Dúettinn Úlfur Úlfur of orðljótur fyrir Pólverja Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. september 2017 10:15 Úlfur Úlfur er að gera það gott í austurhluta Evrópu. Vísir/Eyþór Rappdúettinn íslenski Úlfur Úlfur var nýlega gestur þáttarins Dzien Dobry á pólsku sjónvarpsstöðinni TVN og tók þar lagið sitt Bróðir. Það vakti athygli margra aðdáenda dúettsins að þeir breyttu í það minnsta einni línu í laginu og fjarlægðu þar orðið „motherfucker“. „Það var stranglega bannað að segja motherfucker. Ég sagði samt „fokk“ aftur og aftur og það virtist alveg vera í góðu lagi,“ segir Arnar Freyr, annar helmingur dúettsins, og því virðast Pólverjarnir ekki hafa verið neitt agalega strangir þó svo að orðið „motherfucker“ hafi verið á bannlista – enda hrikalega óviðeigandi orð, sérstaklega eldsnemma á morgnana en Dzien Dobry er morgunþáttur eins og nafnið gefur til kynna („Góðan daginn“). Í þættinum kynnti Úlfur Úlfur tónleika sína í Varsjá sem fóru fram um kvöldið en strákarnir hafa verið á tónleikaferðalagi um Evrópu þar sem þeir stoppuðu í Finnlandi, Rússlandi, Lettlandi og núna í Póllandi. Pólverjar og Lettar virðast sérstaklega hafa fílað sveitina því að af myndum á samfélagsmiðlum að dæma var mikið mannhaf á tónleikunum – þá sérstaklega í Lettlandi, enda Lettar vinaþjóð okkar Íslendinga. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rappdúettinn íslenski Úlfur Úlfur var nýlega gestur þáttarins Dzien Dobry á pólsku sjónvarpsstöðinni TVN og tók þar lagið sitt Bróðir. Það vakti athygli margra aðdáenda dúettsins að þeir breyttu í það minnsta einni línu í laginu og fjarlægðu þar orðið „motherfucker“. „Það var stranglega bannað að segja motherfucker. Ég sagði samt „fokk“ aftur og aftur og það virtist alveg vera í góðu lagi,“ segir Arnar Freyr, annar helmingur dúettsins, og því virðast Pólverjarnir ekki hafa verið neitt agalega strangir þó svo að orðið „motherfucker“ hafi verið á bannlista – enda hrikalega óviðeigandi orð, sérstaklega eldsnemma á morgnana en Dzien Dobry er morgunþáttur eins og nafnið gefur til kynna („Góðan daginn“). Í þættinum kynnti Úlfur Úlfur tónleika sína í Varsjá sem fóru fram um kvöldið en strákarnir hafa verið á tónleikaferðalagi um Evrópu þar sem þeir stoppuðu í Finnlandi, Rússlandi, Lettlandi og núna í Póllandi. Pólverjar og Lettar virðast sérstaklega hafa fílað sveitina því að af myndum á samfélagsmiðlum að dæma var mikið mannhaf á tónleikunum – þá sérstaklega í Lettlandi, enda Lettar vinaþjóð okkar Íslendinga.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira