Bróðir Pablo Escobar ráðleggur Netflix að ráða launmorðingja öryggisins vegna Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2017 10:19 Pablo Escobar ásamt eiginkonu sinni árið 1983. Vísir/Getty Sjónvarpsveitan Netflix ætti að ráða launmorðingja til að tryggja öryggi starfsmanna þeirra. Þetta segir bróðir eiturlyfjabarónsins fallna, Pablo Escobar, í viðtali við Hollywood Reporter vegna frétta af manni sem var drepinn nærri Mexíkó-borg í leit að tökustöðum fyrir þáttaröðina Narcos.Narcos, glæpaþáttaröð úr smiðju Netflix, hefur slegið í gegn meðal áskrifenda efnisveitunnar en serían fjallar um ævi og störf kólumbíska eiturlyfjabarónsins Pablo Escobar. Maðurinn, Carlos Munoz Portal, var 37 ára gamall. Hann fannst í bíl sínum í bænum Temascalapa í Mexíkó en lík hans var alsett byssukúlum. Munoz starfaði sem verktaki við framleiðslu fjórðu Narcos-þáttaraðarinnar sem sögð er munu einblína á mexíkóska Juárez-eiturlyfjahringinn. Bróðir Escobar, Roberto De Jesus Escobar Gaviri, var bæði aðalendurskoðandi bróður síns og yfirmaður launmorðingja hans sem voru á vegum Medellin-glæpahringsins.Roberto er í dag forstjóri Escobar Inc., en hann heldur því fram að hann eigi réttinn að nafni Escobar. Hann telur því Netflix skulda sér einn milljarð Bandaríkjadala, eða sem nemur um 105 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, fyrir notkun á nafni fjölskyldu hans án leyfis. Í viðtalinu við Hollywood Reptorter er Roberto spurður hvað Netflix ætti að gera til að auka öryggi starfsfólks síns. Svarið hans er á þann veg að búi einstaklingur yfir nógu miklum gáfum, þá þurfi hann ekki vopn. „Ef ekki, þá þarftu vopn. Í þessu tilviki ætti Netflix að ráða launmorðingja til að tryggja öryggi.“ Hann er spurður álits á því hvort Netflix ætti að mynda þáttaraðir sínar á þeim stöðum sem atburðirnir áttu sér. Roberto segist ekki kæra sig um það, og þá sérstaklega ekki án leyfis Escobar Inc. „Það er mjög hættulegt, sérstaklega án okkar blessunar. Þetta er landið mitt,“ segir hann og á þar við Kólumbíu, en Escobar-fjölskyldan er þaðan. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Skotinn til bana við leit að tökustöðum fyrir Narcos Maðurinn, Carlos Munoz Portal, var 37 ára gamall. Hann fannst í bíl sínum í bænum Temascalapa í Mexíkó en lík hans var alsett byssukúlum. 16. september 2017 22:59 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Sjónvarpsveitan Netflix ætti að ráða launmorðingja til að tryggja öryggi starfsmanna þeirra. Þetta segir bróðir eiturlyfjabarónsins fallna, Pablo Escobar, í viðtali við Hollywood Reporter vegna frétta af manni sem var drepinn nærri Mexíkó-borg í leit að tökustöðum fyrir þáttaröðina Narcos.Narcos, glæpaþáttaröð úr smiðju Netflix, hefur slegið í gegn meðal áskrifenda efnisveitunnar en serían fjallar um ævi og störf kólumbíska eiturlyfjabarónsins Pablo Escobar. Maðurinn, Carlos Munoz Portal, var 37 ára gamall. Hann fannst í bíl sínum í bænum Temascalapa í Mexíkó en lík hans var alsett byssukúlum. Munoz starfaði sem verktaki við framleiðslu fjórðu Narcos-þáttaraðarinnar sem sögð er munu einblína á mexíkóska Juárez-eiturlyfjahringinn. Bróðir Escobar, Roberto De Jesus Escobar Gaviri, var bæði aðalendurskoðandi bróður síns og yfirmaður launmorðingja hans sem voru á vegum Medellin-glæpahringsins.Roberto er í dag forstjóri Escobar Inc., en hann heldur því fram að hann eigi réttinn að nafni Escobar. Hann telur því Netflix skulda sér einn milljarð Bandaríkjadala, eða sem nemur um 105 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, fyrir notkun á nafni fjölskyldu hans án leyfis. Í viðtalinu við Hollywood Reptorter er Roberto spurður hvað Netflix ætti að gera til að auka öryggi starfsfólks síns. Svarið hans er á þann veg að búi einstaklingur yfir nógu miklum gáfum, þá þurfi hann ekki vopn. „Ef ekki, þá þarftu vopn. Í þessu tilviki ætti Netflix að ráða launmorðingja til að tryggja öryggi.“ Hann er spurður álits á því hvort Netflix ætti að mynda þáttaraðir sínar á þeim stöðum sem atburðirnir áttu sér. Roberto segist ekki kæra sig um það, og þá sérstaklega ekki án leyfis Escobar Inc. „Það er mjög hættulegt, sérstaklega án okkar blessunar. Þetta er landið mitt,“ segir hann og á þar við Kólumbíu, en Escobar-fjölskyldan er þaðan.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Skotinn til bana við leit að tökustöðum fyrir Narcos Maðurinn, Carlos Munoz Portal, var 37 ára gamall. Hann fannst í bíl sínum í bænum Temascalapa í Mexíkó en lík hans var alsett byssukúlum. 16. september 2017 22:59 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Skotinn til bana við leit að tökustöðum fyrir Narcos Maðurinn, Carlos Munoz Portal, var 37 ára gamall. Hann fannst í bíl sínum í bænum Temascalapa í Mexíkó en lík hans var alsett byssukúlum. 16. september 2017 22:59