Ríkið ætlar að áfrýja dómi um skaðabætur til lögreglufulltrúa Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2017 13:00 Ásakanirnar á hendur lögreglufulltrúanum komu fram innan fíkniefnadeildar sem logaði í ágreiningi. Vísir/Eyþór Lögmaður ríkisins ætlar að áfrýja dómi í máli fyrrverandi fíkniefnalögreglumanns sem var leystur frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. Ríkið var dæmt til að greiða manninum milljónir í bætur vegna ákvörðunar lögreglustjóra. Frá þessu greindi Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður ríkisins, þegar skaðabótamál Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Dómnum yrði áfrýjað á næstu dögum. Lögmaður Aldísar lagði dóminn fram þar sem hann styddi það sem hefði komið fram í máli Aldísar. Lögreglufulltrúinn stefndi ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra, um að leysa hann frá störfum í janúar í fyrra á meðan héraðssaksóknari rannsakaði ásakanir um spillingu sem settar höfðu verið fram á hendur honum. Hann hafði verið náinn samstarfsmaður Aldísar í fíkniefnadeildinni.Rannsóknin á honum var á endanum felld niður þar sem ekkert saknæmt kom í ljós.Orðrómar á kreik með óvarlegum ummælum ölvaðra lögreglumannaÍ dómi Hérasdóms Reykjavíkur kom fram að ásakanirnar gegn fulltrúanum hefðu „alla tíð verið með öllu órökstuddar“ og að þær hefðu aðeins byggst á orðrómi. Þá væru vísbendingar um að ásakanirnar hafi sprottið upp úr persónulegri óvild í garð hans í tengslum við klofning innan fíkniefnadeildarinnar. Orðrómarnir gengu meðal annars út á að fulltrúinn væri í óeðlilegum tengslum við upplýsingagjafa lögreglunnar og tæki jafnvel við greiðslum frá honum. Uppruna þeirra mætti líklega rekja til „óvarlegra ummæla ölvaðra lögreglumanna á bar einum í Reykjavík í eyra aðila sem tengdust fíkniefnaheiminum, um að stefnandi væri spilltur lögreglumaður“. Í málum lögreglufulltrúans og Aldísar kom fram að fíkniefnadeildin væri klofin og logaði í illdeilum. Héraðsdómur taldi að óvild hluta starfsmanna fíkniefnadeildarinnar í garð lögreglufulltrúans og staðlausar ásakanir um spillingu hans hefðu verið grundvöllur ákvörðun lögreglustjóra um að leysa hann frá störfum. Dæmdi héraðsdómur honum 2,2 milljónir króna í bætur auk tveggja milljóna króna í málskostnað. Tengdar fréttir Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Lögmaður ríkisins ætlar að áfrýja dómi í máli fyrrverandi fíkniefnalögreglumanns sem var leystur frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. Ríkið var dæmt til að greiða manninum milljónir í bætur vegna ákvörðunar lögreglustjóra. Frá þessu greindi Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður ríkisins, þegar skaðabótamál Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Dómnum yrði áfrýjað á næstu dögum. Lögmaður Aldísar lagði dóminn fram þar sem hann styddi það sem hefði komið fram í máli Aldísar. Lögreglufulltrúinn stefndi ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra, um að leysa hann frá störfum í janúar í fyrra á meðan héraðssaksóknari rannsakaði ásakanir um spillingu sem settar höfðu verið fram á hendur honum. Hann hafði verið náinn samstarfsmaður Aldísar í fíkniefnadeildinni.Rannsóknin á honum var á endanum felld niður þar sem ekkert saknæmt kom í ljós.Orðrómar á kreik með óvarlegum ummælum ölvaðra lögreglumannaÍ dómi Hérasdóms Reykjavíkur kom fram að ásakanirnar gegn fulltrúanum hefðu „alla tíð verið með öllu órökstuddar“ og að þær hefðu aðeins byggst á orðrómi. Þá væru vísbendingar um að ásakanirnar hafi sprottið upp úr persónulegri óvild í garð hans í tengslum við klofning innan fíkniefnadeildarinnar. Orðrómarnir gengu meðal annars út á að fulltrúinn væri í óeðlilegum tengslum við upplýsingagjafa lögreglunnar og tæki jafnvel við greiðslum frá honum. Uppruna þeirra mætti líklega rekja til „óvarlegra ummæla ölvaðra lögreglumanna á bar einum í Reykjavík í eyra aðila sem tengdust fíkniefnaheiminum, um að stefnandi væri spilltur lögreglumaður“. Í málum lögreglufulltrúans og Aldísar kom fram að fíkniefnadeildin væri klofin og logaði í illdeilum. Héraðsdómur taldi að óvild hluta starfsmanna fíkniefnadeildarinnar í garð lögreglufulltrúans og staðlausar ásakanir um spillingu hans hefðu verið grundvöllur ákvörðun lögreglustjóra um að leysa hann frá störfum. Dæmdi héraðsdómur honum 2,2 milljónir króna í bætur auk tveggja milljóna króna í málskostnað.
Tengdar fréttir Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00