Lýsa því yfir að laxeldi muni bæta lífsgæði íbúa Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, og Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, undirrituðu viljayfirlýsinguna. Mynd/Fjallabyggð Arnarlax og Fjallabyggð hafa gefið út sameiginlega viljayfirlýsingu um samstarf um undirbúning og könnun á forsendum þess að að setja upp starfsstöð í Ólafsfirði fyrir laxeldi fyrirtækisins í Eyjafirði. Er þar um að ræða bæði hafnaraðstöðu og eins aðstöðu í landi undir starfsemi Arnarlax hf. í Eyjafirði. „Ef nauðsynleg leyfi fást til að hefja laxeldi í utanverðum Eyjafirði mun það hafa jákvæð samfélagsleg áhrif og bæta lífsgæði íbúa svæðisins með beinum og óbeinum hætti. Verði af fyrirhuguðum áformum er ljóst að það mun skapa tugi starfa í Ólafsfirði og nágrenni,“ segir í yfirlýsingunni. Áform Arnarlax eru um árlega framleiðslu á tíu þúsund tonnum af laxi í utanverðum Eyjafirði. Fyrirtækið keypti Fjarðalax í fyrra en það fyrirtæki hafði í árslok 2014 kynnt áform um framkvæmdir innarlega í firðinum. Fram kemur í yfirlýsingunni að sú fyrirætlun sé endurskoðuð til að „að skapa sátt til framtíðar um uppbyggingu á sjálfbæru laxeldi í Eyjafirði“. Markmiðið sé jafnvægi milli umhverfislegra, efnahagslegra og samfélagslegra aðstæðna á svæðinu. Arnarlax er þannig sagt vera að skoða umhverfisaðstæður við Ólafsfjörð í Eyjafirði í samstarfi við Fjallabyggð. „Sérstaklega verða skoðaðar hugmyndir um að færa eldisstaði norðar í Eyjafjörð þar sem útlit er fyrir mjög jákvæðar umhverfislegar aðstæður til framtíðaruppbyggingar og þróunar laxeldis á svæðinu.“ Uppbygging sem Arnarlax þarf er hafnaraðstaða fyrir vinnubáta, aðstaða fyrir biðkvíar og brunnbát, húsnæði fyrir fóður og ýmsan eldisbúnað, auk sláturhúss og vinnslu. Um 130 manns eru sagðir starfa hjá Arnarlaxi í seiðaeldisstöðvum, sjóeldi, vinnslu, sölu, markaðsmálum og yfirstjórn. Að auki tengist tugir annarra starfa þjónustu við Arnarlax með beinum eða óbeinum hætti. „Störf í fiskeldi henta bæði konum og körlum með fjölbreytta menntun,“ segir í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Gunnari I. Birgissyni, bæjarstjóra Fjallabyggðar, og Víkingi Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Fjarðalax. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Arnarlax og Fjallabyggð hafa gefið út sameiginlega viljayfirlýsingu um samstarf um undirbúning og könnun á forsendum þess að að setja upp starfsstöð í Ólafsfirði fyrir laxeldi fyrirtækisins í Eyjafirði. Er þar um að ræða bæði hafnaraðstöðu og eins aðstöðu í landi undir starfsemi Arnarlax hf. í Eyjafirði. „Ef nauðsynleg leyfi fást til að hefja laxeldi í utanverðum Eyjafirði mun það hafa jákvæð samfélagsleg áhrif og bæta lífsgæði íbúa svæðisins með beinum og óbeinum hætti. Verði af fyrirhuguðum áformum er ljóst að það mun skapa tugi starfa í Ólafsfirði og nágrenni,“ segir í yfirlýsingunni. Áform Arnarlax eru um árlega framleiðslu á tíu þúsund tonnum af laxi í utanverðum Eyjafirði. Fyrirtækið keypti Fjarðalax í fyrra en það fyrirtæki hafði í árslok 2014 kynnt áform um framkvæmdir innarlega í firðinum. Fram kemur í yfirlýsingunni að sú fyrirætlun sé endurskoðuð til að „að skapa sátt til framtíðar um uppbyggingu á sjálfbæru laxeldi í Eyjafirði“. Markmiðið sé jafnvægi milli umhverfislegra, efnahagslegra og samfélagslegra aðstæðna á svæðinu. Arnarlax er þannig sagt vera að skoða umhverfisaðstæður við Ólafsfjörð í Eyjafirði í samstarfi við Fjallabyggð. „Sérstaklega verða skoðaðar hugmyndir um að færa eldisstaði norðar í Eyjafjörð þar sem útlit er fyrir mjög jákvæðar umhverfislegar aðstæður til framtíðaruppbyggingar og þróunar laxeldis á svæðinu.“ Uppbygging sem Arnarlax þarf er hafnaraðstaða fyrir vinnubáta, aðstaða fyrir biðkvíar og brunnbát, húsnæði fyrir fóður og ýmsan eldisbúnað, auk sláturhúss og vinnslu. Um 130 manns eru sagðir starfa hjá Arnarlaxi í seiðaeldisstöðvum, sjóeldi, vinnslu, sölu, markaðsmálum og yfirstjórn. Að auki tengist tugir annarra starfa þjónustu við Arnarlax með beinum eða óbeinum hætti. „Störf í fiskeldi henta bæði konum og körlum með fjölbreytta menntun,“ segir í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Gunnari I. Birgissyni, bæjarstjóra Fjallabyggðar, og Víkingi Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Fjarðalax.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira