Ed Sheeran snúinn aftur á Twitter og segir fjarveruna ekki tengjast Game of Thrones Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2017 22:48 Ekki voru allir sammála um ágæti gestahlutverks breska söngvarans Ed Sheeran í þætti sunnudagsins. Skjáskot/Youtube Söngvarinn Ed Sheeran hefur komið Twitter-aðgangi sínum aftur í gagnið eftir að hann gerði aðganginn óvirkan í vikunni. Talið var að Sheeran hefði hætt á Twitter vegna óvæginna ummæla aðdáenda Game of Thrones um gestahlutverk söngvarans í þáttunum en Sheeran hafnar því að Twitter-virkni sín tengist gagnrýninni. Sheeran sagði skilið við samfélagsmiðilinn í vikunni í kjölfar þess að gestahlutverk hans í sjónvarpsþáttunum sívinsælu Game of Thrones var harðlega gagnrýnt. Hann sneri þó fljótlega aftur á Twitter en þvertók fyrir að fjarvera sín tengdist meinfýsnum athugasemdunum. „Ég hætti á Twitter vegna þess að ég hafði alltaf ætlað mér að hætta á Twitter. Það hafði ekkert með það að gera hvað fólk sagði um gestahlutverk mitt í Game of Thrones, vegna þess að ég er í Game of Thrones, af hverju í ósköpunum myndi ég hafa áhyggjur af því hvað öðru fólki fyndist um það?“ skrifaði Sheeran í færslu á Instagram-reikningi sínum í dag. Sheeran er þekktur fyrir að hverfa af samfélagsmiðlum og þá hefur hann tjáð sig um hatursfull ummæli sem berast honum í gegnum téða miðla. Söngvarinn hefur jafnframt sagt að honum þyki erfitt að takast á við slík ummæli og hefur ýjað að því að hann muni takmarka notkun sína á samfélagsmiðlum vegna þeirra. Í hlutverki sínu í Game of Thrones fór Sheeran með tvær línur: „Þetta er nýtt,“ sagði hann um lag, sem persóna hans söng í viðurvist Aryu Stark í túlkun Maisie Williams, og „Versti staður í heimi,“ um King‘s Landing, höfuðborg sögusviðs þáttanna.Hér að neðan má sjá Instagram-færslu Sheeran, þar sem hann tjáir sig um Twitter-sviptingarnar, í heild sinni. Last i'll say on this. I came off Twitter Coz I was always intending to come off Twitter, had nothing to do with what people said about my game of thrones cameo, because I am in game of thrones, why the hell would I worry what people thought about that. It's clearly fuckin' awesome. Timing was just a coincidence, but believe what you want. Here is an unrelated picture of me and my wonderful manager riding off into the sunset together A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) on Jul 19, 2017 at 9:04am PDT Tengdar fréttir Ed Sheeran hættir á Twitter í kjölfar gestahlutverks í Game of Thrones Ekki voru allir sammála um ágæti gestahlutverks breska söngvarans Ed Sheeran í þætti sunnudagsins. 18. júlí 2017 12:00 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Fleiri fréttir Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Sjá meira
Söngvarinn Ed Sheeran hefur komið Twitter-aðgangi sínum aftur í gagnið eftir að hann gerði aðganginn óvirkan í vikunni. Talið var að Sheeran hefði hætt á Twitter vegna óvæginna ummæla aðdáenda Game of Thrones um gestahlutverk söngvarans í þáttunum en Sheeran hafnar því að Twitter-virkni sín tengist gagnrýninni. Sheeran sagði skilið við samfélagsmiðilinn í vikunni í kjölfar þess að gestahlutverk hans í sjónvarpsþáttunum sívinsælu Game of Thrones var harðlega gagnrýnt. Hann sneri þó fljótlega aftur á Twitter en þvertók fyrir að fjarvera sín tengdist meinfýsnum athugasemdunum. „Ég hætti á Twitter vegna þess að ég hafði alltaf ætlað mér að hætta á Twitter. Það hafði ekkert með það að gera hvað fólk sagði um gestahlutverk mitt í Game of Thrones, vegna þess að ég er í Game of Thrones, af hverju í ósköpunum myndi ég hafa áhyggjur af því hvað öðru fólki fyndist um það?“ skrifaði Sheeran í færslu á Instagram-reikningi sínum í dag. Sheeran er þekktur fyrir að hverfa af samfélagsmiðlum og þá hefur hann tjáð sig um hatursfull ummæli sem berast honum í gegnum téða miðla. Söngvarinn hefur jafnframt sagt að honum þyki erfitt að takast á við slík ummæli og hefur ýjað að því að hann muni takmarka notkun sína á samfélagsmiðlum vegna þeirra. Í hlutverki sínu í Game of Thrones fór Sheeran með tvær línur: „Þetta er nýtt,“ sagði hann um lag, sem persóna hans söng í viðurvist Aryu Stark í túlkun Maisie Williams, og „Versti staður í heimi,“ um King‘s Landing, höfuðborg sögusviðs þáttanna.Hér að neðan má sjá Instagram-færslu Sheeran, þar sem hann tjáir sig um Twitter-sviptingarnar, í heild sinni. Last i'll say on this. I came off Twitter Coz I was always intending to come off Twitter, had nothing to do with what people said about my game of thrones cameo, because I am in game of thrones, why the hell would I worry what people thought about that. It's clearly fuckin' awesome. Timing was just a coincidence, but believe what you want. Here is an unrelated picture of me and my wonderful manager riding off into the sunset together A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) on Jul 19, 2017 at 9:04am PDT
Tengdar fréttir Ed Sheeran hættir á Twitter í kjölfar gestahlutverks í Game of Thrones Ekki voru allir sammála um ágæti gestahlutverks breska söngvarans Ed Sheeran í þætti sunnudagsins. 18. júlí 2017 12:00 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Fleiri fréttir Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Sjá meira
Ed Sheeran hættir á Twitter í kjölfar gestahlutverks í Game of Thrones Ekki voru allir sammála um ágæti gestahlutverks breska söngvarans Ed Sheeran í þætti sunnudagsins. 18. júlí 2017 12:00