Karitas Harpa opnar sig um neikvæða líkamsímynd: „Getum við hætt að setja óraunhæfar væntingar og staðalímyndir?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 23:00 Karitas Harpa Davíðsdóttir var aðeins sex ára þegar hún var byrjuð að óttast þyngdaraukningu. Myndir/Laufey Ósk Magnúsdóttir „Á öllum tímabilum sem ég minnist hef ég átt við einhverskonar neikvæða líkamsímynd að stríða og ég er einungis orðin 26 ára,“ skrifaði söngkonan Karitas Harpa Davíðsdóttir í einlægum pistli á Instagram í kvöld. Þar opnar hún sig meðal annars um baráttu við neikvæða líkamsímynd, átröskun og fleira. Með pistlinum birti Karitas Harpa myndir af sér sem ljósmyndarinn Laufey Ósk Magnúsdóttir tók af henni í vikunni. Myndirnar eru birtar hér með góðfúslegu leyfi þeirra beggja. „Ég var að koma heim frá útlöndum eftir að vera í 10 daga úti. Ég fann það á ferðalaginu að sum föt voru aðeins farin að þrengjast, eins og gerist oft þegar maður fer í frí,“ sagði Karitas Harpa í samtali við Vísi í kvöld um ástæðu þess að hún birti myndirnar og pistilinn. „Þetta hefur ekki verið mikið, svona tvö til þrjú kíló. Það böggaði mig bara svo svakalega mikið hvað ég var að leyfa því að komast í hausinn á mér, hvað ég var að leyfa því að hafa áhrif á mig.“ Þegar Karitas Harpa kom heim byrjaði hún að skrifa hjá sér hugsanirnar. „Það var þá sem ég áttað mig á því að það er alltaf eitthvað. Þetta hefur ekkert alltaf verið það sama og ég er alls ekki að segja að mér hafi alltaf fundist ég ómöguleg en það hefur samt alltaf verið eitthvað sem að gerði sjálfsmyndina neikvæða. Á öllum tímabilum í lífi mínu hef ég haft neikvæða líkamsímynd, haft eitthvað út á að setja.“Karitas Harpa er vinsæl á Instagram og Snapchat undir notendanafninu karitasharpaMynd/Laufey Ósk MagnúsdóttirSlit eru ekki tabúKaritas Harpa hefur mjög mikið unnið í sjálfri sér og þegar hún fann fyrir þessum hugsunum núna ákvað hún að skora á sig. „Ég vil ekki leyfa líkamsruglinu að ná stjórn á mér, ég vil stjórna þessu. Ég talaði því við ljósmyndara hérna á Selfossi og sagði henni hvað væri að brjótast um í hausnum á mér.“ Laufeyju Ósk fannst hugmyndin góð og tóku þær myndirnar nokkrum dögum seinna. „Mér langaði bara að koma þessu frá mér og ögra mér og ögra þessu. Við erum bara mannleg og venjuleg, erum öll með líkama. Slit eru ekkert tabú.“ Karitas Harpa hefur fengið frábær viðbrögð og átti alls ekki von á því, sérstaklega ekki svona fljótt. „Ég hef mikið unnið með unglingum síðustu ár og man sjálf hvernig það var að vera unglingur, mér fannst þetta mjög erfiður tími. Því nýti ég alltaf tækifærin sem gefast til þess að predika það að vera sáttur með sjálfan sig, maður á bara eitt líf. Ég var að syngja í gær á minningartónleikum fyrir fimm ára stelpu sem lést skyndilega vegna veikinda, maður veit aldrei. Af hverju að eyða tíma í hvað má fara betur í stað þess að vera bara sáttur við sig.