Vivaldi rokkaður í Skálholtskirkju Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júlí 2017 20:45 Guðrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Sumartónleika í Skálholti. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Sumartónleikarnir í Skálholti standa nú sem hæst en þeir eru orðnir ein virtasta tónlistarhátíð Norðurlandanna á sviði barokktónlistar og kirkjan þykir einstaklega hljómfögur. Þrennir tónleikar verða um helgina. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá æfingu í Skálholti í dag þar sem heyra mátti hljóðfæraleik meðlima sænsku barokksveitarinnar Camerata Öresund og söng Hildigunnar Einarsdóttur. Sumartónleikarnir í Skálholti eiga sér yfir fjörutíu ára sögu. „Þetta er ein elsta hátíð á Norðurlöndum þar sem verið er að leggja áherslu á hljóðfæraleik á upprunahljóðfæri, söguleg hljóðfæri, og fyrir það er hún þekkt langt út fyrir landsteinana,“ segir Guðrún Birgisdóttir, flautuleikari og framkvæmdastjóri Sumartónleika í Skálholti.Barokksveitin Camerata Öresund á æfingu í Skálholtsdómkirkju í dag.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Kirkjunnar menn eru stoltir af því að leggja Skálholtsdómkirkju undir tónleika. „Hljómburðurinn í dómkirkjunni er afbragðsgóður. Þetta er eitthvert besta tónlistarhús landsins,“ segir Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor. Undir það tekur tónlistarfólkið, sem sækist eftir því að fá að taka þátt í hátíðinni. „Hún er ákaflega hljómfögur fyrir þessa tónlist,“ segir Guðrún. Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hátíðin í ár hófst þann 8. júlí, stendur í fimm vikur, og á þessum tíma geta gestir valið um nærri þrjátíu tónleika, meðal annars heyrt þetta nú um helgina: „Hittara allra tíma, Árstíðir eftir Vivaldi. Og þeir spila eins og svakalegir stuðboltar þannig að það er alveg á við hvaða rokktónleika sem er,“ segir Guðrún og hlær. Tónlistarhátíðinni lýkur um verslunarmannahelgina með minningartónleikum um stofnandann, Helgu Ingólfsdóttur. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Sumartónleika í Skálholti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr Skálholti í dag: Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Sviptir Harris vernd Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira
Sumartónleikarnir í Skálholti standa nú sem hæst en þeir eru orðnir ein virtasta tónlistarhátíð Norðurlandanna á sviði barokktónlistar og kirkjan þykir einstaklega hljómfögur. Þrennir tónleikar verða um helgina. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá æfingu í Skálholti í dag þar sem heyra mátti hljóðfæraleik meðlima sænsku barokksveitarinnar Camerata Öresund og söng Hildigunnar Einarsdóttur. Sumartónleikarnir í Skálholti eiga sér yfir fjörutíu ára sögu. „Þetta er ein elsta hátíð á Norðurlöndum þar sem verið er að leggja áherslu á hljóðfæraleik á upprunahljóðfæri, söguleg hljóðfæri, og fyrir það er hún þekkt langt út fyrir landsteinana,“ segir Guðrún Birgisdóttir, flautuleikari og framkvæmdastjóri Sumartónleika í Skálholti.Barokksveitin Camerata Öresund á æfingu í Skálholtsdómkirkju í dag.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Kirkjunnar menn eru stoltir af því að leggja Skálholtsdómkirkju undir tónleika. „Hljómburðurinn í dómkirkjunni er afbragðsgóður. Þetta er eitthvert besta tónlistarhús landsins,“ segir Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor. Undir það tekur tónlistarfólkið, sem sækist eftir því að fá að taka þátt í hátíðinni. „Hún er ákaflega hljómfögur fyrir þessa tónlist,“ segir Guðrún. Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hátíðin í ár hófst þann 8. júlí, stendur í fimm vikur, og á þessum tíma geta gestir valið um nærri þrjátíu tónleika, meðal annars heyrt þetta nú um helgina: „Hittara allra tíma, Árstíðir eftir Vivaldi. Og þeir spila eins og svakalegir stuðboltar þannig að það er alveg á við hvaða rokktónleika sem er,“ segir Guðrún og hlær. Tónlistarhátíðinni lýkur um verslunarmannahelgina með minningartónleikum um stofnandann, Helgu Ingólfsdóttur. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Sumartónleika í Skálholti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr Skálholti í dag:
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Sviptir Harris vernd Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira