Vilja göng milli lands og Eyja Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. september 2017 21:19 Vestmannaeyjar eru nokkuð háðar greiðum samgöngum við meginlandið. vísir/pjetur Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp sem kanni fýsileika á gerð ganga á milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. Milli lands og Eyja eru 10 km í beinni sjólínu en reiknað er með að göng frá Heimaey að Krossi í Landeyjum verði um 18 km. Kannaðir verði möguleikar á gerð mismunandi tegunda ganga og kostir og gallar hverrar gerðar metnir, auk þess sem unnar verði kostnaðar- og arðsemisáætlanir. Skuli starfshópurinn skila skýrslu með niðurstöðum eigi síðar en 1. október á næsta ári og skal ráðherra kynna Alþingi skýrsluna í sama mánuði. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að árið 2006 hafi verið tekin ákvörðun um gerð Landeyjahafnar eftir að rannsóknum á gerð jarðganga milli Heimaeyjar og Kross hafi verið hætt. „Þótt Landeyjahöfn hafi sannað sig sem mikil samgöngubót hafa siglingar um hana, sem hófust síðsumars 2010, ekki gengið áfallalaust því að höfnin hefur verið lokuð vegna sandburðar í allt að 120 daga á ári þegar verst hefur látið. Fjölmargar ferðir falla niður vegna ölduhæðar og sandburðar yfir bestu sumarmánuði og veldur óáreiðanleiki hafnarinnar íbúum og atvinnulífi, ekki síst ferðaþjónustunni, verulegum vandræðum og tekjutapi,“ segir í greinargerðinni. Töluverðar rannsóknir hafa þegar farið fram á gangaleiðinni og aðeins var eftir lokahnykkurinn í því ferli þegar ákveðið var að hætta þeim rannsóknum og gera höfnina við Landeyjasand að því er kemur fram í greinargerð. „Nú þegar fyrir liggur að höfnin í Landeyjum stendur ekki undir þeim væntingum að vera heilsárshöfn er mikilvægt að hefja undirbúning að því hvað tekur við þegar ferjan sem kemur síðsumars 2018 gengur úr sér eftir 10–20 ár. Þá þarf að liggja fyrir hvað verður gert og ef göng verða kosturinn þurfa þau að vera tilbúin til notkunar á árabilinu 2028–2038.“ Flutningsmenn tillögunnar eru Ásmundur Friðriksson, Páll Magnússon, Vilhjálmur Árnason og Unnur Brá Konráðsdóttir. Alþingi Samgöngur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp sem kanni fýsileika á gerð ganga á milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. Milli lands og Eyja eru 10 km í beinni sjólínu en reiknað er með að göng frá Heimaey að Krossi í Landeyjum verði um 18 km. Kannaðir verði möguleikar á gerð mismunandi tegunda ganga og kostir og gallar hverrar gerðar metnir, auk þess sem unnar verði kostnaðar- og arðsemisáætlanir. Skuli starfshópurinn skila skýrslu með niðurstöðum eigi síðar en 1. október á næsta ári og skal ráðherra kynna Alþingi skýrsluna í sama mánuði. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að árið 2006 hafi verið tekin ákvörðun um gerð Landeyjahafnar eftir að rannsóknum á gerð jarðganga milli Heimaeyjar og Kross hafi verið hætt. „Þótt Landeyjahöfn hafi sannað sig sem mikil samgöngubót hafa siglingar um hana, sem hófust síðsumars 2010, ekki gengið áfallalaust því að höfnin hefur verið lokuð vegna sandburðar í allt að 120 daga á ári þegar verst hefur látið. Fjölmargar ferðir falla niður vegna ölduhæðar og sandburðar yfir bestu sumarmánuði og veldur óáreiðanleiki hafnarinnar íbúum og atvinnulífi, ekki síst ferðaþjónustunni, verulegum vandræðum og tekjutapi,“ segir í greinargerðinni. Töluverðar rannsóknir hafa þegar farið fram á gangaleiðinni og aðeins var eftir lokahnykkurinn í því ferli þegar ákveðið var að hætta þeim rannsóknum og gera höfnina við Landeyjasand að því er kemur fram í greinargerð. „Nú þegar fyrir liggur að höfnin í Landeyjum stendur ekki undir þeim væntingum að vera heilsárshöfn er mikilvægt að hefja undirbúning að því hvað tekur við þegar ferjan sem kemur síðsumars 2018 gengur úr sér eftir 10–20 ár. Þá þarf að liggja fyrir hvað verður gert og ef göng verða kosturinn þurfa þau að vera tilbúin til notkunar á árabilinu 2028–2038.“ Flutningsmenn tillögunnar eru Ásmundur Friðriksson, Páll Magnússon, Vilhjálmur Árnason og Unnur Brá Konráðsdóttir.
Alþingi Samgöngur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira