Fórna frekar atkvæðarétti en að hafa enga aðkomu að ráðum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 06:00 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir Framsókn og flugvallarvini munu verja aðkomu sína að öllum sjö manna ráðum borgarinnar. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sagði sig úr flokknum í síðustu viku. Mynd/Samsett Fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina eru reiðubúnir að fórna atkvæðisrétti sínum í ráðum borgarinnar frekar en að missa aðkomu sína að þeim í kjölfar úrsagnar Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur úr flokknum í síðustu viku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom þessi vilji fram á fundi í borgarmálaráði Framsóknar og flugvallarvina á mánudaginn. Fréttablaðið fjallaði í gær um þá snúnu stöðu sem upp er komin vegna úrsagnar Sveinbjargar sem hafði það í för með sér að hlutföllin í borgarstjórn breyttust. Þar sem Sveinbjörg er orðin óháður borgarfulltrúi standa Framsókn og flugvallarvinir frammi fyrir því að missa aðalmenn sína í öllum sjö manna ráðum borgarinnar, sem eru átta talsins, og færu sætin til meirihlutans. Til að koma í veg fyrir það þurfa Sveinbjörg og flokkurinn að ná saman um að standa sameiginlega að lista þegar kosið verður í ráð og nefndir í næstu viku. Fulltrúar flokksins myndu þó fá að vera áheyrnarfulltrúar með tillögurétt og málfrelsi en engan atkvæðisrétt. Sveinbjörg Birna missir að óbreyttu sæti sitt í borgarráði en ólíkt flokknum ætti hún ekki sjálfkrafa rétt á áheyrn sem óháður fulltrúi. Degi eftir fund borgarmálaflokksins þar sem staðan var rædd funduðu Sveinbjörg Birna og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, um möguleika á að ná saman líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær. Engin niðurstaða lá fyrir í gær en frekari fundir voru á dagskrá hjá þeim í vikunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins líta fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina þó svo á að lítið muni breytast þótt þeir fórni atkvæðisrétti sínum. Einn viðmælandi Fréttablaðsins innan úr flokknum orðaði það þannig að meirihlutinn réði hvort eð er öllu og minnihlutinn væri áhrifalítill í atkvæðagreiðslum. Hag flokksins væri hugsanlega betur borgið í áheyrn. Með því yrði Sveinbjörg einangruð sem óháður fulltrúi það sem eftir lifir kjörtímabils en hún sagði í samtali við Fréttablaðið í gær eftir fundinn með Guðfinnu að hún vonaði að skynsemin yrði öllum ágreiningi yfirsterkari hjá sínum gömlu félögum og að lítill vilji væri til að styrkja meirihlutann með þeim aukamanni sem hann myndi græða í þessum sjö manna ráðum. Guðfinna Jóhanna segir í samtali við Fréttablaðið að viðræðurnar við Sveinbjörgu snúist fyrst og fremst um að skoða hvort einhver flötur sé á því – ef þær legðu fram sameiginlegan lista – hvort hægt sé að tryggja bæði flokknum og Sveinbjörgu aðkomu að einhverjum ráðum borgarinnar. Framsókn og flugvallarvinir vilji þó aðkomu að þeim öllum. „Ef valið er um það að vera áheyrnarfulltrúar og hafa þá aðkomu að öllum ráðum þá veljum við það frekar en að hafa atkvæðisrétt í sumum ráðum en enga aðkomu í hinum. Við munum tryggja það að atkvæðagreiðslan verði með þeim hætti að við höfum aðkomu að öllum ráðum borgarinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans. 30. ágúst 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina eru reiðubúnir að fórna atkvæðisrétti sínum í ráðum borgarinnar frekar en að missa aðkomu sína að þeim í kjölfar úrsagnar Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur úr flokknum í síðustu viku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom þessi vilji fram á fundi í borgarmálaráði Framsóknar og flugvallarvina á mánudaginn. Fréttablaðið fjallaði í gær um þá snúnu stöðu sem upp er komin vegna úrsagnar Sveinbjargar sem hafði það í för með sér að hlutföllin í borgarstjórn breyttust. Þar sem Sveinbjörg er orðin óháður borgarfulltrúi standa Framsókn og flugvallarvinir frammi fyrir því að missa aðalmenn sína í öllum sjö manna ráðum borgarinnar, sem eru átta talsins, og færu sætin til meirihlutans. Til að koma í veg fyrir það þurfa Sveinbjörg og flokkurinn að ná saman um að standa sameiginlega að lista þegar kosið verður í ráð og nefndir í næstu viku. Fulltrúar flokksins myndu þó fá að vera áheyrnarfulltrúar með tillögurétt og málfrelsi en engan atkvæðisrétt. Sveinbjörg Birna missir að óbreyttu sæti sitt í borgarráði en ólíkt flokknum ætti hún ekki sjálfkrafa rétt á áheyrn sem óháður fulltrúi. Degi eftir fund borgarmálaflokksins þar sem staðan var rædd funduðu Sveinbjörg Birna og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, um möguleika á að ná saman líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær. Engin niðurstaða lá fyrir í gær en frekari fundir voru á dagskrá hjá þeim í vikunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins líta fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina þó svo á að lítið muni breytast þótt þeir fórni atkvæðisrétti sínum. Einn viðmælandi Fréttablaðsins innan úr flokknum orðaði það þannig að meirihlutinn réði hvort eð er öllu og minnihlutinn væri áhrifalítill í atkvæðagreiðslum. Hag flokksins væri hugsanlega betur borgið í áheyrn. Með því yrði Sveinbjörg einangruð sem óháður fulltrúi það sem eftir lifir kjörtímabils en hún sagði í samtali við Fréttablaðið í gær eftir fundinn með Guðfinnu að hún vonaði að skynsemin yrði öllum ágreiningi yfirsterkari hjá sínum gömlu félögum og að lítill vilji væri til að styrkja meirihlutann með þeim aukamanni sem hann myndi græða í þessum sjö manna ráðum. Guðfinna Jóhanna segir í samtali við Fréttablaðið að viðræðurnar við Sveinbjörgu snúist fyrst og fremst um að skoða hvort einhver flötur sé á því – ef þær legðu fram sameiginlegan lista – hvort hægt sé að tryggja bæði flokknum og Sveinbjörgu aðkomu að einhverjum ráðum borgarinnar. Framsókn og flugvallarvinir vilji þó aðkomu að þeim öllum. „Ef valið er um það að vera áheyrnarfulltrúar og hafa þá aðkomu að öllum ráðum þá veljum við það frekar en að hafa atkvæðisrétt í sumum ráðum en enga aðkomu í hinum. Við munum tryggja það að atkvæðagreiðslan verði með þeim hætti að við höfum aðkomu að öllum ráðum borgarinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans. 30. ágúst 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans. 30. ágúst 2017 07:00