Ræðismaður fyrir Ísland orðuð við skipulagða glæpastarfsemi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. október 2017 05:00 Við undirritun 200 milljóna evra styrks uppbyggingarsjóðs EES til Búlgaríu í desember 2016. Tsvetelina Borislavova ræðismaður Íslands, Tove Westberg, sendiherra Noregs í Búlgaríu, og Tomislav Donchev, varaforsætisráðherra búlgaríu. Myndin er fengin af vef uppbygingarsjóðs EES í Búlgaríu. Íslenskir kjósendur erlendis þurfa að leita til sendiráða eða ræðismanna til að kjósa í komandi alþingiskosningum. Í Búlgaríu munu þeir hitta fyrir Tsvetelinu Borislavovu, sem gerð var að heiðursræðismanni fyrir Ísland haustið 2006. Viðskiptasamband var með henni og Björgúlfi Thor Björgúlfssyni á umræddum tíma en þau áttu saman búlgarska bankann Economic and Investment Bank (EIBank). Borislavova hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í fjölmiðlum í Búlgaríu og víðar. „Borislavova er klassískt dæmi um það sem gerðist hér eftir að kommúnisminn leið undir lok. Þá var landið í rauninni tekið yfir af skipulögðum glæpaklíkum. Viðskiptaelítan auðgaðist gríðarlega á þessum árum með ólöglegum aðferðum og keypti sér svo friðhelgi. Spillingin í Búlgaríu er mjög mikil og dómskerfið er í molum vegna þess." segir Atanas Tchobanov, búlgarskur rannsóknarblaðamaður hjá Bivol. Borislavova er fyrrverandi unnusta Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu. Um hann og tengsl hans við skipulagða glæpastarfsemi hafa verið skrifaðir margir greinaflokkar, bæði í Búlgaríu og Bandaríkjunum. Í leynilegum skeytum til Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), og fleiri stofnana, sem lekið var á vefsíðu Wikileaks árið 2010, lýsti John Beyrle, sendiherra Bandaríkjanna í Búlgaríu, áhyggjum af framgangi Boyko Borisov í stjórnmálum, en hann var borgarstjóri Sofiu á umræddum tíma. Í skeytunum er farið yfir vafasama fortíð Borisovs og tengsl hans við skipulagða glæpastarfsemi. Vísað er til Borislavovu í tveimur skeytum frá árinu 2006, sama árinu og hún er gerð að heiðurskonsúl fyrir Ísland. Í öðru þeirra segir að hún stjórni stórum banka í Búlgaríu og hafi verið sökuð um peningaþvætti fyrir ýmis glæpasamtök. Í síðara skeytinu lýsir Beyrle áhyggjum af starfsemi bankans bæði vegna hæpinnar lánastarfsemi og grunsamlegs uppruna fjármuna Borisov sem renni í gegnum bankann. Í skýrslu sem unnin var af fyrrverandi starfsmönnum bandarísku leyniþjónustunnar fyrir svissneskt fjármálafyrirtæki árið 2005 er fjallað ítarlega um meint tengsl Borisovs við skipulagða glæpastarfsemi og Borislavovu einnig að nokkru getið. Meðal annars um tengsl fjölskyldu hennar við kommúnísku leyniþjónustuna, að hún hafi unnið við iðnaðarnjósnir áður en hún auðgaðist sjálf og henni hafi verið sýnt banatilræði árið 1997. Skýrsla þessi er aðgengileg á uppljóstrunarsíðunni bivol.bg sem er búlgörsk systursíða Wikileaks. Jeff Stein, rannsóknarblaðamaður og pistlahöfundur SpyTalk hjá Washington Post, skrifaði ítarlegar greinar um Borisov í Congressional Quarterly, árið 2007 sem byggðu meðal annars á efni fyrrnefndrar skýrslu en einnig á samtölum við John McLaughlin, einum valdamesta manni bandarísku leyniþjónustunnar. Borislavova er heiðursræðismaður og þiggur ekki laun fyrir starf sitt í þágu Íslands. Ræðismenn halda utan um utankjörfundaratkvæði í kosningum og sinna annarri borgaraþjónustu fyrir Íslendinga í Búlgaríu auk aðstoðar við viðskiptatengsl milli ríkjanna. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu nýta sendiráð tengsl í gistiríkinu til að fá ábendingar um ákjósanlega aðila sem gegnt gætu hlutverki ræðismanns. Meðal ákjósanlegra eiginleika sem getið er í handbók um ræðismenn (e. Manual for Honorary Consuls) er að viðkomandi sé áreiðanlegur einstaklingur sem njóti almennrar virðingar í gistiríkinu. Aðspurður segist Atanas ekki sjá merki þess að Borislavova njóti þeirrar virðingar í Búlgaríu sem þarna er krafist, enda séu fortíð og viðskiptahættir hennar vel þekktir meðal allra sem fylgjast með fjölmiðlum í Búlgaríu.Fréttin hefur verið uppfærð á vefnum með lengri útgáfu en birtist í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Íslenskir kjósendur erlendis þurfa að leita til sendiráða eða ræðismanna til að kjósa í komandi alþingiskosningum. Í Búlgaríu munu þeir hitta fyrir Tsvetelinu Borislavovu, sem gerð var að heiðursræðismanni fyrir Ísland haustið 2006. Viðskiptasamband var með henni og Björgúlfi Thor Björgúlfssyni á umræddum tíma en þau áttu saman búlgarska bankann Economic and Investment Bank (EIBank). Borislavova hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í fjölmiðlum í Búlgaríu og víðar. „Borislavova er klassískt dæmi um það sem gerðist hér eftir að kommúnisminn leið undir lok. Þá var landið í rauninni tekið yfir af skipulögðum glæpaklíkum. Viðskiptaelítan auðgaðist gríðarlega á þessum árum með ólöglegum aðferðum og keypti sér svo friðhelgi. Spillingin í Búlgaríu er mjög mikil og dómskerfið er í molum vegna þess." segir Atanas Tchobanov, búlgarskur rannsóknarblaðamaður hjá Bivol. Borislavova er fyrrverandi unnusta Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu. Um hann og tengsl hans við skipulagða glæpastarfsemi hafa verið skrifaðir margir greinaflokkar, bæði í Búlgaríu og Bandaríkjunum. Í leynilegum skeytum til Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), og fleiri stofnana, sem lekið var á vefsíðu Wikileaks árið 2010, lýsti John Beyrle, sendiherra Bandaríkjanna í Búlgaríu, áhyggjum af framgangi Boyko Borisov í stjórnmálum, en hann var borgarstjóri Sofiu á umræddum tíma. Í skeytunum er farið yfir vafasama fortíð Borisovs og tengsl hans við skipulagða glæpastarfsemi. Vísað er til Borislavovu í tveimur skeytum frá árinu 2006, sama árinu og hún er gerð að heiðurskonsúl fyrir Ísland. Í öðru þeirra segir að hún stjórni stórum banka í Búlgaríu og hafi verið sökuð um peningaþvætti fyrir ýmis glæpasamtök. Í síðara skeytinu lýsir Beyrle áhyggjum af starfsemi bankans bæði vegna hæpinnar lánastarfsemi og grunsamlegs uppruna fjármuna Borisov sem renni í gegnum bankann. Í skýrslu sem unnin var af fyrrverandi starfsmönnum bandarísku leyniþjónustunnar fyrir svissneskt fjármálafyrirtæki árið 2005 er fjallað ítarlega um meint tengsl Borisovs við skipulagða glæpastarfsemi og Borislavovu einnig að nokkru getið. Meðal annars um tengsl fjölskyldu hennar við kommúnísku leyniþjónustuna, að hún hafi unnið við iðnaðarnjósnir áður en hún auðgaðist sjálf og henni hafi verið sýnt banatilræði árið 1997. Skýrsla þessi er aðgengileg á uppljóstrunarsíðunni bivol.bg sem er búlgörsk systursíða Wikileaks. Jeff Stein, rannsóknarblaðamaður og pistlahöfundur SpyTalk hjá Washington Post, skrifaði ítarlegar greinar um Borisov í Congressional Quarterly, árið 2007 sem byggðu meðal annars á efni fyrrnefndrar skýrslu en einnig á samtölum við John McLaughlin, einum valdamesta manni bandarísku leyniþjónustunnar. Borislavova er heiðursræðismaður og þiggur ekki laun fyrir starf sitt í þágu Íslands. Ræðismenn halda utan um utankjörfundaratkvæði í kosningum og sinna annarri borgaraþjónustu fyrir Íslendinga í Búlgaríu auk aðstoðar við viðskiptatengsl milli ríkjanna. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu nýta sendiráð tengsl í gistiríkinu til að fá ábendingar um ákjósanlega aðila sem gegnt gætu hlutverki ræðismanns. Meðal ákjósanlegra eiginleika sem getið er í handbók um ræðismenn (e. Manual for Honorary Consuls) er að viðkomandi sé áreiðanlegur einstaklingur sem njóti almennrar virðingar í gistiríkinu. Aðspurður segist Atanas ekki sjá merki þess að Borislavova njóti þeirrar virðingar í Búlgaríu sem þarna er krafist, enda séu fortíð og viðskiptahættir hennar vel þekktir meðal allra sem fylgjast með fjölmiðlum í Búlgaríu.Fréttin hefur verið uppfærð á vefnum með lengri útgáfu en birtist í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira