Innlent

Buðu upp á brauðtertu með frönskum í kosningakaffinu

Hersir Aron Ólafsson skrifar
Rjómatertur, loforðasúpa og hríseysk brauðterta með frönskum. Þetta var meðal þess sem finna mátti þegar flokkarnir héldu kosningakaffi víða á höfuðborgarsvæðinu í dag. Hugur var í stuðningsmönnum Framsóknarflokksins, Flokks fólksins og Bjartrar framtíðar þegar fréttastofa leit við. Stuðningsmenn allra flokkanna áttu það sameiginlegt að vera bjartsýnir á niðurstöður kosninganna.

Mikil áhersla var lögð á góðar veitingar, þó þær væru æði ólíkar eftir því hvar var niður komið. Þannig buðu Framsóknarmenn upp á hefðbundnar rjómatertur á meðan stuðningsmenn Bjartrar framtíðar suðu saman dýrindis loforðasúpu. Hjá Flokki fólksins var svo lögð áhersla á veitingar frá öllum landshlutum, en hríseysk brauðterta toppuð með túnfiski og frönskum kartöflum bar af á veisluborðinu.

Fréttastofa leit við í kosningakaffi flokkanna, en innlitið má sjá í spilaranum að ofan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.