Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2017 13:29 Fréttaflutningur Rúv af veitingastaðnum Sjanghæ á Akureyri hefur vakið mikla athygli. Vísir/GVA Fréttastofa Ríkisútvarpsins þarf ein að axla ábyrgð á ófaglegum vinnubrögðum sínum, segir í tilkynningu frá stéttarfélaginu Einingu-Iðju.Yfirlýsingin var birt á vef stéttarfélagsins fyrr í dag en það var gert vegna fréttar Ríkisútvarpsins af veitingastaðnum Sjanghæ á Akureyri.Lögmaður veitingastaðurinn sagði við Bylgjuna í síðustu viku að allar líkur væru á því að Ríkisútvarpið yrði dregið fyrir dómstóla vegna fréttaflutnings af málefnum staðarins. Ríkisútvarpið hafði greint frá því að grunur væri um vinnumansal á staðnum en vinnustaðaeftirlit Einingar-Iðju leiddi í ljós nokkrum dögum síðar að starfsmenn Sjanghæ fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum.Fréttastofa RÚV sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem málið var rakið en að endingu áréttað að allar þær upplýsingar sem komu fram í fréttinni um málið hefðu komið frá traustum heimildum innan verkalýðshreyfingarinnar sem hafi verið ítrekað staðfestar af verkefnisstjóra vinnustaðaeftirlits Einingar Iðju. Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Rúv, var titluð fyrir þessar yfirlýsingu en í henni kom fram að fréttastofan beri að sjálfsögðu ein ábyrgð á fréttinni og framsetningu hennar. Í yfirlýsingu frá Einingu-Iðju segir stéttarfélagið þó að Rúv hafi að einhverju leyti reynt að skjóta ábyrgðinni af fréttaflutningnum yfir á stéttarfélagið og það sé ekki Ríkisútvarpinu samboðið.Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Fréttastofa RÚV þarf ein að axla ábyrgðinaYfirlýsing Einingar-Iðju 15. september 2017Eining-Iðja, eins og önnur stéttarfélög í landinu, fær ár hvert margar ábendingar er varða starfsemi félaga á félagssvæði þess. Ábendingarnar snúa m.a. að launagreiðslum og launatöxtum, skilum á opinberum gjöldum o.fl. Allar slíkar ábendingar fara í ákveðið ferli innan félagsins, samkvæmt lögum og reglum.Ef ákveðið er að fara í formlega heimsókn í félag/fyrirtæki og krefjast gagna er slíkt ávallt tilkynnt til lögreglu – ef eðli ábending/grunur er þess eðlis að um lögbrot gæti verið að ræða.Lykilhugtak í öllum slíkum málum er grunur. Eina markmið stéttarfélagsins er að leiða það fram hvort grunur um misferli eigi við rök að styðjast. Gengið er út frá því við vinnslu mála af þessu tagi að þeir aðilar sem málin varða séu saklausir, þangað til annað kemur í ljós.Frá þeirri meginreglu að allir teljist saklausir uns sekt sannast eru því miður til nokkrar undantekningar – bæði hvað varðar einstaklinga og félög/fyrirtæki. Mynd- og/eða nafnbirtingar áður en sekt sannast eru í öllum tilvikum á ábyrgð þess sem setur þær fram. Oftast er um fjölmiðla að ræða en í seinni tíð einnig einstaklinga á samfélagsmiðlum.Það að fréttamaður Ríkisútvarpsins kaus að flytja frétt af meintu mansali með því að birta mynd af veitingastaðnum, og þar með nafn hans, er að öllu leyti hans ákvörðun og þar með á hans ábyrgð, yfirmanna hans og stofnunarinnar í heild sinni. Yfirlýsing fréttastjóra RÚV frá 14. september sl. staðfestir ofangreint því þar kemur orðið grunur þrívegis fyrir og orðið ábending jafnoft hvað varðar afskipti Einingar-Iðju af málinu – og ekkert umfram það. Starfsmenn Einingar-Iðju staðfestu aldrei annað eða meira en að ábending hefði komið fram og að grunur léki á um, að eitthvert misferli ætti sér stað. Rannsókn málsins leiddi í ljós að ábendingin átti ekki við rök að styðjast. Þau gögn sem Eining-Iðja aflaði voru í samræmi við almenna kjarasamninga og launataxta sem gilda á veitingahúsum, sbr. niðurstöður þær sem birtar voru á heimasíðu félagsins 5. september 2017.Að reyna að skjóta ábyrgðinni af fréttaflutningi RÚV að einhverju leyti yfir á Einingu-Iðju er Ríkisútvarpinu ekki samboðið. Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira
Fréttastofa Ríkisútvarpsins þarf ein að axla ábyrgð á ófaglegum vinnubrögðum sínum, segir í tilkynningu frá stéttarfélaginu Einingu-Iðju.Yfirlýsingin var birt á vef stéttarfélagsins fyrr í dag en það var gert vegna fréttar Ríkisútvarpsins af veitingastaðnum Sjanghæ á Akureyri.Lögmaður veitingastaðurinn sagði við Bylgjuna í síðustu viku að allar líkur væru á því að Ríkisútvarpið yrði dregið fyrir dómstóla vegna fréttaflutnings af málefnum staðarins. Ríkisútvarpið hafði greint frá því að grunur væri um vinnumansal á staðnum en vinnustaðaeftirlit Einingar-Iðju leiddi í ljós nokkrum dögum síðar að starfsmenn Sjanghæ fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum.Fréttastofa RÚV sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem málið var rakið en að endingu áréttað að allar þær upplýsingar sem komu fram í fréttinni um málið hefðu komið frá traustum heimildum innan verkalýðshreyfingarinnar sem hafi verið ítrekað staðfestar af verkefnisstjóra vinnustaðaeftirlits Einingar Iðju. Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Rúv, var titluð fyrir þessar yfirlýsingu en í henni kom fram að fréttastofan beri að sjálfsögðu ein ábyrgð á fréttinni og framsetningu hennar. Í yfirlýsingu frá Einingu-Iðju segir stéttarfélagið þó að Rúv hafi að einhverju leyti reynt að skjóta ábyrgðinni af fréttaflutningnum yfir á stéttarfélagið og það sé ekki Ríkisútvarpinu samboðið.Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Fréttastofa RÚV þarf ein að axla ábyrgðinaYfirlýsing Einingar-Iðju 15. september 2017Eining-Iðja, eins og önnur stéttarfélög í landinu, fær ár hvert margar ábendingar er varða starfsemi félaga á félagssvæði þess. Ábendingarnar snúa m.a. að launagreiðslum og launatöxtum, skilum á opinberum gjöldum o.fl. Allar slíkar ábendingar fara í ákveðið ferli innan félagsins, samkvæmt lögum og reglum.Ef ákveðið er að fara í formlega heimsókn í félag/fyrirtæki og krefjast gagna er slíkt ávallt tilkynnt til lögreglu – ef eðli ábending/grunur er þess eðlis að um lögbrot gæti verið að ræða.Lykilhugtak í öllum slíkum málum er grunur. Eina markmið stéttarfélagsins er að leiða það fram hvort grunur um misferli eigi við rök að styðjast. Gengið er út frá því við vinnslu mála af þessu tagi að þeir aðilar sem málin varða séu saklausir, þangað til annað kemur í ljós.Frá þeirri meginreglu að allir teljist saklausir uns sekt sannast eru því miður til nokkrar undantekningar – bæði hvað varðar einstaklinga og félög/fyrirtæki. Mynd- og/eða nafnbirtingar áður en sekt sannast eru í öllum tilvikum á ábyrgð þess sem setur þær fram. Oftast er um fjölmiðla að ræða en í seinni tíð einnig einstaklinga á samfélagsmiðlum.Það að fréttamaður Ríkisútvarpsins kaus að flytja frétt af meintu mansali með því að birta mynd af veitingastaðnum, og þar með nafn hans, er að öllu leyti hans ákvörðun og þar með á hans ábyrgð, yfirmanna hans og stofnunarinnar í heild sinni. Yfirlýsing fréttastjóra RÚV frá 14. september sl. staðfestir ofangreint því þar kemur orðið grunur þrívegis fyrir og orðið ábending jafnoft hvað varðar afskipti Einingar-Iðju af málinu – og ekkert umfram það. Starfsmenn Einingar-Iðju staðfestu aldrei annað eða meira en að ábending hefði komið fram og að grunur léki á um, að eitthvert misferli ætti sér stað. Rannsókn málsins leiddi í ljós að ábendingin átti ekki við rök að styðjast. Þau gögn sem Eining-Iðja aflaði voru í samræmi við almenna kjarasamninga og launataxta sem gilda á veitingahúsum, sbr. niðurstöður þær sem birtar voru á heimasíðu félagsins 5. september 2017.Að reyna að skjóta ábyrgðinni af fréttaflutningi RÚV að einhverju leyti yfir á Einingu-Iðju er Ríkisútvarpinu ekki samboðið. Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira