Gunnar Bragi lét þingheim heyra það: Sagði jafnmikilvægt að leysa vanda sauðfjárbænda og flóttabarna Birgir Olgeirsson skrifar 26. september 2017 16:24 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Stefán „Hvernig stendur á því að við erum ekki hér með þessa dagskrá eitt brýnasta málið sem þarf að leysa úr í dag?,“ spurði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag og vísaði þar til þess ekki væri verið að leysa á vanda sauðfjárbænda á lokadegi Alþingis. Þrjú mál voru á dagskrá á lokadegi Alþingis fyrir kosningar. Það voru frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem miðast að því að fella ákvæði um uppreist æru úr gildi, frumvarp til breytingar á lögum sem snúa að kosningum vegna viðmiðunardags umsóknar um kosningarétt og breytingar á lögum um útlendinga. Breytingar á útlendingalögum miðast að því hvernig umsóknir barna um hæli eru afgreiddar hér á landi en Gunnar Bragi sagðist ekki taka undir með þingflokksformanni Vinstri grænna, Svandísi Svavarsdóttur, að mikilvægasta málið á þingi í dag væri að koma börnum í skjól. „Það er mikilvægt mál, en það er jafn mikilvægt að koma til móts og bjarga fjölskyldum bú- og sauðfjárbænda sem enginn hefur nefnt hér í þessum sal,“ sagði Gunnar Bragi. „Nú ranghvolfa sumir þingmenn augunum, en mig langar bara að vita; Hverjir komur í veg fyrir það að hægt var að leysa þau mál hér fyrir þinglok? Hverjir stóðu að því? Mér er sagt að það hafi verið rætt á fundi formanna að leysa þau mál en ekki hafi um það náðst samkomulag.“ Á þingflokksfundi í síðustu viku greindi Gunnar Bragi frá því að ef málefni sauðfjárbænda yrði skilin út undan tæki hann ekki þátt í að afgreiða þessi mál sem eru á dagskrá. „Því það mál sem ég nefndi hér, fjölskyldur, býli, framtíð, atvinna sauðfjárbændanna, er ekki minna mikilvægt heldur en þessi þrjú mál hér, svo því sé haldið til haga. Ég bið þingmenn að hafa það í huga.“ Alþingi Tengdar fréttir Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
„Hvernig stendur á því að við erum ekki hér með þessa dagskrá eitt brýnasta málið sem þarf að leysa úr í dag?,“ spurði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag og vísaði þar til þess ekki væri verið að leysa á vanda sauðfjárbænda á lokadegi Alþingis. Þrjú mál voru á dagskrá á lokadegi Alþingis fyrir kosningar. Það voru frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem miðast að því að fella ákvæði um uppreist æru úr gildi, frumvarp til breytingar á lögum sem snúa að kosningum vegna viðmiðunardags umsóknar um kosningarétt og breytingar á lögum um útlendinga. Breytingar á útlendingalögum miðast að því hvernig umsóknir barna um hæli eru afgreiddar hér á landi en Gunnar Bragi sagðist ekki taka undir með þingflokksformanni Vinstri grænna, Svandísi Svavarsdóttur, að mikilvægasta málið á þingi í dag væri að koma börnum í skjól. „Það er mikilvægt mál, en það er jafn mikilvægt að koma til móts og bjarga fjölskyldum bú- og sauðfjárbænda sem enginn hefur nefnt hér í þessum sal,“ sagði Gunnar Bragi. „Nú ranghvolfa sumir þingmenn augunum, en mig langar bara að vita; Hverjir komur í veg fyrir það að hægt var að leysa þau mál hér fyrir þinglok? Hverjir stóðu að því? Mér er sagt að það hafi verið rætt á fundi formanna að leysa þau mál en ekki hafi um það náðst samkomulag.“ Á þingflokksfundi í síðustu viku greindi Gunnar Bragi frá því að ef málefni sauðfjárbænda yrði skilin út undan tæki hann ekki þátt í að afgreiða þessi mál sem eru á dagskrá. „Því það mál sem ég nefndi hér, fjölskyldur, býli, framtíð, atvinna sauðfjárbændanna, er ekki minna mikilvægt heldur en þessi þrjú mál hér, svo því sé haldið til haga. Ég bið þingmenn að hafa það í huga.“
Alþingi Tengdar fréttir Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55