Hornfirðingar fá hitaveitu Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2017 21:30 Úlfar Helgason, bóndi á Hoffelli 1. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hornfirðingar geta leyft sér að hlakka til; þeir fá hitaveitu. Fundist hefur heitt vatn í sveitinni sem dugar til að hita upp öll húsin í bænum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hornfirðingar þurfa núna sennilega að endurskoða aðild sína að Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum. Við bæinn Hoffell í Hornafirði er búið að setja upp varúðarskilti svo menn brenni sig ekki á heita vatninu, sem streymir núna upp úr nýjustu borholunni. Dýpst í holunni mælist það 90 stiga heitt.Varúðarskilti hafa verið sett upp við bæinn Hoffell vegna heita vatnsins, sem streymir nú upp úr borholunni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og nú er byrjað að undirbúa lagningu hitaveitu til Hafnar, að sögn Tryggva Þórs Haraldssonar forstjóra RARIK, sem hefur hafið viðræður við bæjaryfirvöld um að leggja sautján kílómetra langa hitaveituæð frá Hoffelli. Tryggvi vonast til að fyrir árslok 2019, eftir rúm tvö ár, verði hitaveituvatnið komið í kranana hjá 1.700 íbúum á Höfn en einnig hjá 90 íbúum í Nesjahverfi. Óvíst er hversu marga sveitabæi verður hægt að tengja á leiðinni.Stefnt er að því að heita vatnið frá Hoffelli verði farið að verma húsin á Höfn í Hornafirði eftir rúm tvö ár.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áratugur er liðinn frá því fyrst fannst heitt vatn að Hoffelli, en þó í litlum mæli, sem bóndinn á Hoffelli 2, Þrúðmar Þrúðmarsson, hóf fljótlega að nýta í ferðaþjónustu og til að kynda eigin hús. Hinn bóndinn, Úlfar Helgason á Hoffelli 1, sér nú einnig fram á að tengjast heita vatninu. „Jú, svona þegar þetta er allt um garð gengið þá eigum við að fá spena þarna frá þeim, sem er um samið,“ segir Úlfar. RARIK hefur látið bora fjórar djúpar holur í landi Hoffells og skila þær núna alls um 75 sekúndulítrum. Forstjórinn Tryggvi Þór segir að vatnið sé bæði meira og heitara en menn áttu von á. Áformað er að bora fimmtu holuna í vetur og segist Tryggvi bjartsýnn um að þá finnist meira.Heita vatnið á Hoffelli rennur núna út í næstu á. Leggja þarf sautján kílómetra lögn til að koma vatninu í húsin á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.-Er þetta ekki bara eins og að detta í lukkupottinn og finna olíulind? „Ja, kannski,“ svarar Úlfar bóndi á Hoffelli og bætir við hlæjandi: „Það væri allt í lagi að fá olíu. Ég væri alveg sáttur við það.“ -En er samt ekki heita vatnið bara betra? „Nei, ég vildi nú frekar olíuna,“ svarar Úlfar og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hittu á lofandi heitavatnsæðar Við rannsóknarboranir við Hoffell í Hornafirði fundust heitar vatnsæðar á miklu dýpi. Ekki útilokað að 25 ára leit skili nægu vatni fyrir hitaveitu á Höfn. Bæjarstjórinn segir ávinninginn augljósan ef allt gengur upp. 11. apríl 2016 07:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Hornfirðingar geta leyft sér að hlakka til; þeir fá hitaveitu. Fundist hefur heitt vatn í sveitinni sem dugar til að hita upp öll húsin í bænum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hornfirðingar þurfa núna sennilega að endurskoða aðild sína að Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum. Við bæinn Hoffell í Hornafirði er búið að setja upp varúðarskilti svo menn brenni sig ekki á heita vatninu, sem streymir núna upp úr nýjustu borholunni. Dýpst í holunni mælist það 90 stiga heitt.Varúðarskilti hafa verið sett upp við bæinn Hoffell vegna heita vatnsins, sem streymir nú upp úr borholunni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og nú er byrjað að undirbúa lagningu hitaveitu til Hafnar, að sögn Tryggva Þórs Haraldssonar forstjóra RARIK, sem hefur hafið viðræður við bæjaryfirvöld um að leggja sautján kílómetra langa hitaveituæð frá Hoffelli. Tryggvi vonast til að fyrir árslok 2019, eftir rúm tvö ár, verði hitaveituvatnið komið í kranana hjá 1.700 íbúum á Höfn en einnig hjá 90 íbúum í Nesjahverfi. Óvíst er hversu marga sveitabæi verður hægt að tengja á leiðinni.Stefnt er að því að heita vatnið frá Hoffelli verði farið að verma húsin á Höfn í Hornafirði eftir rúm tvö ár.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áratugur er liðinn frá því fyrst fannst heitt vatn að Hoffelli, en þó í litlum mæli, sem bóndinn á Hoffelli 2, Þrúðmar Þrúðmarsson, hóf fljótlega að nýta í ferðaþjónustu og til að kynda eigin hús. Hinn bóndinn, Úlfar Helgason á Hoffelli 1, sér nú einnig fram á að tengjast heita vatninu. „Jú, svona þegar þetta er allt um garð gengið þá eigum við að fá spena þarna frá þeim, sem er um samið,“ segir Úlfar. RARIK hefur látið bora fjórar djúpar holur í landi Hoffells og skila þær núna alls um 75 sekúndulítrum. Forstjórinn Tryggvi Þór segir að vatnið sé bæði meira og heitara en menn áttu von á. Áformað er að bora fimmtu holuna í vetur og segist Tryggvi bjartsýnn um að þá finnist meira.Heita vatnið á Hoffelli rennur núna út í næstu á. Leggja þarf sautján kílómetra lögn til að koma vatninu í húsin á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.-Er þetta ekki bara eins og að detta í lukkupottinn og finna olíulind? „Ja, kannski,“ svarar Úlfar bóndi á Hoffelli og bætir við hlæjandi: „Það væri allt í lagi að fá olíu. Ég væri alveg sáttur við það.“ -En er samt ekki heita vatnið bara betra? „Nei, ég vildi nú frekar olíuna,“ svarar Úlfar og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hittu á lofandi heitavatnsæðar Við rannsóknarboranir við Hoffell í Hornafirði fundust heitar vatnsæðar á miklu dýpi. Ekki útilokað að 25 ára leit skili nægu vatni fyrir hitaveitu á Höfn. Bæjarstjórinn segir ávinninginn augljósan ef allt gengur upp. 11. apríl 2016 07:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Hittu á lofandi heitavatnsæðar Við rannsóknarboranir við Hoffell í Hornafirði fundust heitar vatnsæðar á miklu dýpi. Ekki útilokað að 25 ára leit skili nægu vatni fyrir hitaveitu á Höfn. Bæjarstjórinn segir ávinninginn augljósan ef allt gengur upp. 11. apríl 2016 07:00