Pétur og úlfurinn lifna við í nútímaútgáfu Elín Albertsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 15:15 Pamela De Sensi flautuleikari hefur gert nútímaútgáfu af Pétri og úlfinum sem frumflutt verður í Hörpu á sunnudag. Vísir/Hanna Ævintýrið um Pétur og úlfinn eftir Sergej Prokofiev er fyrir löngu orðið klassík. Framhald sögunnar hefur nú litið dagsins ljós og verður frumflutt í Silfurbergi, Hörpu, á sunnudag. Það er Pamela De Sensi flautuleikari sem er höfundur sögunnar ásamt Hauki Gröndal. Verkið nefnist Pétur og úlfurinn … en hvað varð um úlfinn? Stórsveit Reykjavíkur flytur verkið sem segir frá úlfinum eftir að hann var klófestur í sögu Prokofievs. Sögumaður er Guðjón Davíð Karlsson eða Gói. Pamela segir að verkið hafi verið lengi í vinnslu. „Við höfum unnið að því síðastliðin tvö og hálft ár að koma Pétri og úlfinum í þessa útsetningu. Þegar ég fór að vinna þetta með Stórsveitinni kom upp sú hugmynd að skrifa nýja tónlist við verkið. Þá fékk ég Hauk til að búa til tónlistina. Við erum mjög stolt af verkinu og teljum að okkur hafi tekist að færa það í nútímalegt horf. Tónlistin er frumsamin í stórsveitarstíl og er ætlað að kynna börnum muninn á hljóðfæraheimi og stíl djassins ásamt og klassíska,“ segir Pamela. „Sagan fæst í bókarformi með fallegum myndum eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur og geisladiskur fylgir með.“ Pamela segir að úlfurinn hafi lært að haga sér skikkanlega eftir að hafa dvalið á bak við rimla í dýragarði. „Í sögunni fær úlfurinn frelsi og er eiginlega orðinn vegan en með þessari sögu viljum við senda góð skilaboð út í samfélagið,“ segir Pamela sem er ítölsk en hefur búið á Íslandi í 14 ár. Þegar hún er spurð af hverju hún hafi flutt til Íslands, svarar hún: „Það var ástin.“ Pamela bætir við að eftir að hún sagði frá verkinu á Facebook hafi margir erlendir vinir hennar spurt hvort það verði ekki flutt á ítölsku og ensku. „Ég fékk mikil viðbrögð við færslunni.“ Pamela rekur Töfrahurð sem hefur það markmið að kynna klassíska tónlist fyrir ungu fólki. Tónlistinni er blandað saman á léttan hátt með fræðslu og skemmtun. Tónlistarævintýrið um Pétur og úlfinn hafði einmitt það markmið þegar það var samið árið 1936. Prokofiev, sem var rússneskur, var falið að semja sinfóníu þar sem einstök hljóðfæri hljómsveitarinnar yrðu kynnt fyrir ungum hlustendum. Pétur og úlfurinn er eitt vinsælasta verk allra tíma. Pamela segist hafa hug á að fara með sýninguna um landið en með smærri hljómsveit. Á sunnudag verða tvær sýningar í Hörpu og koma 25 djassdansarar frá Danslistarskóla JSB fram á tónleikunum. Pamela hefur komið víða við í íslenskum tónlistarheimi. Hún er kennari við Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskóla Sigursveins. Þá hefur hún rekið Töfrahurð í tíu ár sem byrjaði sem tónleikaröð. „Mér fannst vanta tónlistarefni og bækur fyrir börn á Íslandi. Ég ákvað því að vinna í listsköpun sem væri sérhæfð fyrir unga hlustendur.“ Tónleikarnir verða í Silfurbergi í Hörpu kl. 14 á sunnudag og aukatónleikar kl. 16. Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
Ævintýrið um Pétur og úlfinn eftir Sergej Prokofiev er fyrir löngu orðið klassík. Framhald sögunnar hefur nú litið dagsins ljós og verður frumflutt í Silfurbergi, Hörpu, á sunnudag. Það er Pamela De Sensi flautuleikari sem er höfundur sögunnar ásamt Hauki Gröndal. Verkið nefnist Pétur og úlfurinn … en hvað varð um úlfinn? Stórsveit Reykjavíkur flytur verkið sem segir frá úlfinum eftir að hann var klófestur í sögu Prokofievs. Sögumaður er Guðjón Davíð Karlsson eða Gói. Pamela segir að verkið hafi verið lengi í vinnslu. „Við höfum unnið að því síðastliðin tvö og hálft ár að koma Pétri og úlfinum í þessa útsetningu. Þegar ég fór að vinna þetta með Stórsveitinni kom upp sú hugmynd að skrifa nýja tónlist við verkið. Þá fékk ég Hauk til að búa til tónlistina. Við erum mjög stolt af verkinu og teljum að okkur hafi tekist að færa það í nútímalegt horf. Tónlistin er frumsamin í stórsveitarstíl og er ætlað að kynna börnum muninn á hljóðfæraheimi og stíl djassins ásamt og klassíska,“ segir Pamela. „Sagan fæst í bókarformi með fallegum myndum eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur og geisladiskur fylgir með.“ Pamela segir að úlfurinn hafi lært að haga sér skikkanlega eftir að hafa dvalið á bak við rimla í dýragarði. „Í sögunni fær úlfurinn frelsi og er eiginlega orðinn vegan en með þessari sögu viljum við senda góð skilaboð út í samfélagið,“ segir Pamela sem er ítölsk en hefur búið á Íslandi í 14 ár. Þegar hún er spurð af hverju hún hafi flutt til Íslands, svarar hún: „Það var ástin.“ Pamela bætir við að eftir að hún sagði frá verkinu á Facebook hafi margir erlendir vinir hennar spurt hvort það verði ekki flutt á ítölsku og ensku. „Ég fékk mikil viðbrögð við færslunni.“ Pamela rekur Töfrahurð sem hefur það markmið að kynna klassíska tónlist fyrir ungu fólki. Tónlistinni er blandað saman á léttan hátt með fræðslu og skemmtun. Tónlistarævintýrið um Pétur og úlfinn hafði einmitt það markmið þegar það var samið árið 1936. Prokofiev, sem var rússneskur, var falið að semja sinfóníu þar sem einstök hljóðfæri hljómsveitarinnar yrðu kynnt fyrir ungum hlustendum. Pétur og úlfurinn er eitt vinsælasta verk allra tíma. Pamela segist hafa hug á að fara með sýninguna um landið en með smærri hljómsveit. Á sunnudag verða tvær sýningar í Hörpu og koma 25 djassdansarar frá Danslistarskóla JSB fram á tónleikunum. Pamela hefur komið víða við í íslenskum tónlistarheimi. Hún er kennari við Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskóla Sigursveins. Þá hefur hún rekið Töfrahurð í tíu ár sem byrjaði sem tónleikaröð. „Mér fannst vanta tónlistarefni og bækur fyrir börn á Íslandi. Ég ákvað því að vinna í listsköpun sem væri sérhæfð fyrir unga hlustendur.“ Tónleikarnir verða í Silfurbergi í Hörpu kl. 14 á sunnudag og aukatónleikar kl. 16.
Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira