Segir ómannúðlegt hvernig komið sé fram við Amir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. febrúar 2017 20:00 Samtökin 78 hvetja yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að vísa samkynhneigðum hælisleitanda til Ítalíu. Þar hafi honum verið nauðgað í flóttamannabúðum og bíður hans dauðarefsing í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hitti hælisleitandann í Mílanó í dag og segir ómannúðlegt hvernig komið er fram við hann. Amir Shokrgozar er 29 ára hælisleitandi frá Íran og hefur verið á Íslandi í um eitt og hálft ár. Hann flúði heimalandið vegna kynhneigðar sinnar en í Íran liggur dauðarefsing við samkynhneigð. Amir sótti um vernd á Ítalíu og bjó í flóttamannabúðum þar sem honum var nauðgað af hópi. Eftir það bjó hann á götunni í fjóra mánuði. Á Íslandi hefur Amir komið sér vel fyrir að eigin sögn. Hann hefur meðal annars unnið sem sjálfboðaliði hjá Samtökunum 78 og Rauða krossinum. Þegar Amir var ljóst á dögunum að hann yrði sendur til Ítalíu fékk hann taugaáfall og lagðist inn á geðdeild. Á fimmtudaginn í síðustu viku var hann handtekinn og fluttur til Ítalíu en ástæða þess að honum er synjað um hæli hér á landi er að hann hefur áður fengið dvalarleyfi þar í landi. Rithöfundurinn, Andri Snær Magnason, er staddur á Ítalíu og hitti Amir í Mílanó í dag. Hann segir hann vera illa á sig kominn. „Ég held að hver Íslendingur skilji það að þegar þú átt engan samastað í veröldinni, ekkert land býður til velkomin, þá brotnaru andlega. Og hann brotnaði niður eftir þessa frávísun og var handtekinn um leið og hann kom út af geðdeild. Hann var meðhöndlaður af því er virðist harkalega: gleraugun hans brotin, marin á höfði og síðan varpað allslausum út á götu í Mílanó um hávetur,“ segir Andri. Ítalir búi nú þegar við ærið vandamál og ástandið þar sé mjög slæmt fyrir flóttafólk. Fjölmiðlar á Ítalíu hafi sýnt málinu áhuga og var Amir í viðtali í dag. „Þetta er í raun algjörlega óskiljanlegt og ekki boðlegt að nútíma lýðræðisríki hagi sér svona því ef við erum bandamenn Ítala þá eigum við ekki að búa til vandamál úr einstaklingum og varpa þeim út á götu í Mílanó,“ segir Andri. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir samtökin ítrekað hafa skorað á stjórnvöld að veita Amir hæli. Staða samkynhneigðra hælisleitenda sé sérstök og að taka þurfi tillit til þess. „Það hefur ekki verið raunin á Íslandi og það er mjög dapurlagt að við sem þjóð, sem höfum lagt mikinn metnað í það að ná góðum árangri í réttindabaráttunni og leggja mikið upp úr jafnrétti, að þegar maður sem er í mjög slæmri stöðu leitar til okkar, að við skulum ekki líta á það sem skyldu okkar og heiður að fá að veita honum góðar viðtökur,“ segir María Helga. Tengdar fréttir Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34 Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Stjórn SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk hvetur íslensk yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um brottvísun Amir Shokrgozar, sem búið hafði á Íslandi í tvö ár, áður en hann var sendur til Ítalíu. 4. febrúar 2017 21:43 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Samtökin 78 hvetja yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að vísa samkynhneigðum hælisleitanda til Ítalíu. Þar hafi honum verið nauðgað í flóttamannabúðum og bíður hans dauðarefsing í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hitti hælisleitandann í Mílanó í dag og segir ómannúðlegt hvernig komið er fram við hann. Amir Shokrgozar er 29 ára hælisleitandi frá Íran og hefur verið á Íslandi í um eitt og hálft ár. Hann flúði heimalandið vegna kynhneigðar sinnar en í Íran liggur dauðarefsing við samkynhneigð. Amir sótti um vernd á Ítalíu og bjó í flóttamannabúðum þar sem honum var nauðgað af hópi. Eftir það bjó hann á götunni í fjóra mánuði. Á Íslandi hefur Amir komið sér vel fyrir að eigin sögn. Hann hefur meðal annars unnið sem sjálfboðaliði hjá Samtökunum 78 og Rauða krossinum. Þegar Amir var ljóst á dögunum að hann yrði sendur til Ítalíu fékk hann taugaáfall og lagðist inn á geðdeild. Á fimmtudaginn í síðustu viku var hann handtekinn og fluttur til Ítalíu en ástæða þess að honum er synjað um hæli hér á landi er að hann hefur áður fengið dvalarleyfi þar í landi. Rithöfundurinn, Andri Snær Magnason, er staddur á Ítalíu og hitti Amir í Mílanó í dag. Hann segir hann vera illa á sig kominn. „Ég held að hver Íslendingur skilji það að þegar þú átt engan samastað í veröldinni, ekkert land býður til velkomin, þá brotnaru andlega. Og hann brotnaði niður eftir þessa frávísun og var handtekinn um leið og hann kom út af geðdeild. Hann var meðhöndlaður af því er virðist harkalega: gleraugun hans brotin, marin á höfði og síðan varpað allslausum út á götu í Mílanó um hávetur,“ segir Andri. Ítalir búi nú þegar við ærið vandamál og ástandið þar sé mjög slæmt fyrir flóttafólk. Fjölmiðlar á Ítalíu hafi sýnt málinu áhuga og var Amir í viðtali í dag. „Þetta er í raun algjörlega óskiljanlegt og ekki boðlegt að nútíma lýðræðisríki hagi sér svona því ef við erum bandamenn Ítala þá eigum við ekki að búa til vandamál úr einstaklingum og varpa þeim út á götu í Mílanó,“ segir Andri. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir samtökin ítrekað hafa skorað á stjórnvöld að veita Amir hæli. Staða samkynhneigðra hælisleitenda sé sérstök og að taka þurfi tillit til þess. „Það hefur ekki verið raunin á Íslandi og það er mjög dapurlagt að við sem þjóð, sem höfum lagt mikinn metnað í það að ná góðum árangri í réttindabaráttunni og leggja mikið upp úr jafnrétti, að þegar maður sem er í mjög slæmri stöðu leitar til okkar, að við skulum ekki líta á það sem skyldu okkar og heiður að fá að veita honum góðar viðtökur,“ segir María Helga.
Tengdar fréttir Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34 Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Stjórn SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk hvetur íslensk yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um brottvísun Amir Shokrgozar, sem búið hafði á Íslandi í tvö ár, áður en hann var sendur til Ítalíu. 4. febrúar 2017 21:43 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34
Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Stjórn SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk hvetur íslensk yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um brottvísun Amir Shokrgozar, sem búið hafði á Íslandi í tvö ár, áður en hann var sendur til Ítalíu. 4. febrúar 2017 21:43