“Aldrei laus við hugsanirnar Eftir sumar í Bandaríkjunum á unglingsárum hafði kunningi móður Karitasar Hörpu orð á því að hún hefði fitnað í útlöndum. Hún var verst af sinni átröskun nokkrum árum síðar, í kringum tvítugt. „Það sat rosalega í mér og hefur alltaf gert. Ég fór á fullu í þjálfun, þetta var algjört skólabókar dæmi. Byrjaði að fara ótrúlega mikið í ræktina, fór svo að „kötta“ hluti úr mataræðinu. Svo var ég í ofþjálfun að borða allt of lítið en svo fór þetta í átlotur. Ég var verst um 20 ára, þá leitaði ég mér aðstoðar.“ Karitas Harpa segir að hún muni aldrei verða algjörlega laus við þessar neikvæðu hugsanir. „Ég hef alveg tök á þessu en hugsanirnar koma alveg upp. Ég veit ekki hvort ég losni einhvern tíman alveg við þessar hugsanir, þær eru alltaf til staðar og vissir hlutir geta „triggerað“ það. Þetta er samt ekki ég, þetta er bara hluti af því sem hef farið í gegnum.“ Í pistli sínum segir Karitas Harpa að hún hafi verið aðeins sex ára gömul þegar hún hafi byrjað að hræðast það að verða feit þegar hún yrði stór. Um tvítugt var hún komin með alvarlega átröskun. Hún birti pistilinn sem áminningu fyrir bæði stúlkur og stráka að reyna að vera sátt í eigin skinni. Mynd/Laufey Ósk MagnúsdóttirHér fyrir neðan má lesa pistil Karitasar Hörpu í heild sinni:6 ára - hræddist það að verða feit þegar ég yrði stór. 10 ára - fannst ég of herðabreið og "strákaleg" sökum fimleika.14 ára - allar stelpurnar að fá brjóst og mjaðmir en ég var flöt og dreymdi um að passa í brjóstarhaldara.16 ára - tók ég út kynþroska hratt og fylgdu viðeigandi slit í kjölfar þess - ég taldi heim minn vera að hrynja.18 ára - sumar í USA og þyngdist, kom heim og hóf mína fyrstu megrun af mörgum sem leiddi til...20 ára - ofþjálfunar og þyngdartaps sem varð að áráttu, röskun.21 árs - kastandi upp eftir hverja máltíð.23 ára - ólétt en hræddist fátt meira en að fara í vigtanir hjá ljósmóður því ég gat ekki hugsað mér að þyngjast.Á öllum tímabilum sem ég minnist hef ég átt við einhverskonar neikvæða líkamsímynd að stríða og ég er einungis orðin 26 ára.Vinkona sagði mér sorgmædd frá 10-15 kíló aukningu en það sem syrgði hana mest var hvað hún sá sig alltaf "eins" í speglinum, það væri ekki fyrr en eftir á sem hún sæi muninn, aldrei sátt, aldrei nóg, vildi alltaf meira.Það sem syrgir mig er hvað ég tengi. Er nokkuð viss um að allir tengi, hafa tengt eða munu tengja á einhvern hátt á lífsleið sinni.Við þurfum að hætta að bera fólk saman, dæma og meta fólk útlitslega sem persónur út frá því heldur meta fólk sem persónur út frá persónunni, getum við hætt að setja óraunhæfar væntingar og staðalímyndir?26 ára - hætt að stíga á vigtina, hún er ekki vinur minn, náð tökum á minni átröskum og vinn í þvi daglega að meta mig sem manneskju þrátt fyrir að vera mötuð stanslausum samanburði allsstaðar í kringum mig. Reyni að fara út fyrir þægindaramma minn (td þessi myndatöka) Er að læra að elska litlu signu brjóstin mín sem fæddu barnið mitt í 10 mánuði, slitin á skrokk mínum sem sýna þann þroska sem ég hef tekið út, breiðu herðarnar sem bera áhyggjur mínar og halda höfði mínu uppi, örin mín sem bera með sér minningar og tímabil, andleg og líkamleg. Ég er ég útaf þessum hlutum og allir þessir hlutir eru útaf mér.Stundum er ég stærri, stundum er ég minni en alltaf Karitas Harpa, mamma, dóttir, systir, vinkona sem geri mitt besta daglega til að vera góð manneskja og fyrirmynd, vera sjálfri mér "nóg” óháð líkamsástandi. Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
