Þorsteinn vill afnema aldurshámark í starfsmannalögum Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. maí 2017 14:20 Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ber að segja ríkisstarfsmönnum upp frá og með næstu mánaðarmótum eftir að þeir ná 70 ára aldri. Þannig eru menn skyldaðir í starfslok jafnvel þótt þeir hafi ennþá heilsu, getu og þrótt til að starfa áfram. Þorsteinn Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra, sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag vilja breyta þessum ákvæðum í starfsmannalögum. „Þessi löggjöf er löngu úr sér gengin og orðið tímabært að breyta þessu. Það á að afnema svona aldurshámörk eins og þarna er að finna. Það eru ekki nein slík ákvæði að finna á almenna vinnumarkaðnum, þetta á eingöngu við um þann opinbera þó að vissulega í ákveðnum starfsgreinum sé kveðið á um ákveðinn hámarksaldur. Það er því nauðsynlegt að breyta þessu, það er í takt við það að við lifum lengur og betur og fólk á að geta notað og nýtt starfskrafta sína áfram ef það vill.“ Þorsteinn segir að annars vegar sé frumvarp í þinginu sem bannar mismunun á vinnumarkaði. Fari það í gegn sé nauðsynlegt að afnema ákvæðin um 70 ára starfslok úr starfsmannalögunum. „Jafnframt erum við að vinna að því að hækka frítekjumörk á atvinnutekjur ellilífeyrisþega og samhliða því munum við koma fram með lagabreytingu til að afnema þetta ákvæði úr lögum.“ Þorsteinn segist reikna með frumvarpi til breytinga á starfsmannalögum strax í haust. Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ber að segja ríkisstarfsmönnum upp frá og með næstu mánaðarmótum eftir að þeir ná 70 ára aldri. Þannig eru menn skyldaðir í starfslok jafnvel þótt þeir hafi ennþá heilsu, getu og þrótt til að starfa áfram. Þorsteinn Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra, sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag vilja breyta þessum ákvæðum í starfsmannalögum. „Þessi löggjöf er löngu úr sér gengin og orðið tímabært að breyta þessu. Það á að afnema svona aldurshámörk eins og þarna er að finna. Það eru ekki nein slík ákvæði að finna á almenna vinnumarkaðnum, þetta á eingöngu við um þann opinbera þó að vissulega í ákveðnum starfsgreinum sé kveðið á um ákveðinn hámarksaldur. Það er því nauðsynlegt að breyta þessu, það er í takt við það að við lifum lengur og betur og fólk á að geta notað og nýtt starfskrafta sína áfram ef það vill.“ Þorsteinn segir að annars vegar sé frumvarp í þinginu sem bannar mismunun á vinnumarkaði. Fari það í gegn sé nauðsynlegt að afnema ákvæðin um 70 ára starfslok úr starfsmannalögunum. „Jafnframt erum við að vinna að því að hækka frítekjumörk á atvinnutekjur ellilífeyrisþega og samhliða því munum við koma fram með lagabreytingu til að afnema þetta ákvæði úr lögum.“ Þorsteinn segist reikna með frumvarpi til breytinga á starfsmannalögum strax í haust.
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira