„Páll Óskar hefur verið duglegur að spila lagið mitt Hvað með það? á tónleikum svo það var ekki annað hægt en að taka ábreiðu af laginu Gordjöss sem hann gerði með Memfismafíunni,“ skrifar Daði, en myndbandið var tekið upp í árlegri grillveislu hjá fjölskyldu Árnýjar, kærustu Daða sem spilaði með honum í Söngvakeppninni.
Aðdáendur Daða þurfa ekki að bíða lengi eftir næsta smelli frá honum en hann ætlar að gefa út nýtt lag á föstudaginn.