Fékk kveðju frá Guðna Th eftir að hafa slegið í gegn í Skaupinu sem Guðni Th Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. janúar 2017 22:36 Tryggvi Rafnsson í hlutverki Guðna Th. ásamt Jóni Gnarr, leikstjóra Skaupsins. Aðsend mynd Tryggvi Rafnsson lék forseta Íslands í Áramótaskaupinu og segir að einlægnin hafi verið skemmtilegast að túlka í fari Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Hann segir að það hafi verið erfitt að leyna hlutverkinu fyrir vinum og vandamönnum en hann hafi einungis fengið góð viðbrögð eftir leik sinn í Skaupinu. Þá sendi Guðni Th. honum sjálfur kveðju í kvöld og hrósaði honum fyrir túlkun sína. Tryggvi segir í samtali við Vísi að hann hafi lengi verið með nýja forsetann í maganum en honum var bent á líkindi þeirra tveggja strax á kosninganóttinni þann 25. júní 2016 þegar Guðni var kjörinn. „Félagi minn setti þetta fyrst á Facebook vegginn minn og svo varð þetta að umræðu í fjölskyldunni og vinahópnum“ segir Tryggvi sem segir að þá hafi hann farið að taka sérstaklega eftir fasi forsetans.Einlægnin það sem gaman er að leika eftir„Hann er með svona ákveðin einkenni sem maður tekur upp. Til að mynda hvernig hann talar, hann greinilega vandar sig í öllu sem hann gerir en er samt svo meðvitaður um það að hann muni einhvern tímann gera mistök og er þá fyrsti maðurinn til að hlæja að því“ segir Tryggvi sem tók sérstaklega eftir einlægri framkomu forsetans. „Það er svo gaman að leika eftir þessa einlægni. Hann er ekkert að fela sína galla frekar en kosti og er hann sjálfur 100 prósent. Það er gaman að fá að leika svoleiðis mann.“Erfitt að leyna hlutverkinu fyrir vinum og fjölskyldu eftir að hafa rakað háriðAðspurður um það hvort hann sé ekki sáttur með að hafa gulltryggt sér hlutverk í Skaupinu að minnsta kosti næstu þrjú árin er Tryggvi léttur í bragði og svarar því játandi og segist vera algjörlega á móti því að seta forseta á valdastóli verði takmörkuð. Tryggvi segir að erfitt hafi verið að leyna nýja hlutverkinu fyrir vinum og fjölskyldu vikurnar áður en Skaupið var sýnt. „Ég var náttúrulega búinn að vera með mínar lambakrullur alla mína ævi og svo allt í einu mæti ég bara í jólaboðin í desember næstum því nauðasköllóttur eins og forsetinn sjálfur. Maður reyndi bara að beina umræðunni eitthvað annað“ segir Tryggvi en hann er afar ánægður með leikstjórann Jón Gnarr og samstarfið við hann.Fékk kveðju frá GuðnaTryggvi segir að hann hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð eftir Skaupið. „Ég hef fengið frábær viðbrögð við mínu hlutverki. Ég setti símann minn á silent hálf ellefu í gær og svo kíkti ég á hann í morgun aftur og það var allt sprungið“ segir Tryggvi sem segir ekki fræðilegan möguleika á því að hann komist yfir öll skilaboðin sem hann hafi fengið. Í kvöld fékk Tryggvi svo kveðju frá forsetanum sjálfum þar sem hann hrósaði Tryggva fyrir leik sinn í Áramótaskaupinu og því nokkuð ljóst að forsetinn var sáttur með túlkun Tryggva. Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
Tryggvi Rafnsson lék forseta Íslands í Áramótaskaupinu og segir að einlægnin hafi verið skemmtilegast að túlka í fari Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Hann segir að það hafi verið erfitt að leyna hlutverkinu fyrir vinum og vandamönnum en hann hafi einungis fengið góð viðbrögð eftir leik sinn í Skaupinu. Þá sendi Guðni Th. honum sjálfur kveðju í kvöld og hrósaði honum fyrir túlkun sína. Tryggvi segir í samtali við Vísi að hann hafi lengi verið með nýja forsetann í maganum en honum var bent á líkindi þeirra tveggja strax á kosninganóttinni þann 25. júní 2016 þegar Guðni var kjörinn. „Félagi minn setti þetta fyrst á Facebook vegginn minn og svo varð þetta að umræðu í fjölskyldunni og vinahópnum“ segir Tryggvi sem segir að þá hafi hann farið að taka sérstaklega eftir fasi forsetans.Einlægnin það sem gaman er að leika eftir„Hann er með svona ákveðin einkenni sem maður tekur upp. Til að mynda hvernig hann talar, hann greinilega vandar sig í öllu sem hann gerir en er samt svo meðvitaður um það að hann muni einhvern tímann gera mistök og er þá fyrsti maðurinn til að hlæja að því“ segir Tryggvi sem tók sérstaklega eftir einlægri framkomu forsetans. „Það er svo gaman að leika eftir þessa einlægni. Hann er ekkert að fela sína galla frekar en kosti og er hann sjálfur 100 prósent. Það er gaman að fá að leika svoleiðis mann.“Erfitt að leyna hlutverkinu fyrir vinum og fjölskyldu eftir að hafa rakað háriðAðspurður um það hvort hann sé ekki sáttur með að hafa gulltryggt sér hlutverk í Skaupinu að minnsta kosti næstu þrjú árin er Tryggvi léttur í bragði og svarar því játandi og segist vera algjörlega á móti því að seta forseta á valdastóli verði takmörkuð. Tryggvi segir að erfitt hafi verið að leyna nýja hlutverkinu fyrir vinum og fjölskyldu vikurnar áður en Skaupið var sýnt. „Ég var náttúrulega búinn að vera með mínar lambakrullur alla mína ævi og svo allt í einu mæti ég bara í jólaboðin í desember næstum því nauðasköllóttur eins og forsetinn sjálfur. Maður reyndi bara að beina umræðunni eitthvað annað“ segir Tryggvi en hann er afar ánægður með leikstjórann Jón Gnarr og samstarfið við hann.Fékk kveðju frá GuðnaTryggvi segir að hann hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð eftir Skaupið. „Ég hef fengið frábær viðbrögð við mínu hlutverki. Ég setti símann minn á silent hálf ellefu í gær og svo kíkti ég á hann í morgun aftur og það var allt sprungið“ segir Tryggvi sem segir ekki fræðilegan möguleika á því að hann komist yfir öll skilaboðin sem hann hafi fengið. Í kvöld fékk Tryggvi svo kveðju frá forsetanum sjálfum þar sem hann hrósaði Tryggva fyrir leik sinn í Áramótaskaupinu og því nokkuð ljóst að forsetinn var sáttur með túlkun Tryggva.
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira