Hæstiréttur sneri dómi yfir manni sem hafði verið dæmdur í fangelsi fyrir nauðgun Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2017 15:52 Dómurinn var birtur á vef Hæstaréttar í dag. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur snúið fangelsisdómi yfir manni sem var dæmdur í héraði til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa haft samræði við 15 ára stúlku gegn vilja hennar. Hæstiréttur taldi að héraðsdómur hefði ekki fært viðhlítandi rök fyrir því að leggja framburð stúlkunnar til grundvallar við úrlausn málsins en hafnað framburði mannsins fyrir dómi þrátt fyrir að hann hefði ekki verið álitinn „ekki ótrúverðugur“, eins og það er orðaði í dómi Hæstaréttar.Var maðurinn ákærður fyrir að hafa haft samræði við stúlkuna, sem þá var 15 ára að aldri, gegn hennar vilja í júní árið 2013, þegar hann var átján ára.Vísir/GVAVar maðurinn ákærður fyrir að hafa haft samræði við stúlkuna, sem þá var 15 ára að aldri, gegn hennar vilja í júní árið 2013. Það átti maðurinn, sem þá var átján ára, að hafa gert með því að beita hana ólögmætri nauðung og notfæra sér yfirburði sína gagnvart henni vegna aldurs- og þroskamunar og að hún var stödd á ókunnugum stað og sumpart með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og þreytu. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði lagt framburð stúlkunnar til grundvallar við úrlausn málsins þar sem hún hefði skýrt á sama hátt frá atvikum frá upphafi, auk þess sem skýrsla hennar hefði stuðning af framburði tveggja vitna sem voru í íbúðinni þegar ætlað brot var framið. Hæstiréttur segir að þó að Héraðsdómur Reykjavíkur teldi að framburður mannsins fyrir dómi væri „ekki ótrúverðugur“ var við mat á honum haft í huga að það hefði verið þriðja útgáfa mannsins af því sem gerst hefði milli þeirra umrætt sinn. Í samræmi við það var hann sakfelldur í héraði og gert að sæta fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Í dómi Hæstaréttar kom fram að mat á sönnunargildi munnlegs framburðar, þar á meðal trúverðugleika mannsins og vitna, yrði ekki endurmetið af réttinum nema þau hefðu gefið skýrslu þar fyrir dómi. Á hinn bóginn yrði að gera þá kröfu til framburðar brotaþola fyrir héraðsdómi, ætti hann að vera lagður til grundvallar sakfellingu, að hann fengi næga stoð í framburði annarra, sem gefið hefðu skýrslu í málinu, eða öðrum sönnunargögnum.Ekki unnt að fallast á með héraðsdómi Talið var að við samanburð á framburði stúlkunnar hjá lögreglu annars vegar og fyrir dómi hins vegar gætti nokkurs misræmis og því væri ekki unnt að fallast á með héraðsdómi að hún hefði skýrt á sama hátt frá atvikum frá upphafi.Með hliðsjón af atvikum málsins var ekki talið, gegn eindreginni neitun mannsins, að sannað væri svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að hann hefði beitt stúlkuna ólögmætri nauðung og því sýknaður.Vísir/GVAÞá væri af samanburði á framburði mannsins og vitnisburði vitnanna tveggja ekki heldur unnt að draga þá ályktun að framburður hennar fengi stuðning þeirra. Loks væri ekki til að dreifa neinum öðrum sönnunargögnum, sem styddu framburð stúlkunnar, ef frá væru taldar skýrslur þeirra sem hún hefði sagt frá atvikum. Að því er varðaði samanburð á framburði mannsins fyrir héraðsdómi og hjá lögreglu vísaði Hæstiréttur til þess að hann hefði í meginatriðum verið sá sami, að því undanskildu að í einni skýrslutökunni hefði maðurinn neitað að hafa haft kynmök við stúlkuna. Drægi það úr trúverðugleika stúlkunnar, en ekki hefði verið um að ræða þrjár ólíkar útgáfur af frásögn hans af því sem gerðist milli þeirra umrætt sinn eins og álykta mætti af héraðsdómi.Taldi héraðsdóm ekki hafa fært viðhlítandi rök Að öllu þessu virtu taldi Hæstiréttur að héraðsdómur hefði ekki fært viðhlítandi rök fyrir því að leggja framburð stúlkunnar til grundvallar við úrlausn málsins, en hafna framburði mannsins fyrir dómi þrátt fyrir að hann hefði verið álitinn „ekki ótrúverðugur“. Með vísan til þess að þau hefðu gengið saman inn á baðherbergið og komið þaðan gangandi og orð staðið gegn orði um það, sem þar hefði gerst, var talið ósannað að stúlkan hefði verið rænulaus eða rænulítil umrætt sinn. Af þeirri ástæðu var maðurinn sýknaður af ákærunni. Með hliðsjón af atvikum málsins var ekki talið, gegn eindreginni neitun mannsins, að sannað væri svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að hann hefði beitt stúlkuna ólögmætri nauðung og því sýknaður.Dóminn í heild má lesa hér. Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Erlent Fleiri fréttir Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Sjá meira
Hæstiréttur hefur snúið fangelsisdómi yfir manni sem var dæmdur í héraði til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa haft samræði við 15 ára stúlku gegn vilja hennar. Hæstiréttur taldi að héraðsdómur hefði ekki fært viðhlítandi rök fyrir því að leggja framburð stúlkunnar til grundvallar við úrlausn málsins en hafnað framburði mannsins fyrir dómi þrátt fyrir að hann hefði ekki verið álitinn „ekki ótrúverðugur“, eins og það er orðaði í dómi Hæstaréttar.Var maðurinn ákærður fyrir að hafa haft samræði við stúlkuna, sem þá var 15 ára að aldri, gegn hennar vilja í júní árið 2013, þegar hann var átján ára.Vísir/GVAVar maðurinn ákærður fyrir að hafa haft samræði við stúlkuna, sem þá var 15 ára að aldri, gegn hennar vilja í júní árið 2013. Það átti maðurinn, sem þá var átján ára, að hafa gert með því að beita hana ólögmætri nauðung og notfæra sér yfirburði sína gagnvart henni vegna aldurs- og þroskamunar og að hún var stödd á ókunnugum stað og sumpart með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og þreytu. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði lagt framburð stúlkunnar til grundvallar við úrlausn málsins þar sem hún hefði skýrt á sama hátt frá atvikum frá upphafi, auk þess sem skýrsla hennar hefði stuðning af framburði tveggja vitna sem voru í íbúðinni þegar ætlað brot var framið. Hæstiréttur segir að þó að Héraðsdómur Reykjavíkur teldi að framburður mannsins fyrir dómi væri „ekki ótrúverðugur“ var við mat á honum haft í huga að það hefði verið þriðja útgáfa mannsins af því sem gerst hefði milli þeirra umrætt sinn. Í samræmi við það var hann sakfelldur í héraði og gert að sæta fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Í dómi Hæstaréttar kom fram að mat á sönnunargildi munnlegs framburðar, þar á meðal trúverðugleika mannsins og vitna, yrði ekki endurmetið af réttinum nema þau hefðu gefið skýrslu þar fyrir dómi. Á hinn bóginn yrði að gera þá kröfu til framburðar brotaþola fyrir héraðsdómi, ætti hann að vera lagður til grundvallar sakfellingu, að hann fengi næga stoð í framburði annarra, sem gefið hefðu skýrslu í málinu, eða öðrum sönnunargögnum.Ekki unnt að fallast á með héraðsdómi Talið var að við samanburð á framburði stúlkunnar hjá lögreglu annars vegar og fyrir dómi hins vegar gætti nokkurs misræmis og því væri ekki unnt að fallast á með héraðsdómi að hún hefði skýrt á sama hátt frá atvikum frá upphafi.Með hliðsjón af atvikum málsins var ekki talið, gegn eindreginni neitun mannsins, að sannað væri svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að hann hefði beitt stúlkuna ólögmætri nauðung og því sýknaður.Vísir/GVAÞá væri af samanburði á framburði mannsins og vitnisburði vitnanna tveggja ekki heldur unnt að draga þá ályktun að framburður hennar fengi stuðning þeirra. Loks væri ekki til að dreifa neinum öðrum sönnunargögnum, sem styddu framburð stúlkunnar, ef frá væru taldar skýrslur þeirra sem hún hefði sagt frá atvikum. Að því er varðaði samanburð á framburði mannsins fyrir héraðsdómi og hjá lögreglu vísaði Hæstiréttur til þess að hann hefði í meginatriðum verið sá sami, að því undanskildu að í einni skýrslutökunni hefði maðurinn neitað að hafa haft kynmök við stúlkuna. Drægi það úr trúverðugleika stúlkunnar, en ekki hefði verið um að ræða þrjár ólíkar útgáfur af frásögn hans af því sem gerðist milli þeirra umrætt sinn eins og álykta mætti af héraðsdómi.Taldi héraðsdóm ekki hafa fært viðhlítandi rök Að öllu þessu virtu taldi Hæstiréttur að héraðsdómur hefði ekki fært viðhlítandi rök fyrir því að leggja framburð stúlkunnar til grundvallar við úrlausn málsins, en hafna framburði mannsins fyrir dómi þrátt fyrir að hann hefði verið álitinn „ekki ótrúverðugur“. Með vísan til þess að þau hefðu gengið saman inn á baðherbergið og komið þaðan gangandi og orð staðið gegn orði um það, sem þar hefði gerst, var talið ósannað að stúlkan hefði verið rænulaus eða rænulítil umrætt sinn. Af þeirri ástæðu var maðurinn sýknaður af ákærunni. Með hliðsjón af atvikum málsins var ekki talið, gegn eindreginni neitun mannsins, að sannað væri svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að hann hefði beitt stúlkuna ólögmætri nauðung og því sýknaður.Dóminn í heild má lesa hér.
Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Erlent Fleiri fréttir Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent