Oddný klökk í ræðustól þegar hún ræddi um uppreist æru Ingvar Þór Björnsson skrifar 26. september 2017 18:58 Oddný átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hún ræddi um uppreist æru á Alþingi í dag. Vísir/Stefán Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, varð klökk í ræðustól Alþingis þegar hún tók til máls um breytingar á lögum um uppreist æru. „Um leið og ég fagna því að við séum að breyta hegningarlögunum eins og þetta frumvarp gerir ráð fyrir þá lýsi ég skömminni á þeirri leynd sem umlukið hefur málið. Leynd sem virðist aðeins hafa verið til þess að verja karla sem mæltu með því að barnaníðingar fengju uppreist æru og ekki bara hvaða kallar sem er heldur góðan styrktaraðila Sjálfstæðisflokksins og föður forsætisráðherra“ sagði Oddný. Þrjú mál eru á dagskrá á lokadegi Alþingis fyrir kosningar. Það er frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem miðast að því að fella ákvæði um uppreist æru úr gildi, frumvarp til breytingar á lögum sem snúa að kosningum vegna viðmiðunardags umsóknar um kosningarétt og breytingar á lögum um útlendinga.Glæpur sem fyrnist aldrei í huga þolenda „Þessi vélræni ferill þar sem enginn vill taka ábyrgð er óásættanlegur og krafan um breytingar er sjálfsögð og löngu tímabær,“ sagði Oddný í umfjöllun um uppreist æru. Þá sagði hún að verkinu væri ekki lokið og gera þyrfti skýrar kröfur um að barnaníðingar sinni ekki ákveðnum störfum. „Þar má nefna kennarastörf, umönnun með fötluðum börnum og þeim sem standa veikir fyrir, skólabílstjórar og fleiri störf með börnum. Allt þetta þarf að vinna vel á næsta þingi og að fara í gegnum þá lagabálka sem um ræðir.“ Þá sagði hún að einnig þurfi að skoða meðferð kynferðisbrotamála í öllu kerfinu. „Í huga fólksins í landinu stóðu konurnar eftir varnarlausar. Unglingsstúlkur og fimm ára stúlkubarn sem urðu fyrir hræðilegum glæp sem aldrei fyrnist í þeirra huga,“ sagði Oddný. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, varð klökk í ræðustól Alþingis þegar hún tók til máls um breytingar á lögum um uppreist æru. „Um leið og ég fagna því að við séum að breyta hegningarlögunum eins og þetta frumvarp gerir ráð fyrir þá lýsi ég skömminni á þeirri leynd sem umlukið hefur málið. Leynd sem virðist aðeins hafa verið til þess að verja karla sem mæltu með því að barnaníðingar fengju uppreist æru og ekki bara hvaða kallar sem er heldur góðan styrktaraðila Sjálfstæðisflokksins og föður forsætisráðherra“ sagði Oddný. Þrjú mál eru á dagskrá á lokadegi Alþingis fyrir kosningar. Það er frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem miðast að því að fella ákvæði um uppreist æru úr gildi, frumvarp til breytingar á lögum sem snúa að kosningum vegna viðmiðunardags umsóknar um kosningarétt og breytingar á lögum um útlendinga.Glæpur sem fyrnist aldrei í huga þolenda „Þessi vélræni ferill þar sem enginn vill taka ábyrgð er óásættanlegur og krafan um breytingar er sjálfsögð og löngu tímabær,“ sagði Oddný í umfjöllun um uppreist æru. Þá sagði hún að verkinu væri ekki lokið og gera þyrfti skýrar kröfur um að barnaníðingar sinni ekki ákveðnum störfum. „Þar má nefna kennarastörf, umönnun með fötluðum börnum og þeim sem standa veikir fyrir, skólabílstjórar og fleiri störf með börnum. Allt þetta þarf að vinna vel á næsta þingi og að fara í gegnum þá lagabálka sem um ræðir.“ Þá sagði hún að einnig þurfi að skoða meðferð kynferðisbrotamála í öllu kerfinu. „Í huga fólksins í landinu stóðu konurnar eftir varnarlausar. Unglingsstúlkur og fimm ára stúlkubarn sem urðu fyrir hræðilegum glæp sem aldrei fyrnist í þeirra huga,“ sagði Oddný.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira