Bráðabirgðalögin munu tryggja Mary, Haniye og fleiri börnum efnislega meðferð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2017 13:15 Breytingarnar á lögunum munu veita Mary (átta ára frá Kenía) og Haniye (11 ára frá Afganistan) og fleiri börnum efnislega meðferð á umsóknum sínum um hæli hjá stjórnvöldum. Þær hafa báðar verið á flótta allt sitt líf og til stóð að senda þær úr landi. Vísir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun á þingfundi sem hefst klukkan 13:30 mæla fyrir frumvarpi um breytingar á lögum að útlendingamálum. Formenn allra flokka á þingi eru flutningsmenn með frumvarpinu að frátöldum Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. „Við stöndum ekki að því vegna þess að við teljum að verið sé að gera of miklar breytingar á útlendingalögunum að ekki vandlega yfirveguðu máli. Við hins vegar munum ekki leggjast gegn því að það verði afgreitt,“ sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Breytingar á lögunum snúa að málsmeðferðartíma þegar börn eiga í hlut. Bætast við tvö ákvæði til bráðabirgða en lögin verða svo tekin til frekari meðferðar á Alþingi eftir kosningarnar sem framundan eru. Breytingarnar munu tryggja börnum á borð við þær Mary og Haniye, frá Kenía og Afganistan, efnislega meðferð á málum sínum. Verður þeim ekki vísað úr landi á meðan mál þeirra eru til skoðunar.Tvær breytingar á lögunum Annars vegar er lagt til að íslensk stjórnvöld skuli taka umsókn barns um alþjóðlega vernd til efnislegrar meðferðar ekki seinna en níu mánuðum eftir að umsókn barst. Frestur stjórnvalda er nú tólf mánuðir. Hins vegar er lagt til að annar frestur í málum barna verði styttur úr átján mánuðum í fimmtán. Er um að ræða þegar börn hafa sótt um alþjóðlega vernd en ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan fimmtán mánaða. Þá megi veita þeim dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, að uppfylltum öðrum skilyrðum. Í báðum tilfellum væri almennt eðlilegt að taka til efnislegrar meðferðar umsókn foreldra sem fara með forsjá barnsins og eftir atvikum systkina, eins og segir í greinargerð með frumvarpinu. Með breytingunum á að tryggja að þeim börnum, sem hafi verið synjað um efnislega meðferð eða dvalarleyfi, sé tryggður réttur til endurupptöku á málum sínum. Veittur er tveggja vikna frestur frá gildistöku laganna til að fara fram á endurupptöku málanna. Nýti barn ekki heimildina innan frestsins stendur úrskurður kærunefndar sem fæli almennt í sér að barnið þarf að yfirgefa landið.Barnið þurfi ekki að yfirgefa landið á meðan málið er til meðferðar „Barni skal ekki gert að yfirgefa landið innan frestsins eða á meðan á meðferð endurupptökumáls stendur. Jafnframt væri almennt eðlilegt að gera heldur ekki foreldrum sem fara með forsjá barnsins, eða eftir atvikum systkinum, að yfirgefa landið,“ segir í greinargerð með frumvarpinu sem lagt verður fram á Alþingi í dag, á síðasta degi þingsins. Lagt er til að breytingarnar taki að sinni aðeins til umsókna sem borist hafa fyrir gildistöku laganna. Með því móti gefist svigrúm frá gildistöku laganna til að ákveða æskilegt framhald enda væri það fyrst níu mánuðum eftir gildistöku sem breytingar af þessu tagi gætu haft bein áhrif á umsóknir sem berast eftir gildistöku. Tengdar fréttir Segir öryggi og velferð barna notaða sem skiptimynt á fundi formanna Smári og Logi voru ekki ánægðir með vinnubrögð viðhöfð á fundi formanna. 25. september 2017 20:58 „Mér finnst þetta rosalega dapurlegur endir á þingstörfum mínum“ Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, sagði á Facebooksíðu sinni að fundur með formönnum flokkanna hefði verið dapurlegur endir á þingstörfum sínum. 26. september 2017 00:01 Bjarni skýtur föstum skotum á Pírata Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur að ekki sé æskilegt að hraða afgreiðslu á breytingum á stjórnarskrá. 25. september 2017 22:19 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun á þingfundi sem hefst klukkan 13:30 mæla fyrir frumvarpi um breytingar á lögum að útlendingamálum. Formenn allra flokka á þingi eru flutningsmenn með frumvarpinu að frátöldum Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. „Við stöndum ekki að því vegna þess að við teljum að verið sé að gera of miklar breytingar á útlendingalögunum að ekki vandlega yfirveguðu máli. Við hins vegar munum ekki leggjast gegn því að það verði afgreitt,“ sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Breytingar á lögunum snúa að málsmeðferðartíma þegar börn eiga í hlut. Bætast við tvö ákvæði til bráðabirgða en lögin verða svo tekin til frekari meðferðar á Alþingi eftir kosningarnar sem framundan eru. Breytingarnar munu tryggja börnum á borð við þær Mary og Haniye, frá Kenía og Afganistan, efnislega meðferð á málum sínum. Verður þeim ekki vísað úr landi á meðan mál þeirra eru til skoðunar.Tvær breytingar á lögunum Annars vegar er lagt til að íslensk stjórnvöld skuli taka umsókn barns um alþjóðlega vernd til efnislegrar meðferðar ekki seinna en níu mánuðum eftir að umsókn barst. Frestur stjórnvalda er nú tólf mánuðir. Hins vegar er lagt til að annar frestur í málum barna verði styttur úr átján mánuðum í fimmtán. Er um að ræða þegar börn hafa sótt um alþjóðlega vernd en ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan fimmtán mánaða. Þá megi veita þeim dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, að uppfylltum öðrum skilyrðum. Í báðum tilfellum væri almennt eðlilegt að taka til efnislegrar meðferðar umsókn foreldra sem fara með forsjá barnsins og eftir atvikum systkina, eins og segir í greinargerð með frumvarpinu. Með breytingunum á að tryggja að þeim börnum, sem hafi verið synjað um efnislega meðferð eða dvalarleyfi, sé tryggður réttur til endurupptöku á málum sínum. Veittur er tveggja vikna frestur frá gildistöku laganna til að fara fram á endurupptöku málanna. Nýti barn ekki heimildina innan frestsins stendur úrskurður kærunefndar sem fæli almennt í sér að barnið þarf að yfirgefa landið.Barnið þurfi ekki að yfirgefa landið á meðan málið er til meðferðar „Barni skal ekki gert að yfirgefa landið innan frestsins eða á meðan á meðferð endurupptökumáls stendur. Jafnframt væri almennt eðlilegt að gera heldur ekki foreldrum sem fara með forsjá barnsins, eða eftir atvikum systkinum, að yfirgefa landið,“ segir í greinargerð með frumvarpinu sem lagt verður fram á Alþingi í dag, á síðasta degi þingsins. Lagt er til að breytingarnar taki að sinni aðeins til umsókna sem borist hafa fyrir gildistöku laganna. Með því móti gefist svigrúm frá gildistöku laganna til að ákveða æskilegt framhald enda væri það fyrst níu mánuðum eftir gildistöku sem breytingar af þessu tagi gætu haft bein áhrif á umsóknir sem berast eftir gildistöku.
Tengdar fréttir Segir öryggi og velferð barna notaða sem skiptimynt á fundi formanna Smári og Logi voru ekki ánægðir með vinnubrögð viðhöfð á fundi formanna. 25. september 2017 20:58 „Mér finnst þetta rosalega dapurlegur endir á þingstörfum mínum“ Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, sagði á Facebooksíðu sinni að fundur með formönnum flokkanna hefði verið dapurlegur endir á þingstörfum sínum. 26. september 2017 00:01 Bjarni skýtur föstum skotum á Pírata Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur að ekki sé æskilegt að hraða afgreiðslu á breytingum á stjórnarskrá. 25. september 2017 22:19 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Sjá meira
Segir öryggi og velferð barna notaða sem skiptimynt á fundi formanna Smári og Logi voru ekki ánægðir með vinnubrögð viðhöfð á fundi formanna. 25. september 2017 20:58
„Mér finnst þetta rosalega dapurlegur endir á þingstörfum mínum“ Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, sagði á Facebooksíðu sinni að fundur með formönnum flokkanna hefði verið dapurlegur endir á þingstörfum sínum. 26. september 2017 00:01
Bjarni skýtur föstum skotum á Pírata Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur að ekki sé æskilegt að hraða afgreiðslu á breytingum á stjórnarskrá. 25. september 2017 22:19