Segir öryggi og velferð barna notaða sem skiptimynt á fundi formanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2017 20:58 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar talar um áfangasigur í máli flóttabarna. vísir/anton brink Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það vera ömurlega stöðu að þurfa að semja um þinglok bak við lokaðar dyr „þar sem öryggi og velferð barna var notuð sem skiptimynt.“ Þetta segir Logi á facebooksíðu sinni um nýafstaðinn fund formanna flokkanna.Smári McCarthy, þingmaður Pírata, dró hvergi undan í umfjöllun sinni um fund formanna flokkanna.Á sama vettvangi tekur Smári McCarthy, þingmaður Pírata í sama streng og segir að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi reynt að stilla þeim upp við vegg „á þann hátt að það yrði ekkert samkomulag nema við féllum frá stjórnarskrármálinu. Með því var hann að hóta að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, ef ekki yrði fallið frá mjög eðlilegri kröfu um lýðræðisúrbætur,“ segir Smári sem vísar til máls sem lýtur að ríkisborgararétti til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Þá tekur hann jafnframt mið af máli sem snýr að breytingum á framkvæmd uppreist æru. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur sömu sögu að segja um upplifun sína af fundi formanna flokkanna. Hún segir að allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið jákvætt í að sameinast um nýtt breytingarákvæði við stjórnarskrá. Aðspurður hvað felist í þessum bráðabirgðalögum svarar Logi: „Það er í rauninni styttur sá tími sem nauðsynlegur er til að menn fái efnislega meðferð. Síðan er í frumvarpinu setning sem var í upphaflega frumvarpinu en komst ekki inn í lögin sem hnykkt er á því að það eigi sérstaklega að horfa til viðkvæmra stöðu barna. Það er í greinargerð með þeim.“ Logi ítrekar að það sé Alþingi sem marki stefnuna en ekki stjórnvöld. Þá er þess krafist að litið sé til sjónarmiða barna: „Ég er að tala um að börn séu meðhöndluð sem sjálfstæðir einstaklingar. Að það sé hlustað á þau og þau tekin fyrir sérstaklega. Að það sé litið til þeirra sjónarmiða og þeirra hagsmuna. Að þau séu ekki afgreidd eins og hver annar farangur með foreldrum sínum. Bæði í Barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eru skýrar reglur og skýr fyrirmæli um það að stöðugleiki og öryggi og sjónarmið barna eigi að vera það sem að skiptir máli.“ „Samkvæmt mínum skilningi er algjörlega óboðlegt að alþingi starfi með þeim hætti að það séu gerð hrossakaup þegar kemur að svona málum,“ segir Logi sem segir ennfremur að niðurstaða fundarins hafi verið að gera bráðabirgðabreytingar á útlendingalögum, sem fyrr segir, sem Logi segir að eigi að tryggja stúlkunum tveimur, Haniye og Mary öryggi og dvalarleyfi á Íslandi. „Það góða við að þetta hafi farið þessa leið er að þetta mun tryggja nokkrum öðrum börnum það líka,“ segir Logi. Logi lagði á dögunum fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye. „Tilgangur minn með frumvarpinu var auðvitað fyrst og fremst að tryggja þessum stúlkum öryggi en líka að benda á í greinargerð með skýrum hætti til hvers alþingi ætlast af stjórnvöldum og að setja pressu á að þessi mál komist á dagskrá og verði almennt í lagi - ekki bara eitt og eitt barn - heldur bara almennt. Það hefur tekist og það er áfangasigur en síðan mun það auðvitað ráðast á úrslitum kosninganna hvort að það verður meirihluti fyrir þeim mannúðarsjónarmiðum sem eru nauðsynleg til þess að hjálpa börnum í neyð,“ segir Logi að lokum.Hér að neðan er stöðuuppfærsla Smára og Loga í heild sinni. Tengdar fréttir Formaður Samfylkingarinnar segir ómannúðlegt að taka ekki við ungum flóttastúlkum Íslensk stjórnvöld ætla að senda tvær ungar stúlkur sem leituðu hælis hér úr landi. 4. september 2017 20:08 Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. 