Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2017 14:30 Sigmundur Davíð mun sjálfur greiða atkvæði á Akureyri klukkan 16 í dag. Vísir/anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum þannig að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. „En þetta er búinn að vera gríðarlega skemmtilegur tími og nú þegar kjördagur er runninn upp, bjartur og fagur, þá ætla ég að leyfa mér að vera hóflega bjartsýnn.“ Sigmundur Davíð mun sjálfur greiða atkvæði á Akureyri klukkan 16 í dag. Um kosningabaráttuna segir hann að auðvitað hafi hann verið til í að ræða meira um kosningamálin. „Bera stefnumálin saman, gefa kjósendum meiri kost á að bera saman það sem flokkarnir eru að boða. En það er erfitt að stýra því. Það koma upp hlutir og ég tala nú ekki um þegar þetta gerist með svona skömmum fyrirvara þá getur það verið mjög erfitt að hafa mikla og djúpa umræðu um stefnuna. Ég held hins vegar að síðustu daga hafi umræðan um málefnin aukist og það er mjög gott.“ Erlendir fjölmiðlar hafa margir fjallað um íslensku þingkosningarnar í miðlum sínum í dag og síðustu daga og þar er oft dregin upp frekar ófögur mynd af stjórnmálunum hér á landi.Grein New York Times og grein pistlahöfundar Aftonbladet.New York Times birtir grein með mynd af Sigmundi með fyrirsögninni „Ísland gengur til kosninga í skugga hneykslismála, andstyggðar og vantrausts“. Í greininni líkir fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson Sigmund Davíð við Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann sé með hóp stuðningsmanna sem myndu kjósa hann sama hvað. Þá birtir fastur pistlahöfundur sænska Aftonbladet pistil í dag með mynd af Sigmundi og Bjarna Benediktssyni og fyrirsögninni „Norður-Kórea Norðurlanda?“. Aðspurður um hvað honum finnist um þessa umfjöllun erlendra segist Sigmundur ekki hafa náð að fylgjast nógu vel með erlendu fjölmiðlunum síðustu daga. Hann hafi verið að einbeita sér að Íslandi. „En ég held að í þessu tilviki þá komi þetta eins og svo oft áður að miklu leyti héðan frá Íslandi. Mér finnst mjög dapurlegt þegar Íslendingar eru að nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu. Það má vitna í Winston Churchill sem sagði: „Ég legg það ekki í vana minn að gagnrýna mín eigin stjórnvöld erlendis, en ég bæti upp fyrir það þegar ég kem heim.“ Það mættu sumir hafa það til hliðsjónar,“ segir Sigmundur Davíð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum þannig að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. „En þetta er búinn að vera gríðarlega skemmtilegur tími og nú þegar kjördagur er runninn upp, bjartur og fagur, þá ætla ég að leyfa mér að vera hóflega bjartsýnn.“ Sigmundur Davíð mun sjálfur greiða atkvæði á Akureyri klukkan 16 í dag. Um kosningabaráttuna segir hann að auðvitað hafi hann verið til í að ræða meira um kosningamálin. „Bera stefnumálin saman, gefa kjósendum meiri kost á að bera saman það sem flokkarnir eru að boða. En það er erfitt að stýra því. Það koma upp hlutir og ég tala nú ekki um þegar þetta gerist með svona skömmum fyrirvara þá getur það verið mjög erfitt að hafa mikla og djúpa umræðu um stefnuna. Ég held hins vegar að síðustu daga hafi umræðan um málefnin aukist og það er mjög gott.“ Erlendir fjölmiðlar hafa margir fjallað um íslensku þingkosningarnar í miðlum sínum í dag og síðustu daga og þar er oft dregin upp frekar ófögur mynd af stjórnmálunum hér á landi.Grein New York Times og grein pistlahöfundar Aftonbladet.New York Times birtir grein með mynd af Sigmundi með fyrirsögninni „Ísland gengur til kosninga í skugga hneykslismála, andstyggðar og vantrausts“. Í greininni líkir fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson Sigmund Davíð við Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann sé með hóp stuðningsmanna sem myndu kjósa hann sama hvað. Þá birtir fastur pistlahöfundur sænska Aftonbladet pistil í dag með mynd af Sigmundi og Bjarna Benediktssyni og fyrirsögninni „Norður-Kórea Norðurlanda?“. Aðspurður um hvað honum finnist um þessa umfjöllun erlendra segist Sigmundur ekki hafa náð að fylgjast nógu vel með erlendu fjölmiðlunum síðustu daga. Hann hafi verið að einbeita sér að Íslandi. „En ég held að í þessu tilviki þá komi þetta eins og svo oft áður að miklu leyti héðan frá Íslandi. Mér finnst mjög dapurlegt þegar Íslendingar eru að nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu. Það má vitna í Winston Churchill sem sagði: „Ég legg það ekki í vana minn að gagnrýna mín eigin stjórnvöld erlendis, en ég bæti upp fyrir það þegar ég kem heim.“ Það mættu sumir hafa það til hliðsjónar,“ segir Sigmundur Davíð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36