Fulltrúi Rússa má taka þátt í Eurovision í gegnum gervihnött Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2017 17:25 Julia Samoilova, fulltrúi Rússa í Eurovision í ár. Vísir/EPA Fulltrúi Rússa í Eurovision má taka þátt í keppninni í ár með því að syngja frá Rússlandi í beinni útsendingu og verður þá flutningur hennar sjónvarpaður í höllinni í Kænugarði í gegnum gervihnött. Keppandinn er söngkonan Julia Samoilova sem hefur verið bannað að koma til Úkraínu, þar sem keppnin mun fara fram í Kænugarði dagana 9. til 13. maí næstkomandi. Yfirvöld í Úkraínu höfðu gefið út að Samoilova væri á bannlista fyrir að hafa komið fram á tónleikum á Krímskaga í fyrra, en miklar deilur hafa verið á milli Rússa og Úkraínumanna eftir að Rússar réðust inn á Krímskaga fyrir þremur árum og tóku hann fyir. Því lá fyrir að Samoilova myndi ekki keppa í Eurovision í ár en samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem ítrekað er að keppnin verði að vera laus við alla pólitík.Hefur verið lögð sáttatillaga af hálfu EBU þess efnis að Samoilova fái að taka þátt, en ekki í Úkraínu, heldur þannig að hún syngi á svið í Rússlandi og flutningur hennar verði þannig sýndur í Kænugarði í gegnum gervihnattaútsendingu. Yrði það í fyrsta skiptið í sextíu ára sögu Eurovision sem það yrði gert. Samoilova verður í seinni undanriðli Eurovision, fimmtudagskvöldið 11. maí, en fari svo að hún komist í úrslitin verður sama fyrirkomulag á flutningi hennar laugardaginn 13. maí. Rússar höfðu biðlað til yfirvalda í Úkraínu að endurskoða ákvörðun sína um að meina Samoilova frá því að koma til Úkraínu. Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri EBU, segir samtök evrópskra sjónvarpsstöðva í viðræðum við úkraínsk yfirvöld með það í huga að allir keppendur fái að flytja lög sín í Kænugarði. Eurovision Tengdar fréttir Eurovision: Úkraínumenn banna þátttöku rússnesku söngkonunnar Ástæðan er sögð að Julia Samoilova hafi komið fram á Krímskaga árið 2015, en Rússland innlimaði skagann ári fyrr. 22. mars 2017 13:32 Ágreiningur í uppsiglingu vegna framlags Rússa í Eurovision Flytjandinn hefur viðurkennt að hafa sungið á Krímskaga eftir að Rússar innlimuðu landsvæðið árið 2014. 13. mars 2017 16:00 Yfirlýsing EBU: Ákvörðun úkraínskra yfirvalda mikil vonbrigði Í yfirlýsingu frá EBU segir að nauðsynlegt sé að virða lög og reglur þess ríkis sem hýsir keppnina hverju sinni. 22. mars 2017 15:20 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Fulltrúi Rússa í Eurovision má taka þátt í keppninni í ár með því að syngja frá Rússlandi í beinni útsendingu og verður þá flutningur hennar sjónvarpaður í höllinni í Kænugarði í gegnum gervihnött. Keppandinn er söngkonan Julia Samoilova sem hefur verið bannað að koma til Úkraínu, þar sem keppnin mun fara fram í Kænugarði dagana 9. til 13. maí næstkomandi. Yfirvöld í Úkraínu höfðu gefið út að Samoilova væri á bannlista fyrir að hafa komið fram á tónleikum á Krímskaga í fyrra, en miklar deilur hafa verið á milli Rússa og Úkraínumanna eftir að Rússar réðust inn á Krímskaga fyrir þremur árum og tóku hann fyir. Því lá fyrir að Samoilova myndi ekki keppa í Eurovision í ár en samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem ítrekað er að keppnin verði að vera laus við alla pólitík.Hefur verið lögð sáttatillaga af hálfu EBU þess efnis að Samoilova fái að taka þátt, en ekki í Úkraínu, heldur þannig að hún syngi á svið í Rússlandi og flutningur hennar verði þannig sýndur í Kænugarði í gegnum gervihnattaútsendingu. Yrði það í fyrsta skiptið í sextíu ára sögu Eurovision sem það yrði gert. Samoilova verður í seinni undanriðli Eurovision, fimmtudagskvöldið 11. maí, en fari svo að hún komist í úrslitin verður sama fyrirkomulag á flutningi hennar laugardaginn 13. maí. Rússar höfðu biðlað til yfirvalda í Úkraínu að endurskoða ákvörðun sína um að meina Samoilova frá því að koma til Úkraínu. Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri EBU, segir samtök evrópskra sjónvarpsstöðva í viðræðum við úkraínsk yfirvöld með það í huga að allir keppendur fái að flytja lög sín í Kænugarði.
Eurovision Tengdar fréttir Eurovision: Úkraínumenn banna þátttöku rússnesku söngkonunnar Ástæðan er sögð að Julia Samoilova hafi komið fram á Krímskaga árið 2015, en Rússland innlimaði skagann ári fyrr. 22. mars 2017 13:32 Ágreiningur í uppsiglingu vegna framlags Rússa í Eurovision Flytjandinn hefur viðurkennt að hafa sungið á Krímskaga eftir að Rússar innlimuðu landsvæðið árið 2014. 13. mars 2017 16:00 Yfirlýsing EBU: Ákvörðun úkraínskra yfirvalda mikil vonbrigði Í yfirlýsingu frá EBU segir að nauðsynlegt sé að virða lög og reglur þess ríkis sem hýsir keppnina hverju sinni. 22. mars 2017 15:20 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Eurovision: Úkraínumenn banna þátttöku rússnesku söngkonunnar Ástæðan er sögð að Julia Samoilova hafi komið fram á Krímskaga árið 2015, en Rússland innlimaði skagann ári fyrr. 22. mars 2017 13:32
Ágreiningur í uppsiglingu vegna framlags Rússa í Eurovision Flytjandinn hefur viðurkennt að hafa sungið á Krímskaga eftir að Rússar innlimuðu landsvæðið árið 2014. 13. mars 2017 16:00
Yfirlýsing EBU: Ákvörðun úkraínskra yfirvalda mikil vonbrigði Í yfirlýsingu frá EBU segir að nauðsynlegt sé að virða lög og reglur þess ríkis sem hýsir keppnina hverju sinni. 22. mars 2017 15:20