Braust inn og makaði blóði á veggina Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. maí 2017 19:02 Maðurinn var sakfelldur fyrir húsbrot, þjófnaði, tilraun til ráns, hylmingu og fíkniefnalagabrot. Vísir/GVA Karlmaður á þrítugsaldri, Baldur Kolbeinsson, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir fjölmörg brot; húsbrot, þjófnaði, tilraun til ráns, hylmingu og fíkniefnalagabrot. Afbrotin voru ellefu talsins en maðurinn á talsverðan sakaferil að baki.Veittist að erlendum ferðamanni og tók töskuna hans Baldri var meðal annars gefið að sök að hafa ráðist á erlendan ferðamann á BSÍ í Reykjavík í febrúar síðastliðnum, tekið af honum töskuna og neitað að skila henni nema gegn greiðslu. Hann var sagður hafa tekið ferðamanninn haustaki og hrint honum í jörðina. Þá hafi hann reynt að taka fimm þúsund króna seðil sem ferðamaðurinn var að taka út úr hraðbanka.Fram kom í tilkynningu frá lögreglu þennan dag að ferðamaðurinn hafi fundið til í höfði og verið ringlaður, en ekki með sjáanlega áverka.Makaði blóði á veggina Þá var Baldur sakfelldur fyrir húsbrot með því að hafa, ásamt öðrum manni í febrúar, farið inn í mannlausa íbúð að Maríubakka í Breiðholti og makað blóði á veggi hennar. Sömuleiðis hafi hann spennt upp glugga að íbúð við Grettisgötu og stolið þaðan Apple fartölvu, Samsung spjaldtölvu, GoPro tösku, tvennum heyrnartólum, dagbók, lyfjum og hníf en munirnir fundust í fórum mannsins við handtöku. Baldur var sakfelldur fyrir ýmis önnur brot og játaði hann þau öll skýlaust. Hann hefur tólf sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni frá árinu 2007, en hann er fæddur árið 1990. Tengdar fréttir Veittist að ferðamanni á BSÍ og tók töskuna hans Karlmaður í annarlegu ástandi tók erlendan ferðamann haustaki og hrinti honum í jörðina um klukkan hálf sjö á BSÍ í gærkvöldi. 17. febrúar 2017 07:38 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri, Baldur Kolbeinsson, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir fjölmörg brot; húsbrot, þjófnaði, tilraun til ráns, hylmingu og fíkniefnalagabrot. Afbrotin voru ellefu talsins en maðurinn á talsverðan sakaferil að baki.Veittist að erlendum ferðamanni og tók töskuna hans Baldri var meðal annars gefið að sök að hafa ráðist á erlendan ferðamann á BSÍ í Reykjavík í febrúar síðastliðnum, tekið af honum töskuna og neitað að skila henni nema gegn greiðslu. Hann var sagður hafa tekið ferðamanninn haustaki og hrint honum í jörðina. Þá hafi hann reynt að taka fimm þúsund króna seðil sem ferðamaðurinn var að taka út úr hraðbanka.Fram kom í tilkynningu frá lögreglu þennan dag að ferðamaðurinn hafi fundið til í höfði og verið ringlaður, en ekki með sjáanlega áverka.Makaði blóði á veggina Þá var Baldur sakfelldur fyrir húsbrot með því að hafa, ásamt öðrum manni í febrúar, farið inn í mannlausa íbúð að Maríubakka í Breiðholti og makað blóði á veggi hennar. Sömuleiðis hafi hann spennt upp glugga að íbúð við Grettisgötu og stolið þaðan Apple fartölvu, Samsung spjaldtölvu, GoPro tösku, tvennum heyrnartólum, dagbók, lyfjum og hníf en munirnir fundust í fórum mannsins við handtöku. Baldur var sakfelldur fyrir ýmis önnur brot og játaði hann þau öll skýlaust. Hann hefur tólf sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni frá árinu 2007, en hann er fæddur árið 1990.
Tengdar fréttir Veittist að ferðamanni á BSÍ og tók töskuna hans Karlmaður í annarlegu ástandi tók erlendan ferðamann haustaki og hrinti honum í jörðina um klukkan hálf sjö á BSÍ í gærkvöldi. 17. febrúar 2017 07:38 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Veittist að ferðamanni á BSÍ og tók töskuna hans Karlmaður í annarlegu ástandi tók erlendan ferðamann haustaki og hrinti honum í jörðina um klukkan hálf sjö á BSÍ í gærkvöldi. 17. febrúar 2017 07:38