Segir öryggi og velferð barna notaða sem skiptimynt á fundi formanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2017 20:58 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar talar um áfangasigur í máli flóttabarna. vísir/anton brink Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það vera ömurlega stöðu að þurfa að semja um þinglok bak við lokaðar dyr „þar sem öryggi og velferð barna var notuð sem skiptimynt.“ Þetta segir Logi á facebooksíðu sinni um nýafstaðinn fund formanna flokkanna.Smári McCarthy, þingmaður Pírata, dró hvergi undan í umfjöllun sinni um fund formanna flokkanna.Á sama vettvangi tekur Smári McCarthy, þingmaður Pírata í sama streng og segir að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi reynt að stilla þeim upp við vegg „á þann hátt að það yrði ekkert samkomulag nema við féllum frá stjórnarskrármálinu. Með því var hann að hóta að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, ef ekki yrði fallið frá mjög eðlilegri kröfu um lýðræðisúrbætur,“ segir Smári sem vísar til máls sem lýtur að ríkisborgararétti til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Þá tekur hann jafnframt mið af máli sem snýr að breytingum á framkvæmd uppreist æru. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur sömu sögu að segja um upplifun sína af fundi formanna flokkanna. Hún segir að allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið jákvætt í að sameinast um nýtt breytingarákvæði við stjórnarskrá. Aðspurður hvað felist í þessum bráðabirgðalögum svarar Logi: „Það er í rauninni styttur sá tími sem nauðsynlegur er til að menn fái efnislega meðferð. Síðan er í frumvarpinu setning sem var í upphaflega frumvarpinu en komst ekki inn í lögin sem hnykkt er á því að það eigi sérstaklega að horfa til viðkvæmra stöðu barna. Það er í greinargerð með þeim.“ Logi ítrekar að það sé Alþingi sem marki stefnuna en ekki stjórnvöld. Þá er þess krafist að litið sé til sjónarmiða barna: „Ég er að tala um að börn séu meðhöndluð sem sjálfstæðir einstaklingar. Að það sé hlustað á þau og þau tekin fyrir sérstaklega. Að það sé litið til þeirra sjónarmiða og þeirra hagsmuna. Að þau séu ekki afgreidd eins og hver annar farangur með foreldrum sínum. Bæði í Barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eru skýrar reglur og skýr fyrirmæli um það að stöðugleiki og öryggi og sjónarmið barna eigi að vera það sem að skiptir máli.“ „Samkvæmt mínum skilningi er algjörlega óboðlegt að alþingi starfi með þeim hætti að það séu gerð hrossakaup þegar kemur að svona málum,“ segir Logi sem segir ennfremur að niðurstaða fundarins hafi verið að gera bráðabirgðabreytingar á útlendingalögum, sem fyrr segir, sem Logi segir að eigi að tryggja stúlkunum tveimur, Haniye og Mary öryggi og dvalarleyfi á Íslandi. „Það góða við að þetta hafi farið þessa leið er að þetta mun tryggja nokkrum öðrum börnum það líka,“ segir Logi. Logi lagði á dögunum fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye. „Tilgangur minn með frumvarpinu var auðvitað fyrst og fremst að tryggja þessum stúlkum öryggi en líka að benda á í greinargerð með skýrum hætti til hvers alþingi ætlast af stjórnvöldum og að setja pressu á að þessi mál komist á dagskrá og verði almennt í lagi - ekki bara eitt og eitt barn - heldur bara almennt. Það hefur tekist og það er áfangasigur en síðan mun það auðvitað ráðast á úrslitum kosninganna hvort að það verður meirihluti fyrir þeim mannúðarsjónarmiðum sem eru nauðsynleg til þess að hjálpa börnum í neyð,“ segir Logi að lokum.Hér að neðan er stöðuuppfærsla Smára og Loga í heild sinni. Tengdar fréttir Formaður Samfylkingarinnar segir ómannúðlegt að taka ekki við ungum flóttastúlkum Íslensk stjórnvöld ætla að senda tvær ungar stúlkur sem leituðu hælis hér úr landi. 4. september 2017 20:08 Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. 25. september 2017 18:53 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það vera ömurlega stöðu að þurfa að semja um þinglok bak við lokaðar dyr „þar sem öryggi og velferð barna var notuð sem skiptimynt.“ Þetta segir Logi á facebooksíðu sinni um nýafstaðinn fund formanna flokkanna.Smári McCarthy, þingmaður Pírata, dró hvergi undan í umfjöllun sinni um fund formanna flokkanna.Á sama vettvangi tekur Smári McCarthy, þingmaður Pírata í sama streng og segir að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi reynt að stilla þeim upp við vegg „á þann hátt að það yrði ekkert samkomulag nema við féllum frá stjórnarskrármálinu. Með því var hann að hóta að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, ef ekki yrði fallið frá mjög eðlilegri kröfu um lýðræðisúrbætur,“ segir Smári sem vísar til máls sem lýtur að ríkisborgararétti til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Þá tekur hann jafnframt mið af máli sem snýr að breytingum á framkvæmd uppreist æru. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur sömu sögu að segja um upplifun sína af fundi formanna flokkanna. Hún segir að allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið jákvætt í að sameinast um nýtt breytingarákvæði við stjórnarskrá. Aðspurður hvað felist í þessum bráðabirgðalögum svarar Logi: „Það er í rauninni styttur sá tími sem nauðsynlegur er til að menn fái efnislega meðferð. Síðan er í frumvarpinu setning sem var í upphaflega frumvarpinu en komst ekki inn í lögin sem hnykkt er á því að það eigi sérstaklega að horfa til viðkvæmra stöðu barna. Það er í greinargerð með þeim.“ Logi ítrekar að það sé Alþingi sem marki stefnuna en ekki stjórnvöld. Þá er þess krafist að litið sé til sjónarmiða barna: „Ég er að tala um að börn séu meðhöndluð sem sjálfstæðir einstaklingar. Að það sé hlustað á þau og þau tekin fyrir sérstaklega. Að það sé litið til þeirra sjónarmiða og þeirra hagsmuna. Að þau séu ekki afgreidd eins og hver annar farangur með foreldrum sínum. Bæði í Barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eru skýrar reglur og skýr fyrirmæli um það að stöðugleiki og öryggi og sjónarmið barna eigi að vera það sem að skiptir máli.“ „Samkvæmt mínum skilningi er algjörlega óboðlegt að alþingi starfi með þeim hætti að það séu gerð hrossakaup þegar kemur að svona málum,“ segir Logi sem segir ennfremur að niðurstaða fundarins hafi verið að gera bráðabirgðabreytingar á útlendingalögum, sem fyrr segir, sem Logi segir að eigi að tryggja stúlkunum tveimur, Haniye og Mary öryggi og dvalarleyfi á Íslandi. „Það góða við að þetta hafi farið þessa leið er að þetta mun tryggja nokkrum öðrum börnum það líka,“ segir Logi. Logi lagði á dögunum fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye. „Tilgangur minn með frumvarpinu var auðvitað fyrst og fremst að tryggja þessum stúlkum öryggi en líka að benda á í greinargerð með skýrum hætti til hvers alþingi ætlast af stjórnvöldum og að setja pressu á að þessi mál komist á dagskrá og verði almennt í lagi - ekki bara eitt og eitt barn - heldur bara almennt. Það hefur tekist og það er áfangasigur en síðan mun það auðvitað ráðast á úrslitum kosninganna hvort að það verður meirihluti fyrir þeim mannúðarsjónarmiðum sem eru nauðsynleg til þess að hjálpa börnum í neyð,“ segir Logi að lokum.Hér að neðan er stöðuuppfærsla Smára og Loga í heild sinni.
Tengdar fréttir Formaður Samfylkingarinnar segir ómannúðlegt að taka ekki við ungum flóttastúlkum Íslensk stjórnvöld ætla að senda tvær ungar stúlkur sem leituðu hælis hér úr landi. 4. september 2017 20:08 Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. 25. september 2017 18:53 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir ómannúðlegt að taka ekki við ungum flóttastúlkum Íslensk stjórnvöld ætla að senda tvær ungar stúlkur sem leituðu hælis hér úr landi. 4. september 2017 20:08
Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. 25. september 2017 18:53
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu