Segir ómannúðlegt hvernig komið sé fram við Amir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. febrúar 2017 20:00 Samtökin 78 hvetja yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að vísa samkynhneigðum hælisleitanda til Ítalíu. Þar hafi honum verið nauðgað í flóttamannabúðum og bíður hans dauðarefsing í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hitti hælisleitandann í Mílanó í dag og segir ómannúðlegt hvernig komið er fram við hann. Amir Shokrgozar er 29 ára hælisleitandi frá Íran og hefur verið á Íslandi í um eitt og hálft ár. Hann flúði heimalandið vegna kynhneigðar sinnar en í Íran liggur dauðarefsing við samkynhneigð. Amir sótti um vernd á Ítalíu og bjó í flóttamannabúðum þar sem honum var nauðgað af hópi. Eftir það bjó hann á götunni í fjóra mánuði. Á Íslandi hefur Amir komið sér vel fyrir að eigin sögn. Hann hefur meðal annars unnið sem sjálfboðaliði hjá Samtökunum 78 og Rauða krossinum. Þegar Amir var ljóst á dögunum að hann yrði sendur til Ítalíu fékk hann taugaáfall og lagðist inn á geðdeild. Á fimmtudaginn í síðustu viku var hann handtekinn og fluttur til Ítalíu en ástæða þess að honum er synjað um hæli hér á landi er að hann hefur áður fengið dvalarleyfi þar í landi. Rithöfundurinn, Andri Snær Magnason, er staddur á Ítalíu og hitti Amir í Mílanó í dag. Hann segir hann vera illa á sig kominn. „Ég held að hver Íslendingur skilji það að þegar þú átt engan samastað í veröldinni, ekkert land býður til velkomin, þá brotnaru andlega. Og hann brotnaði niður eftir þessa frávísun og var handtekinn um leið og hann kom út af geðdeild. Hann var meðhöndlaður af því er virðist harkalega: gleraugun hans brotin, marin á höfði og síðan varpað allslausum út á götu í Mílanó um hávetur,“ segir Andri. Ítalir búi nú þegar við ærið vandamál og ástandið þar sé mjög slæmt fyrir flóttafólk. Fjölmiðlar á Ítalíu hafi sýnt málinu áhuga og var Amir í viðtali í dag. „Þetta er í raun algjörlega óskiljanlegt og ekki boðlegt að nútíma lýðræðisríki hagi sér svona því ef við erum bandamenn Ítala þá eigum við ekki að búa til vandamál úr einstaklingum og varpa þeim út á götu í Mílanó,“ segir Andri. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir samtökin ítrekað hafa skorað á stjórnvöld að veita Amir hæli. Staða samkynhneigðra hælisleitenda sé sérstök og að taka þurfi tillit til þess. „Það hefur ekki verið raunin á Íslandi og það er mjög dapurlagt að við sem þjóð, sem höfum lagt mikinn metnað í það að ná góðum árangri í réttindabaráttunni og leggja mikið upp úr jafnrétti, að þegar maður sem er í mjög slæmri stöðu leitar til okkar, að við skulum ekki líta á það sem skyldu okkar og heiður að fá að veita honum góðar viðtökur,“ segir María Helga. Tengdar fréttir Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34 Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Stjórn SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk hvetur íslensk yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um brottvísun Amir Shokrgozar, sem búið hafði á Íslandi í tvö ár, áður en hann var sendur til Ítalíu. 4. febrúar 2017 21:43 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Samtökin 78 hvetja yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að vísa samkynhneigðum hælisleitanda til Ítalíu. Þar hafi honum verið nauðgað í flóttamannabúðum og bíður hans dauðarefsing í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hitti hælisleitandann í Mílanó í dag og segir ómannúðlegt hvernig komið er fram við hann. Amir Shokrgozar er 29 ára hælisleitandi frá Íran og hefur verið á Íslandi í um eitt og hálft ár. Hann flúði heimalandið vegna kynhneigðar sinnar en í Íran liggur dauðarefsing við samkynhneigð. Amir sótti um vernd á Ítalíu og bjó í flóttamannabúðum þar sem honum var nauðgað af hópi. Eftir það bjó hann á götunni í fjóra mánuði. Á Íslandi hefur Amir komið sér vel fyrir að eigin sögn. Hann hefur meðal annars unnið sem sjálfboðaliði hjá Samtökunum 78 og Rauða krossinum. Þegar Amir var ljóst á dögunum að hann yrði sendur til Ítalíu fékk hann taugaáfall og lagðist inn á geðdeild. Á fimmtudaginn í síðustu viku var hann handtekinn og fluttur til Ítalíu en ástæða þess að honum er synjað um hæli hér á landi er að hann hefur áður fengið dvalarleyfi þar í landi. Rithöfundurinn, Andri Snær Magnason, er staddur á Ítalíu og hitti Amir í Mílanó í dag. Hann segir hann vera illa á sig kominn. „Ég held að hver Íslendingur skilji það að þegar þú átt engan samastað í veröldinni, ekkert land býður til velkomin, þá brotnaru andlega. Og hann brotnaði niður eftir þessa frávísun og var handtekinn um leið og hann kom út af geðdeild. Hann var meðhöndlaður af því er virðist harkalega: gleraugun hans brotin, marin á höfði og síðan varpað allslausum út á götu í Mílanó um hávetur,“ segir Andri. Ítalir búi nú þegar við ærið vandamál og ástandið þar sé mjög slæmt fyrir flóttafólk. Fjölmiðlar á Ítalíu hafi sýnt málinu áhuga og var Amir í viðtali í dag. „Þetta er í raun algjörlega óskiljanlegt og ekki boðlegt að nútíma lýðræðisríki hagi sér svona því ef við erum bandamenn Ítala þá eigum við ekki að búa til vandamál úr einstaklingum og varpa þeim út á götu í Mílanó,“ segir Andri. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir samtökin ítrekað hafa skorað á stjórnvöld að veita Amir hæli. Staða samkynhneigðra hælisleitenda sé sérstök og að taka þurfi tillit til þess. „Það hefur ekki verið raunin á Íslandi og það er mjög dapurlagt að við sem þjóð, sem höfum lagt mikinn metnað í það að ná góðum árangri í réttindabaráttunni og leggja mikið upp úr jafnrétti, að þegar maður sem er í mjög slæmri stöðu leitar til okkar, að við skulum ekki líta á það sem skyldu okkar og heiður að fá að veita honum góðar viðtökur,“ segir María Helga.
Tengdar fréttir Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34 Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Stjórn SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk hvetur íslensk yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um brottvísun Amir Shokrgozar, sem búið hafði á Íslandi í tvö ár, áður en hann var sendur til Ítalíu. 4. febrúar 2017 21:43 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34
Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Stjórn SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk hvetur íslensk yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um brottvísun Amir Shokrgozar, sem búið hafði á Íslandi í tvö ár, áður en hann var sendur til Ítalíu. 4. febrúar 2017 21:43