25. september 2017 18:53 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina: „Komið gott“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það vera ömurlega stöðu að þurfa að semja um þinglok bak við lokaðar dyr „þar sem öryggi og velferð barna var notuð sem skiptimynt.“ Þetta segir Logi á facebooksíðu sinni um nýafstaðinn fund formanna flokkanna.Smári McCarthy, þingmaður Pírata, dró hvergi undan í umfjöllun sinni um fund formanna flokkanna.Á sama vettvangi tekur Smári McCarthy, þingmaður Pírata í sama streng og segir að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi reynt að stilla þeim upp við vegg „á þann hátt að það yrði ekkert samkomulag nema við féllum frá stjórnarskrármálinu. Með því var hann að hóta að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, ef ekki yrði fallið frá mjög eðlilegri kröfu um lýðræðisúrbætur,“ segir Smári sem vísar til máls sem lýtur að ríkisborgararétti til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Þá tekur hann jafnframt mið af máli sem snýr að breytingum á framkvæmd uppreist æru. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur sömu sögu að segja um upplifun sína af fundi formanna flokkanna. Hún segir að allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið jákvætt í að sameinast um nýtt breytingarákvæði við stjórnarskrá. Aðspurður hvað felist í þessum bráðabirgðalögum svarar Logi: „Það er í rauninni styttur sá tími sem nauðsynlegur er til að menn fái efnislega meðferð. Síðan er í frumvarpinu setning sem var í upphaflega frumvarpinu en komst ekki inn í lögin sem hnykkt er á því að það eigi sérstaklega að horfa til viðkvæmra stöðu barna. Það er í greinargerð með þeim.“ Logi ítrekar að það sé Alþingi sem marki stefnuna en ekki stjórnvöld. Þá er þess krafist að litið sé til sjónarmiða barna: „Ég er að tala um að börn séu meðhöndluð sem sjálfstæðir einstaklingar. Að það sé hlustað á þau og þau tekin fyrir sérstaklega. Að það sé litið til þeirra sjónarmiða og þeirra hagsmuna. Að þau séu ekki afgreidd eins og hver annar farangur með foreldrum sínum. Bæði í Barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eru skýrar reglur og skýr fyrirmæli um það að stöðugleiki og öryggi og sjónarmið barna eigi að vera það sem að skiptir máli.“ „Samkvæmt mínum skilningi er algjörlega óboðlegt að alþingi starfi með þeim hætti að það séu gerð hrossakaup þegar kemur að svona málum,“ segir Logi sem segir ennfremur að niðurstaða fundarins hafi verið að gera bráðabirgðabreytingar á útlendingalögum, sem fyrr segir, sem Logi segir að eigi að tryggja stúlkunum tveimur, Haniye og Mary öryggi og dvalarleyfi á Íslandi. „Það góða við að þetta hafi farið þessa leið er að þetta mun tryggja nokkrum öðrum börnum það líka,“ segir Logi. Logi lagði á dögunum fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye. „Tilgangur minn með frumvarpinu var auðvitað fyrst og fremst að tryggja þessum stúlkum öryggi en líka að benda á í greinargerð með skýrum hætti til hvers alþingi ætlast af stjórnvöldum og að setja pressu á að þessi mál komist á dagskrá og verði almennt í lagi - ekki bara eitt og eitt barn - heldur bara almennt. Það hefur tekist og það er áfangasigur en síðan mun það auðvitað ráðast á úrslitum kosninganna hvort að það verður meirihluti fyrir þeim mannúðarsjónarmiðum sem eru nauðsynleg til þess að hjálpa börnum í neyð,“ segir Logi að lokum.Hér að neðan er stöðuuppfærsla Smára og Loga í heild sinni.
Tengdar fréttir Formaður Samfylkingarinnar segir ómannúðlegt að taka ekki við ungum flóttastúlkum Íslensk stjórnvöld ætla að senda tvær ungar stúlkur sem leituðu hælis hér úr landi. 4. september 2017 20:08 Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. 25. september 2017 18:53 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina: „Komið gott“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir ómannúðlegt að taka ekki við ungum flóttastúlkum Íslensk stjórnvöld ætla að senda tvær ungar stúlkur sem leituðu hælis hér úr landi. 4. september 2017 20:08
Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. 25. september 2017 18:53