um leið að lækka fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði um 10% eða úr 0,2% í 0,18% ásamt sérstökum afsláttum fyrir aldraða og öryrkja,” er haft eftir Degi í tilkynningunni. Uppbygging innviða er sögð styðja við íbúðauppbyggingu með gerð gatna, torga, almenningssvæða og hjólastíga en einnig annarra samfélagslegra innviða. Stærstu verkefnin eru í Úlfarsárdal þar sem skóli, íþróttahús og sundlaug rísa. Í Breiðholti verður einnig byggt íþróttahús, knatthús og fimleikahús á næstu árum. Félagsbústaðir ráðgera umtalsverða fjölgun félagslegra íbúða í eignasafni sínu á tímabilinu. Þá er gert ráð fyrir fjármagni til Borgarlínu, alls 4,7 milljörðum á næstu fimm árum. Rekstrarniðurstaða fyrir samstæðu Reykjavíkurborgar árið 2018 er áætluð um 17,2 milljarðar. Góður afgangur er einkum rakin til A-hluta, Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaða hf. vegna matsbreytinga fjárfestingaeigna félagsins. Þá er gert ráð fyrir batnandi afkomu á áætlunartímabilinu 2018- 2022.Halldór Halldórsson er núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.VísirSegir áhyggjuefni að borgin nái ekki meiri árangri Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í orðsendingu til fjölmiðla vegna málsins að mikil tekjuaukning hafi orðið hjá sveitarfélögum, nema hjá þeim sem eru tengdust sjávarútvegi, og Reykjavíkurborg fari ekki varahluta af þeirri tekjuþróun. Hann bendir á að skuldi og skuldbindingar A-hluta fari úr 83,7 milljörðum króna árið 2016 í 107,6 milljarða króna. Segir hann að ef áætlanir standist muni skuldirnar hækka um 28,6 prósent frá árinu 2016 til ársins 2018. Halldór segir það vera áhyggjuefni að nú þegar hagsveiflan í samfélaginu sé að nálgast toppinn þá sé Reykjavíkurborg ekki að ná betri árangri en 9,4 prósentum í veltufé frá rekstri þegar sveitarfélögin í landinu eru að að meðaltali í 12 prósenta veltufé frá rekstri, skuldir hækki um átta milljarða á milli áranna 2017 og 2018 og á samstæðu um 16,4 milljarða á milli ára.
Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira