Vill fjármagna endurbætur á vegakerfinu með gjaldtöku á vegum Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. febrúar 2017 21:18 Í samgönguráðuneytinu er unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku á vegum frá höfuðborgarsvæðinu. Fjárfesting ríkisins í vegakerfinu sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er langt undir sögulegu meðaltali. Fjárfesting hefur verið á bilinu 0,8 til 1,2 prósent frá hruni en sögulegt meðaltal er nálægt 2 prósentum. Áætlað er að verja þurfi um 100 milljörðum króna nú þegar, til að koma vegakerfi landsins í viðunandi ástand. „Það er best að vera á jörðinni og átta sig á því að það verður slagur um fjármagnið og þess vegna höfum við verið að setja í gang vinnu núna í ráðuneytinu, að skoða það með hvaða hætti við getum stigið alvöru skref inn í framtíðina á eflingu samgöngukerfisins, hvernig við getum þá tekið ákveðin verkefni út fyrir sviga og farið í samfjármögnun, en hluti af því gæti þá verið að það verði sérstök gjaldtaka á ákveðnum leiðum,“ sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Verkefnin sem ég er að láta skilgreina núna er leiðin frá höfuðborginni upp í Borgarnes, með Sundabraut og þá tvöföldun eftir því sem við á, alla leið frá Keflavíkurflugstöðinni og inn og í gegnum Hafnarfjörð og síðan á suðurlandi, austur fyrir Selfoss með nýrri brú á Ölfusá, fyrir ofan Selfoss.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að sér litist illa á þessar hugmyndir. „Mér finnst dálítið áhugavert að okkur tókst að byggja þessa vegi áður án þess að fara út í gjaldtöku, ég skil ekki af hverju það er flókið að bæta við öðrum vegi án þess að fara út í gjaldtöku.“ Þá sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, að mikilvægt sé að kalla til þverpólítísks samráðs um það hvernig fjármögnun vegakerfisins verður í framtíðinni. „Erum við að fara að borga fyrir þessa grunnþjónustu, með því sem við leggjum til samfélagsins í formi skatta, eða ætlum við að taka upp aukna gjaldtöku þarna eins og víða annarsstaðar? Það er náttúrulega grundvallar stefnubreyting.“ Víglínan Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Í samgönguráðuneytinu er unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku á vegum frá höfuðborgarsvæðinu. Fjárfesting ríkisins í vegakerfinu sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er langt undir sögulegu meðaltali. Fjárfesting hefur verið á bilinu 0,8 til 1,2 prósent frá hruni en sögulegt meðaltal er nálægt 2 prósentum. Áætlað er að verja þurfi um 100 milljörðum króna nú þegar, til að koma vegakerfi landsins í viðunandi ástand. „Það er best að vera á jörðinni og átta sig á því að það verður slagur um fjármagnið og þess vegna höfum við verið að setja í gang vinnu núna í ráðuneytinu, að skoða það með hvaða hætti við getum stigið alvöru skref inn í framtíðina á eflingu samgöngukerfisins, hvernig við getum þá tekið ákveðin verkefni út fyrir sviga og farið í samfjármögnun, en hluti af því gæti þá verið að það verði sérstök gjaldtaka á ákveðnum leiðum,“ sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Verkefnin sem ég er að láta skilgreina núna er leiðin frá höfuðborginni upp í Borgarnes, með Sundabraut og þá tvöföldun eftir því sem við á, alla leið frá Keflavíkurflugstöðinni og inn og í gegnum Hafnarfjörð og síðan á suðurlandi, austur fyrir Selfoss með nýrri brú á Ölfusá, fyrir ofan Selfoss.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að sér litist illa á þessar hugmyndir. „Mér finnst dálítið áhugavert að okkur tókst að byggja þessa vegi áður án þess að fara út í gjaldtöku, ég skil ekki af hverju það er flókið að bæta við öðrum vegi án þess að fara út í gjaldtöku.“ Þá sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, að mikilvægt sé að kalla til þverpólítísks samráðs um það hvernig fjármögnun vegakerfisins verður í framtíðinni. „Erum við að fara að borga fyrir þessa grunnþjónustu, með því sem við leggjum til samfélagsins í formi skatta, eða ætlum við að taka upp aukna gjaldtöku þarna eins og víða annarsstaðar? Það er náttúrulega grundvallar stefnubreyting.“
Víglínan Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira