Segir öryggi og velferð barna notaða sem skiptimynt á fundi formanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2017 20:58 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar talar um áfangasigur í máli flóttabarna. vísir/anton brink Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það vera ömurlega stöðu að þurfa að semja um þinglok bak við lokaðar dyr „þar sem öryggi og velferð barna var notuð sem skiptimynt.“ Þetta segir Logi á facebooksíðu sinni um nýafstaðinn fund formanna flokkanna.Smári McCarthy, þingmaður Pírata, dró hvergi undan í umfjöllun sinni um fund formanna flokkanna.Á sama vettvangi tekur Smári McCarthy, þingmaður Pírata í sama streng og segir að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi reynt að stilla þeim upp við vegg „á þann hátt að það yrði ekkert samkomulag nema við féllum frá stjórnarskrármálinu. Með því var hann að hóta að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, ef ekki yrði fallið frá mjög eðlilegri kröfu um lýðræðisúrbætur,“ segir Smári sem vísar til máls sem lýtur að ríkisborgararétti til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Þá tekur hann jafnframt mið af máli sem snýr að breytingum á framkvæmd uppreist æru. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur sömu sögu að segja um upplifun sína af fundi formanna flokkanna. Hún segir að allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið jákvætt í að sameinast um nýtt breytingarákvæði við stjórnarskrá. Aðspurður hvað felist í þessum bráðabirgðalögum svarar Logi: „Það er í rauninni styttur sá tími sem nauðsynlegur er til að menn fái efnislega meðferð. Síðan er í frumvarpinu setning sem var í upphaflega frumvarpinu en komst ekki inn í lögin sem hnykkt er á því að það eigi sérstaklega að horfa til viðkvæmra stöðu barna. Það er í greinargerð með þeim.“ Logi ítrekar að það sé Alþingi sem marki stefnuna en ekki stjórnvöld. Þá er þess krafist að litið sé til sjónarmiða barna: „Ég er að tala um að börn séu meðhöndluð sem sjálfstæðir einstaklingar. Að það sé hlustað á þau og þau tekin fyrir sérstaklega. Að það sé litið til þeirra sjónarmiða og þeirra hagsmuna. Að þau séu ekki afgreidd eins og hver annar farangur með foreldrum sínum. Bæði í Barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eru skýrar reglur og skýr fyrirmæli um það að stöðugleiki og öryggi og sjónarmið barna eigi að vera það sem að skiptir máli.“ „Samkvæmt mínum skilningi er algjörlega óboðlegt að alþingi starfi með þeim hætti að það séu gerð hrossakaup þegar kemur að svona málum,“ segir Logi sem segir ennfremur að niðurstaða fundarins hafi verið að gera bráðabirgðabreytingar á útlendingalögum, sem fyrr segir, sem Logi segir að eigi að tryggja stúlkunum tveimur, Haniye og Mary öryggi og dvalarleyfi á Íslandi. „Það góða við að þetta hafi farið þessa leið er að þetta mun tryggja nokkrum öðrum börnum það líka,“ segir Logi. Logi lagði á dögunum fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye. „Tilgangur minn með frumvarpinu var auðvitað fyrst og fremst að tryggja þessum stúlkum öryggi en líka að benda á í greinargerð með skýrum hætti til hvers alþingi ætlast af stjórnvöldum og að setja pressu á að þessi mál komist á dagskrá og verði almennt í lagi - ekki bara eitt og eitt barn - heldur bara almennt. Það hefur tekist og það er áfangasigur en síðan mun það auðvitað ráðast á úrslitum kosninganna hvort að það verður meirihluti fyrir þeim mannúðarsjónarmiðum sem eru nauðsynleg til þess að hjálpa börnum í neyð,“ segir Logi að lokum.Hér að neðan er stöðuuppfærsla Smára og Loga í heild sinni. Tengdar fréttir Formaður Samfylkingarinnar segir ómannúðlegt að taka ekki við ungum flóttastúlkum Íslensk stjórnvöld ætla að senda tvær ungar stúlkur sem leituðu hælis hér úr landi. 4. september 2017 20:08 Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. 25. september 2017 18:53 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það vera ömurlega stöðu að þurfa að semja um þinglok bak við lokaðar dyr „þar sem öryggi og velferð barna var notuð sem skiptimynt.“ Þetta segir Logi á facebooksíðu sinni um nýafstaðinn fund formanna flokkanna.Smári McCarthy, þingmaður Pírata, dró hvergi undan í umfjöllun sinni um fund formanna flokkanna.Á sama vettvangi tekur Smári McCarthy, þingmaður Pírata í sama streng og segir að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi reynt að stilla þeim upp við vegg „á þann hátt að það yrði ekkert samkomulag nema við féllum frá stjórnarskrármálinu. Með því var hann að hóta að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, ef ekki yrði fallið frá mjög eðlilegri kröfu um lýðræðisúrbætur,“ segir Smári sem vísar til máls sem lýtur að ríkisborgararétti til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Þá tekur hann jafnframt mið af máli sem snýr að breytingum á framkvæmd uppreist æru. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur sömu sögu að segja um upplifun sína af fundi formanna flokkanna. Hún segir að allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið jákvætt í að sameinast um nýtt breytingarákvæði við stjórnarskrá. Aðspurður hvað felist í þessum bráðabirgðalögum svarar Logi: „Það er í rauninni styttur sá tími sem nauðsynlegur er til að menn fái efnislega meðferð. Síðan er í frumvarpinu setning sem var í upphaflega frumvarpinu en komst ekki inn í lögin sem hnykkt er á því að það eigi sérstaklega að horfa til viðkvæmra stöðu barna. Það er í greinargerð með þeim.“ Logi ítrekar að það sé Alþingi sem marki stefnuna en ekki stjórnvöld. Þá er þess krafist að litið sé til sjónarmiða barna: „Ég er að tala um að börn séu meðhöndluð sem sjálfstæðir einstaklingar. Að það sé hlustað á þau og þau tekin fyrir sérstaklega. Að það sé litið til þeirra sjónarmiða og þeirra hagsmuna. Að þau séu ekki afgreidd eins og hver annar farangur með foreldrum sínum. Bæði í Barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eru skýrar reglur og skýr fyrirmæli um það að stöðugleiki og öryggi og sjónarmið barna eigi að vera það sem að skiptir máli.“ „Samkvæmt mínum skilningi er algjörlega óboðlegt að alþingi starfi með þeim hætti að það séu gerð hrossakaup þegar kemur að svona málum,“ segir Logi sem segir ennfremur að niðurstaða fundarins hafi verið að gera bráðabirgðabreytingar á útlendingalögum, sem fyrr segir, sem Logi segir að eigi að tryggja stúlkunum tveimur, Haniye og Mary öryggi og dvalarleyfi á Íslandi. „Það góða við að þetta hafi farið þessa leið er að þetta mun tryggja nokkrum öðrum börnum það líka,“ segir Logi. Logi lagði á dögunum fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye. „Tilgangur minn með frumvarpinu var auðvitað fyrst og fremst að tryggja þessum stúlkum öryggi en líka að benda á í greinargerð með skýrum hætti til hvers alþingi ætlast af stjórnvöldum og að setja pressu á að þessi mál komist á dagskrá og verði almennt í lagi - ekki bara eitt og eitt barn - heldur bara almennt. Það hefur tekist og það er áfangasigur en síðan mun það auðvitað ráðast á úrslitum kosninganna hvort að það verður meirihluti fyrir þeim mannúðarsjónarmiðum sem eru nauðsynleg til þess að hjálpa börnum í neyð,“ segir Logi að lokum.Hér að neðan er stöðuuppfærsla Smára og Loga í heild sinni.
Tengdar fréttir Formaður Samfylkingarinnar segir ómannúðlegt að taka ekki við ungum flóttastúlkum Íslensk stjórnvöld ætla að senda tvær ungar stúlkur sem leituðu hælis hér úr landi. 4. september 2017 20:08 Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. 25. september 2017 18:53 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir ómannúðlegt að taka ekki við ungum flóttastúlkum Íslensk stjórnvöld ætla að senda tvær ungar stúlkur sem leituðu hælis hér úr landi. 4. september 2017 20:08
Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. 25. september 2017 18:53