Ný stikla úr sjöundu þáttaröð Game of Thrones Atli Ísleifsson skrifar 24. maí 2017 17:17 Jon Snow bregður fyrir í stiklunni og má leiða líkur að því að þetta atriði hafi verið tekið upp á Íslandi. HBO Ný stikla fyrir nýjustu seríu Game of Thrones er farin í loftið og er óhætt að segja að aðdáendur mega eiga von á góðu. Meðal þess sem fram kemur í stiklunni er Unsullied-her Daenerys að kljást við hermenn merkta Lannister. Þá bregður Jon Snow fyrir þar sem hann ræðst til atlögu gegn Little Finger og drekum Daenerys á flugi yfir hópi Dothraki hermanna. Þá bregður Hafþóri Júlíusi okkar einnig fyrir sem uppvakningur Gregor Clegane en hann hefur nú farið með hlutverkið í fjórum þáttaröðum.Hafþór Júlíus í hlutverki sínu sem Fjallið, eða uppvakningur Gregor Clegane.HBOÞáttaröðin átti upphaflega að fara fyrr í loftið en dróst á langinn meðal annars vegna snjóleysis hér á Íslandi. Tafði það upptökur svo að frumsýningu var frestað. Tökuliðið var hér á ferð um miðjan janúar og fóru tökur meðal annars fram á Svínafellsjökli, í Reynisfjöru og við Jökulsárlón. Þetta var í fimmta skipti sem tökulið þáttanna kemur hingað til lands.Sjá einnig:Myndir frá ferðamönnum gefa vísbendingar um stórt hlutverk Íslands í Game of Thrones Þáttaröðin sjálf, sem verður sú næstsíðasta í röðinni, hefst 16. júlí næstkomandi. Þættirnir verða sýndir samtímis í fjölda landa, þar á meðal á Stöð 2 á Íslandi. Game of Thrones Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um Game of Thrones Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl. Fréttir vikunnar í dægurmála heiminum eru á sínum stað og ber þar helst að Mel B og ofbeldisfulli eiginmaðurinn, hundrað metra spretthlaupið milli Rikka G og Sveppa krull og Barry Manilow er kominn út úr skápnum. 10. apríl 2017 14:30 Fimm þáttaraðir í bígerð, ekki fjórar George RR Martin segir þættina fjalla um forsögu sögumheims A Song of Ice and Fire. 15. maí 2017 14:15 Kit Harrington sneri aftur til Íslands Frekari tökur fyrir sjöundu þáttaröð Game of Thrones fóru fram í Reynisfjöru. 24. janúar 2017 12:00 Birta fyrstu myndirnar úr sjöundu þáttaröð Upphitunin fyrir Game of Thrones heldur áfram. 20. apríl 2017 19:00 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Ný stikla fyrir nýjustu seríu Game of Thrones er farin í loftið og er óhætt að segja að aðdáendur mega eiga von á góðu. Meðal þess sem fram kemur í stiklunni er Unsullied-her Daenerys að kljást við hermenn merkta Lannister. Þá bregður Jon Snow fyrir þar sem hann ræðst til atlögu gegn Little Finger og drekum Daenerys á flugi yfir hópi Dothraki hermanna. Þá bregður Hafþóri Júlíusi okkar einnig fyrir sem uppvakningur Gregor Clegane en hann hefur nú farið með hlutverkið í fjórum þáttaröðum.Hafþór Júlíus í hlutverki sínu sem Fjallið, eða uppvakningur Gregor Clegane.HBOÞáttaröðin átti upphaflega að fara fyrr í loftið en dróst á langinn meðal annars vegna snjóleysis hér á Íslandi. Tafði það upptökur svo að frumsýningu var frestað. Tökuliðið var hér á ferð um miðjan janúar og fóru tökur meðal annars fram á Svínafellsjökli, í Reynisfjöru og við Jökulsárlón. Þetta var í fimmta skipti sem tökulið þáttanna kemur hingað til lands.Sjá einnig:Myndir frá ferðamönnum gefa vísbendingar um stórt hlutverk Íslands í Game of Thrones Þáttaröðin sjálf, sem verður sú næstsíðasta í röðinni, hefst 16. júlí næstkomandi. Þættirnir verða sýndir samtímis í fjölda landa, þar á meðal á Stöð 2 á Íslandi.
Game of Thrones Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um Game of Thrones Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl. Fréttir vikunnar í dægurmála heiminum eru á sínum stað og ber þar helst að Mel B og ofbeldisfulli eiginmaðurinn, hundrað metra spretthlaupið milli Rikka G og Sveppa krull og Barry Manilow er kominn út úr skápnum. 10. apríl 2017 14:30 Fimm þáttaraðir í bígerð, ekki fjórar George RR Martin segir þættina fjalla um forsögu sögumheims A Song of Ice and Fire. 15. maí 2017 14:15 Kit Harrington sneri aftur til Íslands Frekari tökur fyrir sjöundu þáttaröð Game of Thrones fóru fram í Reynisfjöru. 24. janúar 2017 12:00 Birta fyrstu myndirnar úr sjöundu þáttaröð Upphitunin fyrir Game of Thrones heldur áfram. 20. apríl 2017 19:00 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Allt sem þú þarft að vita um Game of Thrones Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl. Fréttir vikunnar í dægurmála heiminum eru á sínum stað og ber þar helst að Mel B og ofbeldisfulli eiginmaðurinn, hundrað metra spretthlaupið milli Rikka G og Sveppa krull og Barry Manilow er kominn út úr skápnum. 10. apríl 2017 14:30
Fimm þáttaraðir í bígerð, ekki fjórar George RR Martin segir þættina fjalla um forsögu sögumheims A Song of Ice and Fire. 15. maí 2017 14:15
Kit Harrington sneri aftur til Íslands Frekari tökur fyrir sjöundu þáttaröð Game of Thrones fóru fram í Reynisfjöru. 24. janúar 2017 12:00
Birta fyrstu myndirnar úr sjöundu þáttaröð Upphitunin fyrir Game of Thrones heldur áfram. 20. apríl 2017 19:00