Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. janúar 2017 07:00 Banaslys varð á Grindavíkurvegi, rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu. Loftmyndir.is Bæjarstjórn Grindavíkur hefur óskað eftir því að Vegagerðin bæti Grindavíkurveg. Þetta segir Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs. „Margoft og ítrekað erum við að benda Vegagerðinni á að það þurfi að taka til hendinni á þessum vegi,“ segir Kristín. Banaslys varð á veginum í gær. Átján ára stúlka lést í slysinu, norðan við afleggjarann að Bláa lóninu, og einn er alvarlega slasaður. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú tildrög slyssins. „Þetta er ömurlegt. Samfélagið er í sárum út af þessu slysi. Þetta er hrikalegt,“ segir Kristín. Hún segir að slysið muni þrýsta á að brugðist verði við ástandi vegarins.Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs Grindavíkur„Því miður er það yfirleitt eitthvað svona sem þarf til að fá viðbrögð. Því miður. Þess á ekki að þurfa,“ bætir hún við. Hún segir bæjarstjórn hafa lagt áherslu á það við Vegagerðina að laga bæri gatnamótin við afleggjarann að Bláa lóninu. „Síðan voru gerðar umbætur á þeim vegi, reyndar ekki í nokkru samráði við okkur, við fréttum bara af þessu þegar þeir voru byrjaðir,“ segir hún. Jafnframt hafi verið bent á að vegurinn sé fjölfarinn og þröngur. Umferðin hafi aukist mikið með auknum fjölda ferðamanna. „Nú er ég ekki að ákveða fyrirfram með hvaða hætti þetta slys átti sér stað en vegurinn er varasamur,“ segir Kristín enn fremur. Þá segist hún geta fullyrt að það þurfi að gera breytingar á veginum ef vel eigi að vera.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir veginn ekki verri þegar kemur að breidd eða hönnun en aðra vegi sem bera tvöfalt meiri umferð. „Það eru umferðarmeiri vegir, til dæmis á milli Hveragerðis og Selfoss, sem eru svipaðir,“ segir Pétur. „Það sem við höfum horft til, og kallar þá á gríðarlega mikið fjármagn og nýjar hugsanir, er að aðskilja akstursstefnur. Það er besta leiðin til þess að koma í veg fyrir slys,“ segir hann enn fremur. Það verði gert með því að breyta vegunum í svokallaða 2+1 vegi. Þar sem tvær akreinar liggja í aðra áttina og ein í hina. Akstursstefnurnar eru síðan aðskildar með vegriði. Hann segir stefnt að því að gera slíkt á milli Hveragerðis og Selfoss. Á síðasta ári fóru að meðaltali 3.158 bílar um Grindavíkurveg á hverjum degi. Til samanburðar fóru 7.416 bílar að meðaltali á milli Hveragerðis og Selfoss. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Grindavíkurvegi lokað vegna umferðarslyss Grindarvíkurvegi rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu hefur verið lokað vegna umferðarslyss. 12. janúar 2017 09:37 Átján ára stúlka lést í slysinu Einn alvarlega slasaður. 12. janúar 2017 13:07 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira
Bæjarstjórn Grindavíkur hefur óskað eftir því að Vegagerðin bæti Grindavíkurveg. Þetta segir Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs. „Margoft og ítrekað erum við að benda Vegagerðinni á að það þurfi að taka til hendinni á þessum vegi,“ segir Kristín. Banaslys varð á veginum í gær. Átján ára stúlka lést í slysinu, norðan við afleggjarann að Bláa lóninu, og einn er alvarlega slasaður. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú tildrög slyssins. „Þetta er ömurlegt. Samfélagið er í sárum út af þessu slysi. Þetta er hrikalegt,“ segir Kristín. Hún segir að slysið muni þrýsta á að brugðist verði við ástandi vegarins.Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs Grindavíkur„Því miður er það yfirleitt eitthvað svona sem þarf til að fá viðbrögð. Því miður. Þess á ekki að þurfa,“ bætir hún við. Hún segir bæjarstjórn hafa lagt áherslu á það við Vegagerðina að laga bæri gatnamótin við afleggjarann að Bláa lóninu. „Síðan voru gerðar umbætur á þeim vegi, reyndar ekki í nokkru samráði við okkur, við fréttum bara af þessu þegar þeir voru byrjaðir,“ segir hún. Jafnframt hafi verið bent á að vegurinn sé fjölfarinn og þröngur. Umferðin hafi aukist mikið með auknum fjölda ferðamanna. „Nú er ég ekki að ákveða fyrirfram með hvaða hætti þetta slys átti sér stað en vegurinn er varasamur,“ segir Kristín enn fremur. Þá segist hún geta fullyrt að það þurfi að gera breytingar á veginum ef vel eigi að vera.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir veginn ekki verri þegar kemur að breidd eða hönnun en aðra vegi sem bera tvöfalt meiri umferð. „Það eru umferðarmeiri vegir, til dæmis á milli Hveragerðis og Selfoss, sem eru svipaðir,“ segir Pétur. „Það sem við höfum horft til, og kallar þá á gríðarlega mikið fjármagn og nýjar hugsanir, er að aðskilja akstursstefnur. Það er besta leiðin til þess að koma í veg fyrir slys,“ segir hann enn fremur. Það verði gert með því að breyta vegunum í svokallaða 2+1 vegi. Þar sem tvær akreinar liggja í aðra áttina og ein í hina. Akstursstefnurnar eru síðan aðskildar með vegriði. Hann segir stefnt að því að gera slíkt á milli Hveragerðis og Selfoss. Á síðasta ári fóru að meðaltali 3.158 bílar um Grindavíkurveg á hverjum degi. Til samanburðar fóru 7.416 bílar að meðaltali á milli Hveragerðis og Selfoss. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Grindavíkurvegi lokað vegna umferðarslyss Grindarvíkurvegi rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu hefur verið lokað vegna umferðarslyss. 12. janúar 2017 09:37 Átján ára stúlka lést í slysinu Einn alvarlega slasaður. 12. janúar 2017 13:07 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira
Grindavíkurvegi lokað vegna umferðarslyss Grindarvíkurvegi rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu hefur verið lokað vegna umferðarslyss. 12. janúar 2017 09:37