„Á öllum tímabilum sem ég minnist hef ég átt við einhverskonar neikvæða líkamsímynd að stríða og ég er einungis orðin 26 ára,“ skrifaði söngkonan Karitas Harpa Davíðsdóttir í einlægum pistli á Instagram í kvöld. Þar opnar hún sig meðal annars um baráttu við neikvæða líkamsímynd, átröskun og fleira. Með pistlinum birti Karitas Harpa myndir af sér sem ljósmyndarinn Laufey Ósk Magnúsdóttir tók af henni í vikunni. Myndirnar eru birtar hér með góðfúslegu leyfi þeirra beggja. „Ég var að koma heim frá útlöndum eftir að vera í 10 daga úti. Ég fann það á ferðalaginu að sum föt voru aðeins farin að þrengjast, eins og gerist oft þegar maður fer í frí,“ sagði Karitas Harpa í samtali við Vísi í kvöld um ástæðu þess að hún birti myndirnar og pistilinn. „Þetta hefur ekki verið mikið, svona tvö til þrjú kíló. Það böggaði mig bara svo svakalega mikið hvað ég var að leyfa því að komast í hausinn á mér, hvað ég var að leyfa því að hafa áhrif á mig.“ Þegar Karitas Harpa kom heim byrjaði hún að skrifa hjá sér hugsanirnar. „Það var þá sem ég áttað mig á því að það er alltaf eitthvað. Þetta hefur ekkert alltaf verið það sama og ég er alls ekki að segja að mér hafi alltaf fundist ég ómöguleg en það hefur samt alltaf verið eitthvað sem að gerði sjálfsmyndina neikvæða. Á öllum tímabilum í lífi mínu hef ég haft neikvæða líkamsímynd, haft eitthvað út á að setja.“Karitas Harpa er vinsæl á Instagram og Snapchat undir notendanafninu karitasharpaMynd/Laufey Ósk MagnúsdóttirSlit eru ekki tabúKaritas Harpa hefur mjög mikið unnið í sjálfri sér og þegar hún fann fyrir þessum hugsunum núna ákvað hún að skora á sig. „Ég vil ekki leyfa líkamsruglinu að ná stjórn á mér, ég vil stjórna þessu. Ég talaði því við ljósmyndara hérna á Selfossi og sagði henni hvað væri að brjótast um í hausnum á mér.“ Laufeyju Ósk fannst hugmyndin góð og tóku þær myndirnar nokkrum dögum seinna. „Mér langaði bara að koma þessu frá mér og ögra mér og ögra þessu. Við erum bara mannleg og venjuleg, erum öll með líkama. Slit eru ekkert tabú.“ Karitas Harpa hefur fengið frábær viðbrögð og átti alls ekki von á því, sérstaklega ekki svona fljótt. „Ég hef mikið unnið með unglingum síðustu ár og man sjálf hvernig það var að vera unglingur, mér fannst þetta mjög erfiður tími. Því nýti ég alltaf tækifærin sem gefast til þess að predika það að vera sáttur með sjálfan sig, maður á bara eitt líf. Ég var að syngja í gær á minningartónleikum fyrir fimm ára stelpu sem lést skyndilega vegna veikinda, maður veit aldrei. Af hverju að eyða tíma í hvað má fara betur í stað þess að vera bara sáttur við sig.“Aldrei laus við hugsanirnar Eftir sumar í Bandaríkjunum á unglingsárum hafði kunningi móður Karitasar Hörpu orð á því að hún hefði fitnað í útlöndum. Hún var verst af sinni átröskun nokkrum árum síðar, í kringum tvítugt. „Það sat rosalega í mér og hefur alltaf gert. Ég fór á fullu í þjálfun, þetta var algjört skólabókar dæmi. Byrjaði að fara ótrúlega mikið í ræktina, fór svo að „kötta“ hluti úr mataræðinu. Svo var ég í ofþjálfun að borða allt of lítið en svo fór þetta í átlotur. Ég var verst um 20 ára, þá leitaði ég mér aðstoðar.“ Karitas Harpa segir að hún muni aldrei verða algjörlega laus við þessar neikvæðu hugsanir. „Ég hef alveg tök á þessu en hugsanirnar koma alveg upp. Ég veit ekki hvort ég losni einhvern tíman alveg við þessar hugsanir, þær eru alltaf til staðar og vissir hlutir geta „triggerað“ það. Þetta er samt ekki ég, þetta er bara hluti af því sem hef farið í gegnum.“ Í pistli sínum segir Karitas Harpa að hún hafi verið aðeins sex ára gömul þegar hún hafi byrjað að hræðast það að verða feit þegar hún yrði stór. Um tvítugt var hún komin með alvarlega átröskun. Hún birti pistilinn sem áminningu fyrir bæði stúlkur og stráka að reyna að vera sátt í eigin skinni. Mynd/Laufey Ósk MagnúsdóttirHér fyrir neðan má lesa pistil Karitasar Hörpu í heild sinni:6 ára - hræddist það að verða feit þegar ég yrði stór. 10 ára - fannst ég of herðabreið og "strákaleg" sökum fimleika.14 ára - allar stelpurnar að fá brjóst og mjaðmir en ég var flöt og dreymdi um að passa í brjóstarhaldara.16 ára - tók ég út kynþroska hratt og fylgdu viðeigandi slit í kjölfar þess - ég taldi heim minn vera að hrynja.18 ára - sumar í USA og þyngdist, kom heim og hóf mína fyrstu megrun af mörgum sem leiddi til...20 ára - ofþjálfunar og þyngdartaps sem varð að áráttu, röskun.21 árs - kastandi upp eftir hverja máltíð.23 ára - ólétt en hræddist fátt meira en að fara í vigtanir hjá ljósmóður því ég gat ekki hugsað mér að þyngjast.Á öllum tímabilum sem ég minnist hef ég átt við einhverskonar neikvæða líkamsímynd að stríða og ég er einungis orðin 26 ára.Vinkona sagði mér sorgmædd frá 10-15 kíló aukningu en það sem syrgði hana mest var hvað hún sá sig alltaf "eins" í speglinum, það væri ekki fyrr en eftir á sem hún sæi muninn, aldrei sátt, aldrei nóg, vildi alltaf meira.Það sem syrgir mig er hvað ég tengi. Er nokkuð viss um að allir tengi, hafa tengt eða munu tengja á einhvern hátt á lífsleið sinni.Við þurfum að hætta að bera fólk saman, dæma og meta fólk útlitslega sem persónur út frá því heldur meta fólk sem persónur út frá persónunni, getum við hætt að setja óraunhæfar væntingar og staðalímyndir?26 ára - hætt að stíga á vigtina, hún er ekki vinur minn, náð tökum á minni átröskum og vinn í þvi daglega að meta mig sem manneskju þrátt fyrir að vera mötuð stanslausum samanburði allsstaðar í kringum mig. Reyni að fara út fyrir þægindaramma minn (td þessi myndatöka) Er að læra að elska litlu signu brjóstin mín sem fæddu barnið mitt í 10 mánuði, slitin á skrokk mínum sem sýna þann þroska sem ég hef tekið út, breiðu herðarnar sem bera áhyggjur mínar og halda höfði mínu uppi, örin mín sem bera með sér minningar og tímabil, andleg og líkamleg. Ég er ég útaf þessum hlutum og allir þessir hlutir eru útaf mér.Stundum er ég stærri, stundum er ég minni en alltaf Karitas Harpa, mamma, dóttir, systir, vinkona sem geri mitt besta daglega til að vera góð manneskja og fyrirmynd, vera sjálfri mér "nóg” óháð líkamsástandi.
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira