Hornfirðingar fá hitaveitu Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2017 21:30 Úlfar Helgason, bóndi á Hoffelli 1. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hornfirðingar geta leyft sér að hlakka til; þeir fá hitaveitu. Fundist hefur heitt vatn í sveitinni sem dugar til að hita upp öll húsin í bænum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hornfirðingar þurfa núna sennilega að endurskoða aðild sína að Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum. Við bæinn Hoffell í Hornafirði er búið að setja upp varúðarskilti svo menn brenni sig ekki á heita vatninu, sem streymir núna upp úr nýjustu borholunni. Dýpst í holunni mælist það 90 stiga heitt.Varúðarskilti hafa verið sett upp við bæinn Hoffell vegna heita vatnsins, sem streymir nú upp úr borholunni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og nú er byrjað að undirbúa lagningu hitaveitu til Hafnar, að sögn Tryggva Þórs Haraldssonar forstjóra RARIK, sem hefur hafið viðræður við bæjaryfirvöld um að leggja sautján kílómetra langa hitaveituæð frá Hoffelli. Tryggvi vonast til að fyrir árslok 2019, eftir rúm tvö ár, verði hitaveituvatnið komið í kranana hjá 1.700 íbúum á Höfn en einnig hjá 90 íbúum í Nesjahverfi. Óvíst er hversu marga sveitabæi verður hægt að tengja á leiðinni.Stefnt er að því að heita vatnið frá Hoffelli verði farið að verma húsin á Höfn í Hornafirði eftir rúm tvö ár.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áratugur er liðinn frá því fyrst fannst heitt vatn að Hoffelli, en þó í litlum mæli, sem bóndinn á Hoffelli 2, Þrúðmar Þrúðmarsson, hóf fljótlega að nýta í ferðaþjónustu og til að kynda eigin hús. Hinn bóndinn, Úlfar Helgason á Hoffelli 1, sér nú einnig fram á að tengjast heita vatninu. „Jú, svona þegar þetta er allt um garð gengið þá eigum við að fá spena þarna frá þeim, sem er um samið,“ segir Úlfar. RARIK hefur látið bora fjórar djúpar holur í landi Hoffells og skila þær núna alls um 75 sekúndulítrum. Forstjórinn Tryggvi Þór segir að vatnið sé bæði meira og heitara en menn áttu von á. Áformað er að bora fimmtu holuna í vetur og segist Tryggvi bjartsýnn um að þá finnist meira.Heita vatnið á Hoffelli rennur núna út í næstu á. Leggja þarf sautján kílómetra lögn til að koma vatninu í húsin á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.-Er þetta ekki bara eins og að detta í lukkupottinn og finna olíulind? „Ja, kannski,“ svarar Úlfar bóndi á Hoffelli og bætir við hlæjandi: „Það væri allt í lagi að fá olíu. Ég væri alveg sáttur við það.“ -En er samt ekki heita vatnið bara betra? „Nei, ég vildi nú frekar olíuna,“ svarar Úlfar og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hittu á lofandi heitavatnsæðar Við rannsóknarboranir við Hoffell í Hornafirði fundust heitar vatnsæðar á miklu dýpi. Ekki útilokað að 25 ára leit skili nægu vatni fyrir hitaveitu á Höfn. Bæjarstjórinn segir ávinninginn augljósan ef allt gengur upp. 11. apríl 2016 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Hornfirðingar geta leyft sér að hlakka til; þeir fá hitaveitu. Fundist hefur heitt vatn í sveitinni sem dugar til að hita upp öll húsin í bænum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hornfirðingar þurfa núna sennilega að endurskoða aðild sína að Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum. Við bæinn Hoffell í Hornafirði er búið að setja upp varúðarskilti svo menn brenni sig ekki á heita vatninu, sem streymir núna upp úr nýjustu borholunni. Dýpst í holunni mælist það 90 stiga heitt.Varúðarskilti hafa verið sett upp við bæinn Hoffell vegna heita vatnsins, sem streymir nú upp úr borholunni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og nú er byrjað að undirbúa lagningu hitaveitu til Hafnar, að sögn Tryggva Þórs Haraldssonar forstjóra RARIK, sem hefur hafið viðræður við bæjaryfirvöld um að leggja sautján kílómetra langa hitaveituæð frá Hoffelli. Tryggvi vonast til að fyrir árslok 2019, eftir rúm tvö ár, verði hitaveituvatnið komið í kranana hjá 1.700 íbúum á Höfn en einnig hjá 90 íbúum í Nesjahverfi. Óvíst er hversu marga sveitabæi verður hægt að tengja á leiðinni.Stefnt er að því að heita vatnið frá Hoffelli verði farið að verma húsin á Höfn í Hornafirði eftir rúm tvö ár.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áratugur er liðinn frá því fyrst fannst heitt vatn að Hoffelli, en þó í litlum mæli, sem bóndinn á Hoffelli 2, Þrúðmar Þrúðmarsson, hóf fljótlega að nýta í ferðaþjónustu og til að kynda eigin hús. Hinn bóndinn, Úlfar Helgason á Hoffelli 1, sér nú einnig fram á að tengjast heita vatninu. „Jú, svona þegar þetta er allt um garð gengið þá eigum við að fá spena þarna frá þeim, sem er um samið,“ segir Úlfar. RARIK hefur látið bora fjórar djúpar holur í landi Hoffells og skila þær núna alls um 75 sekúndulítrum. Forstjórinn Tryggvi Þór segir að vatnið sé bæði meira og heitara en menn áttu von á. Áformað er að bora fimmtu holuna í vetur og segist Tryggvi bjartsýnn um að þá finnist meira.Heita vatnið á Hoffelli rennur núna út í næstu á. Leggja þarf sautján kílómetra lögn til að koma vatninu í húsin á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.-Er þetta ekki bara eins og að detta í lukkupottinn og finna olíulind? „Ja, kannski,“ svarar Úlfar bóndi á Hoffelli og bætir við hlæjandi: „Það væri allt í lagi að fá olíu. Ég væri alveg sáttur við það.“ -En er samt ekki heita vatnið bara betra? „Nei, ég vildi nú frekar olíuna,“ svarar Úlfar og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hittu á lofandi heitavatnsæðar Við rannsóknarboranir við Hoffell í Hornafirði fundust heitar vatnsæðar á miklu dýpi. Ekki útilokað að 25 ára leit skili nægu vatni fyrir hitaveitu á Höfn. Bæjarstjórinn segir ávinninginn augljósan ef allt gengur upp. 11. apríl 2016 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Hittu á lofandi heitavatnsæðar Við rannsóknarboranir við Hoffell í Hornafirði fundust heitar vatnsæðar á miklu dýpi. Ekki útilokað að 25 ára leit skili nægu vatni fyrir hitaveitu á Höfn. Bæjarstjórinn segir ávinninginn augljósan ef allt gengur upp. 11. apríl 2016 07:00