Netflix fjarlægði barnaþátt eftir ábendingar um bakgrunnsböll Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2017 08:54 Býflugan Maya á sér ungan aðdáendahóp. netflix Netflix hefur fjarlægt teiknimyndaþátt eftir að hafa fengið fjölmargar ábendingar um ósiðlega tréristu. Áhyggjufullir áhorfendur bentu streymisveituna á að í einu atriði þáttarinns Maya the bee mætti sjá hvernig búið var að rista útlínur getnaðarlims í trjábol í bakgrunninum. Móðir ungs barns var ein þeirra sem varð ballarins vör og lýsti hún áhyggjum sínum á Facebook.Böllinn mátti sjá inni í bolnum.Netflix„Passiði vel upp á hvað börnin ykkar horfa á. Ég veit að ég er ekki að missa vitið og ég veit að eitthvað þessu líkt á ekki heima í barnaefni,“ skrifaði Chey Robinson og bætti við: „Mér býður algjörlega við þessu, það er ekki nokkur ástæða fyrir því að börnin mín ættu að sjá eitthvað þessu líkt.“ Netflix hefur ekki enn tjáð sig um málið en hefur þó fjarlægt umræddan þátt, þann þrítugasta og fimmta í fyrstu þáttaröð Maya the bee. Hún er ekki aðgengileg á íslensku útgáfu streymisveitunnar. Maya the bee hóf göngu sína árið 2012 og eru þættirnir 78 talsins. Þeir eru framleiddir af fyrirtækinu Studio 100 sem hefur ekki heldur útskýrt hvernig fyrrnefndur limur rataði í bolinn. Hér að neðan má sjá Chey Robinson benda á tréristuna sem fór fyrir brjóstið á henni. Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Netflix hefur fjarlægt teiknimyndaþátt eftir að hafa fengið fjölmargar ábendingar um ósiðlega tréristu. Áhyggjufullir áhorfendur bentu streymisveituna á að í einu atriði þáttarinns Maya the bee mætti sjá hvernig búið var að rista útlínur getnaðarlims í trjábol í bakgrunninum. Móðir ungs barns var ein þeirra sem varð ballarins vör og lýsti hún áhyggjum sínum á Facebook.Böllinn mátti sjá inni í bolnum.Netflix„Passiði vel upp á hvað börnin ykkar horfa á. Ég veit að ég er ekki að missa vitið og ég veit að eitthvað þessu líkt á ekki heima í barnaefni,“ skrifaði Chey Robinson og bætti við: „Mér býður algjörlega við þessu, það er ekki nokkur ástæða fyrir því að börnin mín ættu að sjá eitthvað þessu líkt.“ Netflix hefur ekki enn tjáð sig um málið en hefur þó fjarlægt umræddan þátt, þann þrítugasta og fimmta í fyrstu þáttaröð Maya the bee. Hún er ekki aðgengileg á íslensku útgáfu streymisveitunnar. Maya the bee hóf göngu sína árið 2012 og eru þættirnir 78 talsins. Þeir eru framleiddir af fyrirtækinu Studio 100 sem hefur ekki heldur útskýrt hvernig fyrrnefndur limur rataði í bolinn. Hér að neðan má sjá Chey Robinson benda á tréristuna sem fór fyrir brjóstið á henni.
Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira