Ellefu tíma flug frá Barcelona til Barcelona Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. maí 2017 12:30 Vél Vueling átti að lenda í Keflavík á tíunda tímanum í gærkvöldi en var snúið við vegna veðurs. Vísir/EPA „Þetta er alveg ótrúlega spennandi, eða þannig,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins í samtali við Vísi. Ellen var meðal farþega í flugi Vueling frá Barcelona sem átti að lenda í Keflavík í gær en var snúið við vegna slæmra veðurskilyrða í Keflavík, þrátt fyrir að aðrar vélar hafi lent í Keflavík um svipað leyti. Ferðalagið frá Barcelona aftur til Barcelona tók alls ellefu klukkustundir og voru farþegar enn að bíða þess að komast um borð og halda loks til Keflavíkur klukkan 11 í morgun. „Ég var á leiðinni heim með Vueling frá Barcelona til Keflavíkur í gær en þegar við vorum komin svolítið á veg þá segir flugstjórinn að það sé svo brjálað veður í Keflavík að hann þurfi að lenda í Glasgow til að taka meira eldsneyti svo hann geti flogið á annan flugvöll ef ske kynni að ekki sé hægt að lenda í Keflavík,“ segir Ellen. Til að lenda í Glasgow þurfti vélin að brenna eldsneyti svo að vélin hringsólaði yfir Glasgow í um klukkutíma. Þar sátu farþegar í vélinni á flugbrautinni í þrjá til fjóra klukkutíma. „Þá var okkur boðið einhverjum að fara út í Glasgow en þá þurftu þeir að borga hótel og flug og allt sjálfir og koma sér sjálfir á áfangastað. Þá þurfti náttúrulega að afferma töskur og finna töskur þeirra sem ætluðu út þar. Síðan var snúið aftur til Barcelona.“Ellen CalmonVísir/AntonEngar útskýringar Þegar vélin lenti aftur til Barcelona fengust engar sérstakar upplýsingar, þau voru boðin velkomin til Barcelona, fengu upplýsingar um veður og voru beðin afsökunar á óþægindunum. „Svo fórum við bara í biðsalinn, sóttum töskurnar okkar og þá biðum við í tvo tíma í röð. Búin að vera 11 klukkustundir í vélinni og í þeirri röð var okkur boðið að fara á hótel sem tæki hálftíma að komast á. Við áttum að vera komin aftur upp á völl klukkan 11 og þá var klukkan 7. Þannig að það var útlit fyrir að ef maður myndi þiggja það þá væri maður klukkutíma á hótelinu og enginn hafði orku til að þvælast í rútu eða vesenast eitthvað í því.“ Hún segir að þjónustan um borð í þessa ellefu klukkutíma hafi ekki verið upp á marga fiska. „Við fengum vatn að drekka en það var ekki boðið upp á neina aðra næringu. Einhverjir fengu að kaupa smotterí fljótlega eftir að við lentum en svo var lokað fyrir alla þjónustu og ekki hægt að kaupa neitt meira. Svörin við því voru að ef þau færu að selja þjónustu þá vilja allir kaupa og það var ekki hægt.“ Ellen furðar sig mjög á ákvörðun flugstjórans að lenda ekki í Keflavík, allt annað áætlunarflug virðist hafa lent í Keflavík í gær. „Ég bý svo vel að þekkja flugvirkja, flugþjóna og flugmann, flesta hjá Icelandair og það furða sig allir á þessu,“ segir Ellen. „Ef þetta eru ekki þannig sérstakar aðstæður að fleiri hafi þurft að fresta aðflugi í Keflavík þá hlýtur flugfélagið að vera bótaskylt.“Ákvörðun flugfélagsins Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segist engar skýringar hafa á því að flugi Vueling hafi verið snúið við. „Það er ákvörðun flugmannanna, eða flugfélagsins, hverju sinni. En það voru aðrar flugvélar sem lentu þarna,“ segir Guðni í samtali við Vísi. „Þetta virkar þannig að það eru gefnar upp veðurupplýsingar og flugmenn ákveða eftir aðstæðum og hvernig þeir meta aðstæður og eftir sínum öryggisreglum. Þannig að þeir taka ákvörðun. Það kemur okkur í raun ekki við hvaða ákvörðun þeir taka og við vitum ekki af hverju þeir taka þessa ákvörðun.“ Fréttir af flugi Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
„Þetta er alveg ótrúlega spennandi, eða þannig,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins í samtali við Vísi. Ellen var meðal farþega í flugi Vueling frá Barcelona sem átti að lenda í Keflavík í gær en var snúið við vegna slæmra veðurskilyrða í Keflavík, þrátt fyrir að aðrar vélar hafi lent í Keflavík um svipað leyti. Ferðalagið frá Barcelona aftur til Barcelona tók alls ellefu klukkustundir og voru farþegar enn að bíða þess að komast um borð og halda loks til Keflavíkur klukkan 11 í morgun. „Ég var á leiðinni heim með Vueling frá Barcelona til Keflavíkur í gær en þegar við vorum komin svolítið á veg þá segir flugstjórinn að það sé svo brjálað veður í Keflavík að hann þurfi að lenda í Glasgow til að taka meira eldsneyti svo hann geti flogið á annan flugvöll ef ske kynni að ekki sé hægt að lenda í Keflavík,“ segir Ellen. Til að lenda í Glasgow þurfti vélin að brenna eldsneyti svo að vélin hringsólaði yfir Glasgow í um klukkutíma. Þar sátu farþegar í vélinni á flugbrautinni í þrjá til fjóra klukkutíma. „Þá var okkur boðið einhverjum að fara út í Glasgow en þá þurftu þeir að borga hótel og flug og allt sjálfir og koma sér sjálfir á áfangastað. Þá þurfti náttúrulega að afferma töskur og finna töskur þeirra sem ætluðu út þar. Síðan var snúið aftur til Barcelona.“Ellen CalmonVísir/AntonEngar útskýringar Þegar vélin lenti aftur til Barcelona fengust engar sérstakar upplýsingar, þau voru boðin velkomin til Barcelona, fengu upplýsingar um veður og voru beðin afsökunar á óþægindunum. „Svo fórum við bara í biðsalinn, sóttum töskurnar okkar og þá biðum við í tvo tíma í röð. Búin að vera 11 klukkustundir í vélinni og í þeirri röð var okkur boðið að fara á hótel sem tæki hálftíma að komast á. Við áttum að vera komin aftur upp á völl klukkan 11 og þá var klukkan 7. Þannig að það var útlit fyrir að ef maður myndi þiggja það þá væri maður klukkutíma á hótelinu og enginn hafði orku til að þvælast í rútu eða vesenast eitthvað í því.“ Hún segir að þjónustan um borð í þessa ellefu klukkutíma hafi ekki verið upp á marga fiska. „Við fengum vatn að drekka en það var ekki boðið upp á neina aðra næringu. Einhverjir fengu að kaupa smotterí fljótlega eftir að við lentum en svo var lokað fyrir alla þjónustu og ekki hægt að kaupa neitt meira. Svörin við því voru að ef þau færu að selja þjónustu þá vilja allir kaupa og það var ekki hægt.“ Ellen furðar sig mjög á ákvörðun flugstjórans að lenda ekki í Keflavík, allt annað áætlunarflug virðist hafa lent í Keflavík í gær. „Ég bý svo vel að þekkja flugvirkja, flugþjóna og flugmann, flesta hjá Icelandair og það furða sig allir á þessu,“ segir Ellen. „Ef þetta eru ekki þannig sérstakar aðstæður að fleiri hafi þurft að fresta aðflugi í Keflavík þá hlýtur flugfélagið að vera bótaskylt.“Ákvörðun flugfélagsins Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segist engar skýringar hafa á því að flugi Vueling hafi verið snúið við. „Það er ákvörðun flugmannanna, eða flugfélagsins, hverju sinni. En það voru aðrar flugvélar sem lentu þarna,“ segir Guðni í samtali við Vísi. „Þetta virkar þannig að það eru gefnar upp veðurupplýsingar og flugmenn ákveða eftir aðstæðum og hvernig þeir meta aðstæður og eftir sínum öryggisreglum. Þannig að þeir taka ákvörðun. Það kemur okkur í raun ekki við hvaða ákvörðun þeir taka og við vitum ekki af hverju þeir taka þessa ákvörðun.“
Fréttir af flugi Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira