Eitrað fyrir heimilisketti á Selfossi: „Hún var svo kvalin“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. september 2017 19:35 Bergþóra Stefánsdóttir, íbúi á Selfossi, leitar þess sem eitraði fyrir fjölskyldukettinum Ösku. Í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir hún að dýralæknir hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir kettinum með frostlegi. Svæfa þurfti köttinn í dag. „Við fórum með hann í morgun þar sem okkur leist ekki á blikuna“ Bergþóra lét skoða köttinn um leið og dýraspítalinn opnaði í morgun. „Þeir tóku blóðsýni sem að staðfesti það að það væri um eitrun að ræða. Hún var líka með blóð í munni.“ Kötturinn var einnig með mikla nýrnabilun. „Það er notaður frostlögur sem veldur mjög kvalarfullum dauðdaga,“ svarar Bergþóra aðspurð um það hvað hafi verið notað til þess að eitra fyrir kettinum. „Frostlögur er góður á bragðið, hann er sætur þannig að þeim finnst hann góður.“Átta ára stúlka átti köttinnKötturinn Aska verður krufinn hjá dýralækni. „Hún er öll. Við vorum bara að koma frá því að segja bless.“ Átta ára dóttir Bergþóru átti kisuna og fékk hún tækifæri til þess að kveðja hana. „Svo var hún bara svæfð, það var í raun ekki hægt að bíða lengur því hún var svo kvalin“ Bergþóra segir að dóttir sín hafi tekið þessu mjög illa enda sé mjög erfitt fyrir átta ára gamalt barn að missa gæludýrið sitt. „Hún var búin að bíða svo lengi eftir því að fá kisu.“Staðbundið við SuðurlandBergþóra hefur heyrt um fleiri svona dæmi úr nágrenni fjölskyldunnar. „Þetta er víst að gerast á fleiri stöðum á Selfossi, Stokkseyri og Hveragerði.“ Hún segir að dýralæknirinn hefði sagt að þessar eitranir virtust staðbundnar við Suðurland. Bergþóra auglýsir nú á Facebook eftir „mannfýlunni“ sem hafi eitrað fyrir ketti fjölskyldunnar. Hún segir í viðtalinu að kettirnir verði mjög máttfarnir eftir að þeir innbyrða eitrið. Hún hefði ekki komið heim í gærkvöldi. „Ég labbaði um hverfið og fann hana í runna.“Viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Grunur um að eitrað hafi verið fyrir ketti með frostlegi á Selfossi Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meinta eitrun fyrir ketti á Selfossi í byrjun október. 17. nóvember 2016 09:47 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Bergþóra Stefánsdóttir, íbúi á Selfossi, leitar þess sem eitraði fyrir fjölskyldukettinum Ösku. Í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir hún að dýralæknir hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir kettinum með frostlegi. Svæfa þurfti köttinn í dag. „Við fórum með hann í morgun þar sem okkur leist ekki á blikuna“ Bergþóra lét skoða köttinn um leið og dýraspítalinn opnaði í morgun. „Þeir tóku blóðsýni sem að staðfesti það að það væri um eitrun að ræða. Hún var líka með blóð í munni.“ Kötturinn var einnig með mikla nýrnabilun. „Það er notaður frostlögur sem veldur mjög kvalarfullum dauðdaga,“ svarar Bergþóra aðspurð um það hvað hafi verið notað til þess að eitra fyrir kettinum. „Frostlögur er góður á bragðið, hann er sætur þannig að þeim finnst hann góður.“Átta ára stúlka átti köttinnKötturinn Aska verður krufinn hjá dýralækni. „Hún er öll. Við vorum bara að koma frá því að segja bless.“ Átta ára dóttir Bergþóru átti kisuna og fékk hún tækifæri til þess að kveðja hana. „Svo var hún bara svæfð, það var í raun ekki hægt að bíða lengur því hún var svo kvalin“ Bergþóra segir að dóttir sín hafi tekið þessu mjög illa enda sé mjög erfitt fyrir átta ára gamalt barn að missa gæludýrið sitt. „Hún var búin að bíða svo lengi eftir því að fá kisu.“Staðbundið við SuðurlandBergþóra hefur heyrt um fleiri svona dæmi úr nágrenni fjölskyldunnar. „Þetta er víst að gerast á fleiri stöðum á Selfossi, Stokkseyri og Hveragerði.“ Hún segir að dýralæknirinn hefði sagt að þessar eitranir virtust staðbundnar við Suðurland. Bergþóra auglýsir nú á Facebook eftir „mannfýlunni“ sem hafi eitrað fyrir ketti fjölskyldunnar. Hún segir í viðtalinu að kettirnir verði mjög máttfarnir eftir að þeir innbyrða eitrið. Hún hefði ekki komið heim í gærkvöldi. „Ég labbaði um hverfið og fann hana í runna.“Viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Grunur um að eitrað hafi verið fyrir ketti með frostlegi á Selfossi Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meinta eitrun fyrir ketti á Selfossi í byrjun október. 17. nóvember 2016 09:47 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Grunur um að eitrað hafi verið fyrir ketti með frostlegi á Selfossi Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meinta eitrun fyrir ketti á Selfossi í byrjun október. 17. nóvember 2016 09:47