Heilsugæslan stendur ekki að öllu leyti undir því að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2017 13:39 Ríkisendurskoðun beinir því til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að auka eftirlit með þjónustu og skilvirkni þeirra 15 heilsugæslustöðva sem reknar eru á höfuðborgarsvæðinu. vísir/ernir Í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins kemur fram að Ríkisendurskoðun telji heilsugæsluna ekki standa að öllu leyti undir því markmiði laga um heiglbrigðisþjónustu að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Eru meginástæður þessa taldar vera „vankantar á skipulagi í heilbrigðiskerfinu, takmarkaðar fjárveitingar til Heilsugæslunnar og skortur á aðhaldi með heilsugæslustöðvunum 15. Afleiðingarnar eru heft aðgengi almennings að þjónustu Heilsugæslunnar á dagtíma sem hefur m.a. valdið því að fólk leitar iðulega á bráðamóttöku Landspítala með erindi sem Heilsugæslan gæti leyst. Eins hefur þjónusta sérgreinalækna aukist mjög á síðustu árum. Hvort tveggja hefur leitt til aukins heildarkostnaðar í heilbrigðiskerfinu og ófullnægjandi aðgengi að sérhæfðu fagfólki innan þess,“ segir í frétt á vef Ríkisendurskoðunar um úttektina. Þar segir jafnframt að það sé mat Ríkisendurskoðunar að stýring fjárveitinga innan heilbrigðiskerfisins hafi „ekki stuðlað að því að gera Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að fyrsta viðkomustað sjúklinga. Á tímabilinu 2007–16 jukust fjárframlög til hennar einungis um 3% að raunvirði þótt íbúum svæðisins fjölgaði um 11%. Á sama tíma jukust útgjöld vegna sérgreinalækninga um 57% að raunvirði.“ Ríkisendurskoðun beinir því þar af leiðandi til „Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að auka eftirlit með þjónustu og skilvirkni þeirra 15 heilsugæslustöðva sem reknar eru á höfuðborgarsvæðinu. Fylgjast þarf betur en nú er gert með biðtíma notenda eftir þjónustu einstakra stöðva og afköstum þeirra. Í nóvember 2016 fengu innan við helmingur þeirra sem leituðu til Heilsugæslunnar tíma hjá lækni innan tveggja daga þótt stefnt sé að því að 85% fái tíma innan þeirra tímamarka. Velferðarráðuneyti er einnig hvatt til að skýra betur hlutverk þjónustuaðila í heilbrigðiskerfinu og huga að árangri og skilvirkni með markvissri aðgangsstýringu. Mikilvægt er að þjónusta sé jafnan veitt á réttu þjónustustigi og að ríkið kaupi ekki dýrari heilsugæsluþjónustu en heilsugæslan getur sjálf veitt,“ að því er fram kemur á vef Ríkisendurskoðunar. Tengdar fréttir Fáir hafa nýtt réttinn til að skipta um heilsugæslustöð Innan við 1% þeirra sem eru skráðir með heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu hafa nýtt sér þann möguleika sem gafst um áramótin að skipta um heilsugæslustöð. Þessi tala er þó líklega ekki marktæk, að sögn Ingveldar Ingvarsdóttur, deildarstjóra hjá Sjúkratryggingum Íslands. 18. mars 2017 07:00 Óttarr segir óásættanlegt að stór hópur fólks njóti ekki heilsugæslu Heilbrigðisráðherra segir óásættanlegt hve stór hluti íbúa landsins hafi ekki haft gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. 7. febrúar 2017 19:15 Fjórðungi sjúklinga vísað á heilsugæsluna Framkvæmdastjóri Geðhjálpar gagnrýnir að fólki sem upplifir sig í bráðum vanda sé vísað annað frá bráðamóttöku geðsviðs. Stórum hluta er vísað til heilsugæslu og um átján prósent þeirra sem leita á móttökuna eru lögð inn. 16. janúar 2017 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins kemur fram að Ríkisendurskoðun telji heilsugæsluna ekki standa að öllu leyti undir því markmiði laga um heiglbrigðisþjónustu að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Eru meginástæður þessa taldar vera „vankantar á skipulagi í heilbrigðiskerfinu, takmarkaðar fjárveitingar til Heilsugæslunnar og skortur á aðhaldi með heilsugæslustöðvunum 15. Afleiðingarnar eru heft aðgengi almennings að þjónustu Heilsugæslunnar á dagtíma sem hefur m.a. valdið því að fólk leitar iðulega á bráðamóttöku Landspítala með erindi sem Heilsugæslan gæti leyst. Eins hefur þjónusta sérgreinalækna aukist mjög á síðustu árum. Hvort tveggja hefur leitt til aukins heildarkostnaðar í heilbrigðiskerfinu og ófullnægjandi aðgengi að sérhæfðu fagfólki innan þess,“ segir í frétt á vef Ríkisendurskoðunar um úttektina. Þar segir jafnframt að það sé mat Ríkisendurskoðunar að stýring fjárveitinga innan heilbrigðiskerfisins hafi „ekki stuðlað að því að gera Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að fyrsta viðkomustað sjúklinga. Á tímabilinu 2007–16 jukust fjárframlög til hennar einungis um 3% að raunvirði þótt íbúum svæðisins fjölgaði um 11%. Á sama tíma jukust útgjöld vegna sérgreinalækninga um 57% að raunvirði.“ Ríkisendurskoðun beinir því þar af leiðandi til „Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að auka eftirlit með þjónustu og skilvirkni þeirra 15 heilsugæslustöðva sem reknar eru á höfuðborgarsvæðinu. Fylgjast þarf betur en nú er gert með biðtíma notenda eftir þjónustu einstakra stöðva og afköstum þeirra. Í nóvember 2016 fengu innan við helmingur þeirra sem leituðu til Heilsugæslunnar tíma hjá lækni innan tveggja daga þótt stefnt sé að því að 85% fái tíma innan þeirra tímamarka. Velferðarráðuneyti er einnig hvatt til að skýra betur hlutverk þjónustuaðila í heilbrigðiskerfinu og huga að árangri og skilvirkni með markvissri aðgangsstýringu. Mikilvægt er að þjónusta sé jafnan veitt á réttu þjónustustigi og að ríkið kaupi ekki dýrari heilsugæsluþjónustu en heilsugæslan getur sjálf veitt,“ að því er fram kemur á vef Ríkisendurskoðunar.
Tengdar fréttir Fáir hafa nýtt réttinn til að skipta um heilsugæslustöð Innan við 1% þeirra sem eru skráðir með heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu hafa nýtt sér þann möguleika sem gafst um áramótin að skipta um heilsugæslustöð. Þessi tala er þó líklega ekki marktæk, að sögn Ingveldar Ingvarsdóttur, deildarstjóra hjá Sjúkratryggingum Íslands. 18. mars 2017 07:00 Óttarr segir óásættanlegt að stór hópur fólks njóti ekki heilsugæslu Heilbrigðisráðherra segir óásættanlegt hve stór hluti íbúa landsins hafi ekki haft gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. 7. febrúar 2017 19:15 Fjórðungi sjúklinga vísað á heilsugæsluna Framkvæmdastjóri Geðhjálpar gagnrýnir að fólki sem upplifir sig í bráðum vanda sé vísað annað frá bráðamóttöku geðsviðs. Stórum hluta er vísað til heilsugæslu og um átján prósent þeirra sem leita á móttökuna eru lögð inn. 16. janúar 2017 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Fáir hafa nýtt réttinn til að skipta um heilsugæslustöð Innan við 1% þeirra sem eru skráðir með heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu hafa nýtt sér þann möguleika sem gafst um áramótin að skipta um heilsugæslustöð. Þessi tala er þó líklega ekki marktæk, að sögn Ingveldar Ingvarsdóttur, deildarstjóra hjá Sjúkratryggingum Íslands. 18. mars 2017 07:00
Óttarr segir óásættanlegt að stór hópur fólks njóti ekki heilsugæslu Heilbrigðisráðherra segir óásættanlegt hve stór hluti íbúa landsins hafi ekki haft gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. 7. febrúar 2017 19:15
Fjórðungi sjúklinga vísað á heilsugæsluna Framkvæmdastjóri Geðhjálpar gagnrýnir að fólki sem upplifir sig í bráðum vanda sé vísað annað frá bráðamóttöku geðsviðs. Stórum hluta er vísað til heilsugæslu og um átján prósent þeirra sem leita á móttökuna eru lögð inn. 16. janúar 2017 07:00