Siglir á Jökulsárlóni með sömu réttindi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2017 07:00 Frá Jökulsárlóni. Starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón, sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi vegna slyss sem varð þar í ágúst 2015, starfar enn hjá fyrirtækinu. Réttindi hans til að stýra bátnum eru þau sömu og á slysdag.Leiðrétting 14.16: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var staðhæft að um 65 brúttótonna bát hefði verið að ræða. Það er kolrangt. Hann er 10,2 brúttótonn. Í skýrslu RNSA kemur fram að réttindi til að stýra 65 brúttótonna bát hafi þurft á bátinn. Þetta leiðréttist hér með.Guðjón Ármannsson, lögmaður Ferðaþjónustunnar JökulsárlónsSlysið átti sér stað þegar skipstjórinn bakkaði hjólabáti á plani Jökulsárlóns. Kanadísk fjölskylda stóð fyrir aftan bátinn og tók maðurinn ekki eftir þeim með þeim afleiðingum að einn þeirra lenti undir bátnum. Ferðamaðurinn, kanadísk kona, lést samstundis. Rannsóknarnefnd samgönguslysa skilaði skýrslu um málið fyrir helgi. Þar var þeim tilmælum meðal annars beint til rekstraraðila hjólabátsins að tryggja að skipstjórar hafi tilskilin réttindi til að stýra slíkum farartækjum. Skipstjóri skipsins hafði réttindi til að stjórna skipum að þrjátíu brúttótonnum en þennan dag sigldi hann bát sem krefst réttinda til að stjórna skipum allt að 65 brúttótonnum samkvæmt skráningaskítreini bátsins. „Skipstjórinn er með pungaprófið. Það eru sömu réttindi og hann hafði á slysdag,“ segir Guðjón Ármannsson, lögmaður fyrirtækisins. Hann sér aðeins um mál fyrirtækisins en fer ekki með mál skipstjórans. „Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf. telur réttindamál skipstjórnarmanna sinna í lögmætu horfi. Þá er stöðugt unnið að því að bæta öryggi gesta þannig að slys sem þetta geti aldrei endurtekið sig,“ segir Guðjón. Þingfesting er í sakamáli gegn skipstjóranum í Héraðsdómi Austurlands í dag. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt allt að sex ára fangelsi yfir höfði sér. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Banaslysið við Jökulsárlón 2015: Skipstjóri hjólabátsins var réttindalaus Í skýrslu RNSA kemur meðal annars fram að skipstjóri Jaka hafði ekki réttindi til þess að stjórna bátnum og að bakkmyndavél Jaka hafi verið óvirk. 23. júní 2017 20:01 Samgöngustofa boðar hertar aðgerðir eftir banaslysið "Þetta er ekki gott.“ 25. júní 2017 20:04 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón, sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi vegna slyss sem varð þar í ágúst 2015, starfar enn hjá fyrirtækinu. Réttindi hans til að stýra bátnum eru þau sömu og á slysdag.Leiðrétting 14.16: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var staðhæft að um 65 brúttótonna bát hefði verið að ræða. Það er kolrangt. Hann er 10,2 brúttótonn. Í skýrslu RNSA kemur fram að réttindi til að stýra 65 brúttótonna bát hafi þurft á bátinn. Þetta leiðréttist hér með.Guðjón Ármannsson, lögmaður Ferðaþjónustunnar JökulsárlónsSlysið átti sér stað þegar skipstjórinn bakkaði hjólabáti á plani Jökulsárlóns. Kanadísk fjölskylda stóð fyrir aftan bátinn og tók maðurinn ekki eftir þeim með þeim afleiðingum að einn þeirra lenti undir bátnum. Ferðamaðurinn, kanadísk kona, lést samstundis. Rannsóknarnefnd samgönguslysa skilaði skýrslu um málið fyrir helgi. Þar var þeim tilmælum meðal annars beint til rekstraraðila hjólabátsins að tryggja að skipstjórar hafi tilskilin réttindi til að stýra slíkum farartækjum. Skipstjóri skipsins hafði réttindi til að stjórna skipum að þrjátíu brúttótonnum en þennan dag sigldi hann bát sem krefst réttinda til að stjórna skipum allt að 65 brúttótonnum samkvæmt skráningaskítreini bátsins. „Skipstjórinn er með pungaprófið. Það eru sömu réttindi og hann hafði á slysdag,“ segir Guðjón Ármannsson, lögmaður fyrirtækisins. Hann sér aðeins um mál fyrirtækisins en fer ekki með mál skipstjórans. „Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf. telur réttindamál skipstjórnarmanna sinna í lögmætu horfi. Þá er stöðugt unnið að því að bæta öryggi gesta þannig að slys sem þetta geti aldrei endurtekið sig,“ segir Guðjón. Þingfesting er í sakamáli gegn skipstjóranum í Héraðsdómi Austurlands í dag. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt allt að sex ára fangelsi yfir höfði sér.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Banaslysið við Jökulsárlón 2015: Skipstjóri hjólabátsins var réttindalaus Í skýrslu RNSA kemur meðal annars fram að skipstjóri Jaka hafði ekki réttindi til þess að stjórna bátnum og að bakkmyndavél Jaka hafi verið óvirk. 23. júní 2017 20:01 Samgöngustofa boðar hertar aðgerðir eftir banaslysið "Þetta er ekki gott.“ 25. júní 2017 20:04 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Banaslysið við Jökulsárlón 2015: Skipstjóri hjólabátsins var réttindalaus Í skýrslu RNSA kemur meðal annars fram að skipstjóri Jaka hafði ekki réttindi til þess að stjórna bátnum og að bakkmyndavél Jaka hafi verið óvirk. 23. júní 2017 20:01
Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58